Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1971, Blaðsíða 51

Frjáls verslun - 01.05.1971, Blaðsíða 51
FRJÁLS VERZLUN NR. 5 1971 um hvað þú getur nákvæm- lega, og ættir að vera að gera, leggðu þá að þér að útiloka allt annað. Láttu ekki ómerkileg mál trufla þig frá því að vinna að aðaltakmarki dagsins. Ef það er unnt, skaltu gera vinnuátælun fyrir heila viku eða jafnvel mánuð. Áður en þú hefur vinnu skaltu ganga úr skugga um að það sem þú ætlar að gera þann daginn sé spor í átt að tak- marki þínu. Ef vinnuáætlunin tekur yfir vikur eða mánuði, skaltu ekki nota „eins-dags- dagatal“. Það takmarkar sjón- deildarhring þinn, því morgun- dagurinn er ekki fyrir augun- um og þá líklega ekki í hugan- um. Veldu stórt dagatal, sem sýnir mánuð eða meira fram í tímann. Varðandi símtöl eru til ein- föld ráð sem geta sparað þér margar vinnustundir á mánuði. Þegar þú þarft að einbeita þér, og vilt ekki láta trufla þig, skaltu gefa einkaritara þínum grundvallarfyrirmæli um hvernig hún skuli bregðast við mismunandi upphringingum. Ef þú vilt hringja mikið sjálf- ur, athugaðu þá hvort símafé- lagið þitt getur ekki sett upp gataspjaldsJhringjara fyrir þau númer sem þú hringir oft í. Hafðu borðsímann þinn á ein- hverjum þeim stað sem gerir þér auðvelt að skrifa um leið og þú talar í hann, án þess að hengja þig í snúrunni. Undir venjulegum kringumstæðum Gataspjalds-hringjari, gagnlcgt lijálpartæki. GREINAR OG VIÐTÖL er bezt að hafa hann þannig, að þú takir upp tólið með vinstri hendi og hafir þá hægri lausa til að skrifa með. Það kann að virðast ómerki- legt að fjalla um pappírs- klemmur. Hvað sem um það má nú segja, geta þessir bannsettir smáhlutir kostað töluverð vandræði og tímaeyðslu. Þeir vilja krækjast í nærliggjandi blöð eða skýrslur og festa sam- an þannig að stafrófið getur ruglast og allt orðið vitlaust. Notaðu heftara. Og talandi um heftara, það er góð hugmynd að skipuleggja skrifborðið þitt þannig, að þau tæki sem þú notar oft, séu við hendina, en það sem þú notar sjaldan sé niðri í skúffu. Þetta kann að virðast augljóst, en ef þú gæt- ir þess ekki. verður skrifborð- ið þitt ruslaralegt og truflandi. Skjótt samband. Eitt af ergilegustu vandamál- um f ramkvæmdastjórans er að þurfa að eyða miklum tíma í að svara spurningum starfs- fólks. Hvettu starfsfólk þitt kurteislega til að vera fáort og gagnort. Og þú mátt gjarnan fylgja þessu ráði sjálfur þegar þú hefur samband við fólk. Ef þú þarft að hafa samband við einhvern, skaltu spyrja sjálfan þig þessarar spurning- ar: Er þetta svo mikilvægt að ég ætti að senda minnisblað, eða myndi símtal nægja? Þú verður áreiðanlega hissa þegar þú kemst að raun um hve oft er hægt að spara tima með sím- tali í stað þess að senda form- legt minnisblað. Almennt umhverfi þitt — á skrifstofunni — er líka mikil- vægur þáttur sem getur skað- að — eða aukið — nýtingu verkhæfni þinnar. Það hefur mikið verið skrifað um hvernig litir hafa áhrif á starfsnýtingu, þótt fæstar kenningarnar í því sambandi styðjist við endan- legar staðreyndir. Bezta ráðið er að velja liti sem þér líkar vel við og finnst þægilegir. Flestu fólki þykir blátt, og grænt róandi, en gult, appel- sínulitað og rautt, örvandi. Mörgum finnst að tónlist sé ekki aðeins róandi bakgrunnur heldur hjálpi einnig til við að dylja truflandi hávaða. Gættu þess samt að velja tónkerfi sem er vísindalega hannað fyr- ir notkun við vinnu. Truflandi hávaða er einnig hægt að minnka með því að 51 nota mjúkan gólfflöt og hljóð- einangrunarplötur á tvo sam- liggjandi veggi. Gagnstætt því sem margir halda er loftein- angrun oftast ónauðsynleg. Það er betra að setja teppi horn- anna á milli og plötur á tvo veggi. Lýsing er einnig mjög mikil- vægt atriði. Þér kann að finn- ast það skrýtið, en ljósmagnið er — að vissu marki auðvitað — ekki mikilvægt. Hinir raun- verulegu óvinir eru endurskin og ójöfn lýsing. Gættu þess að ljósið sé það dempað, (t. d. með möttu gleri) að það varpi eins fáum hörðum skuggum og mögulegt er. Góð lýsing dreifir birtu jafnt um herbergi. En jafnvel með góðri lýsingu er mikil- vægt að velja húsgögn sem ekki glansa mjög mikið og end- urkasta þarmeð óþægilegri birtu. í því sambandi má nefna glerplötur, fínlakkað tré og fleira. Matt yfirborð er miklu þægilegra fyrir augun því það dregur úr endurskini. Gerðu meira á styttri tíma. Einn útbreiddur misskiln- ingur meðal framkvæmdastjóra og annarra stjórnenda er, að því lengur sem þeir vinni, því meiri séu afköst þeirra. Þótt þetta virðist nokkuð rök- rétt, benda staðreyndir til að þetta sé ekki rétt. Starfshæfn- in fer að minnka eftir 8-9 klukkustunda vinnu. Því meira sem vinnudagurinn er lengdur, því minni verður starfshæfn- in í lok hans. Það er miklu betra að hætta þegar þreytan gerir vart við sig, en að halda áfram með minni afköstum og hæfni. Ein rannsókn í Eng- landi leiddi í ljós að með því að lengja vinnuvikuna í 48 stundir. MINNKAÐI fram- leiðslan. Auk þess jukust fjar- verur og mistök. Og alveg eins og það er slæmt að vinna klukkustund eftir klukkustund án hvíldar hvildar, er slæmt að vinna viku eftir viku í lengri tíma, án þess að taka frí. Ef fyrirtæki þitt býður þér upn á nokkrar vikur í sumai’frí á ári, skaltu ekki bíða allt árið og evða þeim svo í einum sam- felldum mánuði. Þú munnt vinna miklu betur ef þú tekur viku í einu, nokkrum sinnum á ári. Líklega yrðir þú hissa ef þú vissir hversu miklu þægi- legra lifið yrði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.