Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1971, Qupperneq 48

Frjáls verslun - 01.05.1971, Qupperneq 48
48 Veitingahús GREINAR OG VIÐTÖL FRJÁLS VERZLUN NR. 5 1971 íslenzk matargérð stæði framar, ef hráefni væru nægilega góð Matvendni hafa íslendingar aldrei talið til mannkosta, held- ur þvert á móti talið það vott um lélegt uppeldi og sérvizku- iega dinti. Vandlæti sælkera er stund- um skilin sem matvendni og lagt þeim til vamms, og er þó þetta tvennt algjörar andstæð- ur. í fyrra tilfellinu kann mað- ur ekki gott að meta. en í því síðara kann hann það einmitt. Ef til vill á þessi misskiln- ingur sinn þátt í því, að sæl- kerar eru ekki á hverju strái hér um slóðir, eða að minnsta kosti ber lítið á þeim. — Þar missa íslenzkir matargerðar- menn hauk úr horni. Hvaða akkur er í því, að vera listakokkur, sem enginn kann að meta? Beita hæfileik- um, sem enginn veitir eftir- tekt? Bera kannski gómsæta rétti fyrir gesti, sem byrja á því að strá salti og pipar yfir matinn, ÁÐUR en þeir hafa svo mikið sem bragðað hann. Hvernig orka þá slíkar að- stæður á íslenzka matargerð, svo að spöruð séu stóryrði eins og matargerðarLIST? Letur þetta ekki matargerðarmenn til dáða, dregur úr þeim löng- un til að leggja sig fram? Ræn- ir það þá ekki áhuganum tii að bæta sig eða leita fullkomn- unnar — til að mennta sig? MATARMENNING ER í FRAMFÖR. ,,Hætt er við því, ef þessu væri svona háttað. En sem bet- ur fer, þá hefur matarmenning fylgzt nokkuð að með vínmenn- ingu, sýnist mér. Hún er í mót- un og þróast upp á við.“ sagði Haukur Hjaltason. framkv.- stjóri í Óðalinu, þegar við færð- um þetta í tal við hann. „Gestir koma með því 'hugar- fari, að þeir ætlast til gæða, ef þeir greiða hátt verð fyrir það, sem þeim er boðið. Mér virðist gestir vera farnir að gera sér gleggri grein fyrir því, hvaða gæði eru borin fram fyr- ir þá. Og það ber ekki ósjaldan við, að maður hitti gesti, sem virð- ast hafa töluverða þekkingu á mat. Jafnvel koma einstöku sinnum gestir. sem hafa lagt sig fram við að afla sér fróð- leiks um mat og drykk, líkí og áköfustu áhugamenn, sem maður hefur spurnir af, en þeir líta líka nánast á þvíumlíkt sem menntunaratriði. Þó eru ekki allir útvaldir, sem vilja vera spámenn. Stundum ber líka hitt við, að kröfur manna eru byggðar á misskilningi." Ef til vill minnast fram- reiðslumenn atvika, eins og t.d. broslegra tilburða gests. sem í fyrsta sinn borðar T-beinsteik. I stað þess að skera kjötstykk- ið frá beininu og komast bein- megin að kjötinu, byrjar hann að skera frá utanverðunni og lendir þá á sininni. Það er víst ekki óheyrt, að kallað hefur verið á þjóninn. þegar hnífur- inn gengur ekki gegnum sin- ina, og hann beðinn um „að fjarlægja þennan ólseiga and- sk. .. BETRA ER AÐ ÁHUGI FYLGI MATARGERÐINNI. „Auðvitað væri æskilegast, iað menn hefðu áhuga fyrir matar-gerð — þeir. sem ætla Haukur. sér að leggja það fyrir sig. Og fari ekki til þess í þeim tii- gangi einum, að verða sér úti um EINHVERJA iðnmenntun," áleit Haukur Hjaltason. ,,Því miður bar það ósjaldan við hér fyrir nokkrum árum, — ég minnist t.d. úr hópi skóla- félaga minna — að í matsveina- námi voru ungir menn. sem hugsuðu um það eitt að afla sér einhverrar fagmenntunar. Þeim var sama, hvað það var.“ sagði Ragnar Guðmundsson, yfirmatsveinn hjá veitinga- staðnum Ask, og í sama streng tóku aðstoðarmenn hans. Starfsmöguleikar fyrir mat- reiðslumenn eru góðir. Að sumarlagi er ávallt hörgull á slíkum mönnum til gisti'hús- anna út um land, á skipin og hótelin, sem eiga þá mesta ann- ríkið. „Þeir, sem sýna hæfni í starfi, eiga greiðan aðgang að störfum. og vísar góðar frama- vonir, svo sem mannastjórnir í eldhúsum o.s.frv. — Vinnu- timinn er tiltölulega góður, og vinnulaunin eftirsóknarverð miðuð við iðnaðarmannalaun," segja veitingamenn. Ragnar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.