Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1971, Qupperneq 63

Frjáls verslun - 01.05.1971, Qupperneq 63
FRJÁLS VERZLUN NR. 5 1971 63 UM HEIMA OG GEIMA Hvernig á að birgja vínkjallarann? Það er ekkert að því að koma við í áfengisverzluninni á leiðinni heim frá vinnu og kaupa 1-2 flöskur af borðvíni, en til þess að geta notið til fullnustu hinna ýmsu gæða vínþrúgunnar, er nauðsynlegt að hafa vínhillu eða vínkjallara heima, fullan af vínum, sem ýmist eru góð. eða stórkostleg. Vín er eitt af fáum varningi, sem ekki hefur verið hægt að framleiða eftir ákveðnum regl- um, til að fá ákveðin gæði fram. Maður getur valið um hundr- uð tegunda, og það eitt er út af fyrir sig ástæða til að halda upp á. Það kemur fyrir að þú þarft ekki að neyta hins klass- íska margslungna víns, heldur lætur þér nægja hið einfalda bragð Valdépénas, hins hrjúfa bragðs Rhone eða léttleika Bardolino. Slíkar ódýrar teg- undir er ráðlegast að kaupa í kassavís, með sem flestar teg- undir í kassa, til þess að þú getir bragðað á sem flestum vínum og þannig aukið við vín- þekkingu þína, án þess að þurfa að eyða kjörvínunum, sem geymd eru í kjallaranum, sem þurfa að eldast hæfilega áður en þeirra er neytt. Hvernig á að geyma vínin? Ef þú býrð í blokk. og hefur ekki tök á að koma þér upp vínkjallara, er hægt að geyma vínin í hillum, sem settar eru upp sérstaklega í þeim tilgangi og eru lokaðar, líkt og kassi. Bezti staðurinn er svalur skáp- ur. Þessir kassar einangra flöskurnar frá titringi, ljósi og snöggum hitabreytingum, en þetta þrennt getur orðið til þess að vín eldist of fljótt og jafnvel eyðileggist. Bezt er að fá smiðinn, sem býr til hillurn- ar, til að hólfa þær af í vissar stærðir. t.d. kassa, sem taka 12 flöskur, liggjandi á hliðinni, þannig að tapparnir þorni ekki og hleypi ekki inn lofti, er get- ur eyðilagt vínið. Þegar þú ert búinn að drekka úr fyrstu flöskunni er skynsamlegt að losa merkimiðann af henni og líma hann á kassann, til að þú vitir hvar hvað er, þannig, að þú þurfir ekki að opna kass- ann að óþörfu. Hin ákjósanlega geymsla er kjallari, þar sem hitinn er að meðaltali 9-11 stig, en slíkt er ekki auðvelt í blokkum. nema þú setjir upp sérstakt loftkæli- kerfi, sem heldur þessu hita- stigi reglulega. Þó er það al- mennt álit manna, að geymsla, þar sem hitinn er milli 10-20 stig, hafi ekki eyðileggjandi áhrif á vín, ef hitabreytingin er hæg. Vínkortið. Það er ekki auðvelt verk, að setja upp vínkort, sem seg- ir fyrir um gæði. hvenær á að drekki það, aldur o.s.frv. Vin er lifandi hlutur, sem verð- ur fyrir miklum áhrifum aí flutningi og geymslu. Hér fylg- ir listi yfir 20 rauðvínstegund- ir eftir ári, gæðum og hvenær á að drekka þau. Einkunin er gefin upp í 20. 19-20: stórkost- leg vín, 17-18 mjög góð vín, sum stórkostleg, 15-16 góð vín, sum mjög góð, 13-14. sæmileg vín, sum góð. Hvítvín eru ekki á listanum, því að bezt er að drekka þau mjög ung. Vínárin eru mjög misjöfn t.d. var 1965 lélegt, en aftur á móti eru menn yfirleitt á einu máli um að 1970 geti orðið ár aldarinn- ar hvað rauðvín snertir. Alla- vega vonum við að þessi tafla geti orðið einhverjum til fróð- leiks og ánægju. RAUÐ BÚRGUNDARVÍN (utan Beujolais] GÆÐI NEYZLUTÍMI 1959 . ... 20 . . nú til 1975 1961 . ... 19 . nú til 1975 1962 . ... 17 . . nú til 1975 1964 . .. 17 . . nú til 1975 1966 . .. 17 . . nú til 1976 1969 . . . . 18 1975 til 1985 RAUÐ RÍNARVÍN GÆÐI NEYZLUTÍMI 1959 . . .. 16 .. nú til 1972 1960 . ... 16 . . nú til 1975 1961 . ... 17 . . nú til 1985 1962 . ... 13 . . nú 1965 . ... 13 .. nú til 1975 1966 . ... 18 . . 1972 til 1980 1967 . ... 16 . . 1972 til 1980 1969 . ... 16 .. 1972 til 1980 RAUÐ BORDEAUXVÍN GÆÐI NEYZLUTÍMI 1959 . ... 19 .. nú 1960 . ... 13 . . nú 1961 . ... 20 .. 1972 til 1999 1962 . ... 17 . . nú til 1975 1964 . ... 18 .. 1974 til 1980 1966 . . .. 19 .. 1976 til 1985 1967 . ... 13 . . nú 1969 . ... 17 . . 1975 til 1990
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.