Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1971, Síða 66

Frjáls verslun - 01.05.1971, Síða 66
66 FRJÁLS VERZLUN NR. 5 1971 FRÁ RITSTJÓRIM imynduð spenna í efnahagslífinu Það þarf enginn að fara í grafgötur um það, sem vill horfast í augu við raunveru- leikann, að gífurleg spenna ríkir meðal al- mennings um efnahagsþróunina næstu mán- uði og misseri. Troðfullar skrifstofur fast- eignasala, bílaverzlana og bílasala, svo og eftirspurn eftir iivers konar fjárfestingar- vörum og lausamunum, ásamt loks lána- eftirspurn i peningastofnunum og úttekt sparifjár, eru hrópandi vitni um þetta. Út af fyrir sig er það undrunarefni, hvcrsn mikið fjármagn er á ferðinni meðal almenn- ings, svo stuttu eftir kreppuástand í efna- hagslífinu. Furðulegra cr j)ó, að spennan, sem knýr almenning til kaupa og fjárfest- ingar jiessa mánuði, er i rauninni öllum cin- ungis óljós og órökstudd hugrenning. Þvi hefur að vísu verið kastað fram í tilefni af kosningunum á næstunni, að betra væri að vera við öllu búinn. Þetta liefur verið sagt með ýmsum liætti, og því hefur ekki verið svarað svo viðhlítandi sé. Almenningur er viðkvæmur, vegna kreppunnar, sem nú er um garð gengin fyrir skömmu, og j>ess vegna er léttara að telja kjarkinn úr fólki með vá- legum getgátum en fá j)að til að sjá ástandið i réttu ljósi, j)egar spilin eru ekki heldur lögð nægilega skýrl og tvímælalaust ó borð- ið. Undir niðri hefur það og sin áhrif nú sem endranær, að almenningur býr ekki yfir þeirri grundvallarþekkingu á el'nahagsmál- um, sem nauðsynleg er jafn vel menntaðri og efnaðri j)jóð, almennt séð. En á þetta hef- ur oi't áður verið minnt af öðrum gefnum tilefnum. Þeir efnahagssérfræðingar þjóðarinnar, sem starfa sinna vegna hafa hezta yfirsýn yfir ástand og horfur í efnahagsmálum, full- yrða, að j)róun j)jóðarbúskaparins nú gefi ekki tilefni til neinnar svartsýni. Þeir hafa hins vegar bent á, að tilefnislaus ótti og óhóflegar kröl'ugerðir í kaupgjaldsmálum á næstunni, geti breytt myndinni stórlega til hins verra. Af j)essu má marlca, að hættan getur verið fyrir hendi, nú, eins og alltaf, ef þjóðin stíg- ur stórvægileg víxlspor. En j)á er það hcima- tilhúinn vandi, sem j)jóðin lendir í, í orðsins fyllstu merkingu. Og J)á gæti orðið erfiðara' að fóta sig á ný en reyndist í nýafstaðinni kreppu. Það er ekki auðvelt að benda á einfaldar leiðir til J)ess að tryggja nokkurn veginn eðlilega afstöðu almennings gagnvart efna- hagslífinu á hverjum tíma, og slíkt er aldrei hægt að tryggja til fullnustu. En i samræmi við alvöru málsins á skilyrðislaust að gera róttækar tilraunir til J)ess. Enda J)ótt margt skorti enn á varðandi upplýsingasöfnun um almenningsmálefni, liggur j)ó J)að mikið fyr- ir, að unnt ætti að vera að draga fram megin- línur. Það þarf að gera með öðrum liætti en gert liefur vcrið, á j)ann hátt, að almcnning- ur geti metið upplýsingarnar, miðað við ónóga grundvallarþekkingu sína. Tilraunir í þessa átt eru bráðaðkallandi, eins og mólum er nú háttað. Það J)arf í fáum orðum sagt, að taka j)jóðina i læri í efnahagsmálum og fá hana til að standa vörð um hag og heill j)jóðarbúsins og sína eigin hamingju. Varanlegir vegir fyrir eilífðina? Umhverfisvernd er sprottin af gróðureyð- ingu og mengun. Sjúkdómar ltalla á síbætta heilsugæzlu og framþróun í læknisfræði. Þannig eru viðbrögð mannanna lil bctra lífs. Þessi barátta er einnig liáð hér á Islandi. En oft er J)að svo, að náttúruöflin eru við- ráðanlegri en mennirnir, og J)ví cr J)að stund- um mestur vandinn að fá J>á til að bæta sig, viðurkenna j)örf til að bæta sig og auka liæfni sína við verkefnin. Harkalegast kem- ur J)etta niður, þegar opinberir embættis- mcnn eiga í hlut, sem eru undir verndar- væng órjúfanlegs kerfis. Þessar hugsanir hafa óneitanlega hvarflað að ýmsum, J)egar rætt hefur verið um varan- lega vegagerð undanfarið og raunar um ára- bil. Áhugamenn börðust fyrir tilraunum með olíumöl, í fullri vanþóknun vegamála- stjóra, en ni'i cr sú orusta unnin að nokkru leyti, þeir börðust einnig fyrir tilraunum með snjóblásara, og berjast enn, því þar fer vegamálastjóri cnn i kring um alvöru máls- ins, og nú berjast J)eir fyrir fljótvirkari og ódýrari tækni við lagningu slitlags, enn von- lítilli baráttu. Á meðan er eytt góðu Iiús- verði í hvern varanlegan kílómeter, sem byggður er. Þetta er raunaleg saga, og lull- komið undrunarefni hvernig hún lengist dag frá degi, ár frá ári, án J)ess við sé spornað. Þau úrræði, sem nú er beitt i vegagerð, eru þannig, að seint mun ganga, að bæta vegakerfið. Stefnan virðist vera að byggja vegi fyrir eilífðina fremur en þarfir J)jóðar- innar. Það er tími til kominn að endurmeta ís- lenzka vegagerð.

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.