Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1971, Page 53

Frjáls verslun - 01.05.1971, Page 53
FRJÁLS VERZLUN NR. 5 1971 GREINAR OG VIÐTÖL 53 Skyrturnar eru t. d. þannig. einfaldlega snyrtilegir smekk- menn sem gera sér grein fyrir að þessi klæðnaður er mun fallegri en grá föt, svart bindi og hvít skyrta. FV: Ef við snúum okkur þá að sniðunum, hvað breyting- ar hafa orðið á þeim? Ólafur: Mörg þeirra eru komin hingað til lands, þótt ekki sé það í miklum mæli. Buxur eru aðskornar, án þess að vera þröngar, og mismun- andi mikið útsniðnar, eftir aldri og smekk. Þær eru undan- tekningalaust með breiðum og víðum beltislykkjum. Jakkarn- ir eru aðskornir í mittið. flest- ir með einni klauf. Boðungar eru breiðir og jakkarnir eru gjarnan tvihnepptir og með tveim tölum upp. Sumir eru með skávasa. Litirnir eru svo auðvitað margvíslegir. Safari jakkar vinsælir. Eiríkur: Skyrturnar hafa líka tekið miklum breytingum, fyrir utan litaúrvalið. Þær eru með háum, löngum flibba og aðskornar í mittið. Það er auð- vitað misjafnt hvernig þær fara mönnum, hálsstuttum manni fer t. d. ekki vel að vera með háan flibba. En ef miðað er við svona venjulega líkams- byggingu eru þær stórglæsileg- ar. Margar eru líka með fall- egu munstri, og ég sá marga fullorðna menn í svona skyrt- um í finni samkvæmum. FV: Hvað með frakkana? Ólafur: Þeir eru yfirleitt síðir. Þeir eru auðvitað aðskorn- ir í mittið og í mismunandi litum. Það er misjafnt hvort þeir eru með belti eða ekki. Grófir Tweed frakkar með skinnkrögum eru mjög vinsæl- ir, og þessir frakkar fara vel Og hattarnir þannig. á ungurn mönnum sem göml- um. FV: Hvað um sportlegri fatnað? Eiríkur: Ef við tökum það sem við getum kallað klassisk- an sportfatnað, þ.e. sem gæti gengið við hálf-formal tækifæri, þá eru það stakur jakki og bux- ur. Sniðin á buxunum eru nokkuð svipuð og peim sem fylgja jakkafötunum, en í jakkasniðinu eru menn gjarn- an frjálslegri, og má í því sam- bandi t.d. benda á Safari jakk- ana sem geta verið mjög fall- egir. Blaserar eru auðvitað mjög vinsælir. Þeir koma í alls- konar litum, og buxur þá til samræmis við þá. Blaser, skær- lit skyrta og hálsklútur, er t.d. mjög klæðilegur fatnaður, og hann setur engin aldurstak- Ullarvesti eru mikið á dagskrá. Og ullarpeysur með belti við.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.