Frjáls verslun - 01.06.1971, Blaðsíða 12
12
ÍSLAND
FRJÁLS VERZLUN NR. 6 1971
HÚSBYGGJENDUR!
JÁRNKONST í Svíþjóð býður yður rafmagnsofna, sem eru
með þeim fullkomnustu á markaðnum í dag.
L' * .«
Sem dæmi um ágæti þessara ofna má nefna eftirfarandi:
Svokölluð stafaelement eru í ofninum, sem þýðir að mót-
stöðuþráðurinn er steyptur í ,,magnesíuoxid“ í stálröri, en
það ver þráðinn fyrir tæringu loftsins og eykur þar af leið-
andi endinguna margfaldlega.
Engir smellir eða brestir verða þegar ofnarnir hitna eða
kólna.
Termostatið vinnUr aðeins á hluta af innstilltu afli á ofnin-
um þannig að hitasv'eiflumar verða mjög litlar.
Þrjár grundvallargerðir eru til:
HITALISTI, sem er mjór gegnumstreymisofn og hitar loftið
mjög mikið, það er mikið afl í litlum fleti. Hann er ætlaðiur
til notkunar, þar sem snögglega á að hita upp eða í geymsl-
ur, sumarbústaði og því um líkt.
HITAPANILL, gegnumstreymisofn með stærri hitaflöt en
hitalistinn, er ætlaður í vistarverur, þar sem minna er haft
við.
PANILOFN, sem hitar með geislum hefur lágan yfirborðs-
hita og er ætlaður fyrir allar vistarverur.
jr
JOHAN
RÖNNING HF.
Skipholti 15, Reykjavík, sími 25 400.
lenzku. Af tímaritum er ara-
grúi titla, en aðeins nokkur í
umtalsverðu magni, og þá í
rauninni á okkar mælikvarða.
Af tízkublöðum, prjónablöðum
og þess háttar er talsvert keypt,
mest frá þýzkum. Dagblöð eru
hins vegar ekki keypt í veru-
legum mæli, helzt þá yfir há-
sumarið, þegar útlendingar eru
margir staddir hér.
Það eru einkum tveir aðilar,
sem flytja inn erlent lesefni,
annars vegar Innkaupasam-
band bóksala. hins vegar Jón
Þ. Árnason, sem fyrst og fremst
flytur inn þýzk blöð og tíma-
rit. Bókaverzlun Snæbjarnar er
einnig stór innflytjandi á þessu
sviði og fleiri mætti nefna.
Við eftirgrennslan um vin-
sælasta lesefnið, kvaðst Jón
bundinn þagnarkvöð um ein-
takafjölda, og fékkst því eng-
in vitneskja um tízkublöð og
annað lesefni frá Þýzkalandi,
sem selzt hér allnokkuð af.
Grímur Gíslason hjá Innkaupa-
sambandi bóksala kvað það
hins vegar ekkert leyndarmál,
að Andrés Önd væri vinsælast-
ur prentaðra útlendinga 'hér,
en Innkaupasambandið fær
vikulega hátt í 3000 eintök og
seljast þau yfirleitt öll. Önnur
dönsk vikublöð seljast einnig
vel, t. d. Fameliens Journal,
Alt for Damerne, Hjemmet og
Sundags BT, öll yfir 1.000 ein-
tökum. önnur í innan við 1.000
eintökum. Þá selzt töluvert af
mánaðarritum eins og Bo
Bedre og De Beste, um 500
eintök af hvoru. Um 75% af
erlendu lesefni, sem Innkaupa-
samband bóksala flytur inn, er
danskt. Sáralítið er flutt inn
af enskum og amerískum blöð-
um og tímaritum, utan. News-
week og Time, sem seijast í
nálægt 400 eintökum hvort í
lausasölu og sennilega í öðru
eins magni í áskrift. Annað er
helzt ensk knattspyrnublöð og
tímarit.
„Það hefur stórlega dregið úr
innflutningi ameríks lesefnis
síðan Eimskip hætti að sigla á
New York, bandarískir útgef-
endur virðast ekki vita hvar
Norfolk er á hnettinum“, sagði
Grímur Gíslason. Loks spurði
FV Grím um erlend dagblöð.
„Við flytjum aðeins litilsháttar
inn af þeim. helzt helgarútgáf-
um. Það er tæpast grundvöllur
fyrir því, þegar futningskostn-
aðurinn þrefaldar verðið til les-
endanna“.