Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1971, Page 61

Frjáls verslun - 01.05.1971, Page 61
FRJÁLS VERZLUN NR. 5 1971 61 drætti og happdrætti um hluti. Happdrætti Háskólans er eina happdrættið, sem er peninga- happdrætti. en önnur hafa þró- azt svo mjög í sömu átt, að lítill munur er á þeim. Þá er alltaf fjöldi happdrætta í gangi um bíla og aðrar eignir. Hér hefur ágóði happdrætta farið í menningarstarfsemi, líknar- starfsemi og stjórnmálastarf. Hafa þau því létt byrðum af ríkinu og koma því ekki ólíkt út og ríkishappdrætti gera. Mörg lönd hafa rekið ríkis- happdrætti lengi, t.d. írland og Malta. Breiðast þau nú ört út. Til dæmis stofnaði New York- ríki happdrætti fyrir rúmu ári og hefur þegar haft tugmilljóna tekjur af. Fyrir fáum vikum var stofnað happdrætti í New Jersey og mynduðust þegar langar biðraðh' fólks, sem vildi kaupa miða. í Bandaríkjunum eru nú mörg riki að athuga möguleika á ríkishappdrættum. Tekjur af öllum ríkishapp- drættum í Bandaríkjunum til þessa hafa farið til mennta- mála. Miklu umdeildara hefur ver- ið, hvort leyfa eigi veðmál ut- an kappreiðabrauta. Voru þau leyfð fyrir nokkru í Bretlandi og í Bandaríkjunum hefur New York-ríki leyft þau. Hefur þetta gefið svo mikið í aðra ihönd, að margir aðrir hafa áhuga. i»ví því EKKI? Cavalier EKK(? Bein fjárhættuspil hafa tíðk- ast lengi í mörgum Evrópulönd- um og fer þeim fjölgandi. Til dæmis voru þau lögleidd í Eng- landi fyrir aðeins fáum árum. I Bandaríkjunum leyfir aðeins eitt ríkjanna f járhættuspil, Nevada, og hafði af því skatta- tekjur á síðasta ári, sem námu um 12.500 krónurn á hvert mannsbarn í ríkinu. Mikið aí þessum tekjum kemur frá fólki úr nágrannaríkjunum, sem líta þess vegna fjárhættuspil heima fyrir, æ hýrara auga. Það er athyglisvert. að eitt fjárhættuspil hefur tíðkast hér um árabil, óátalið, og raunar undir nokkru ríkiseftirliti, þar sem íþróttahreyfingunni mun hafa verið veitt sérstakt leyíi til að stunda það. Það er bingó, sem er nokkuð útbreitt hér og nýtur vinsælda innan viss hóps. Bingó er í eðli sínu fjárhættuspil, þó að ekki reyni það á snilli og sé algerlega háð tilviljunum. Litmyndirog Kodak Svart / hvítt á 2 dögum HANS PETERSEN H.F. BANKASTRÆTI 4 SÍMI 20313 OG ÁLFHEIMUM 74 SÍMI 82590

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.