Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1971, Blaðsíða 41

Frjáls verslun - 01.06.1971, Blaðsíða 41
FRJÁLS VERZLUN NR. 6 1971 GREINAR OG VIÐTÖL 41 Kjöt sett í dósir. . . . . . og síðan soðið í nýrri fullkominni vél, en þarna við hana stendur OIi Valdimarsson verksmiðjustjóri. framleiðslan stendur í stað. Hins vegar höfum við, eins og aðrir framleiðendur hér á Ak- ureyri, átt í erfiðleikum með að koma framleiðslunni héðan. Samgöngur á landi eru oft tepptar, ýmist vegna snjóa eða aurbleytu, og skipaferðir hafa verið í miklum ólestri. Bæði hafa þær verið strjálar og ó- reglulegar, og eins skort mjög á að meðferð vörunnar væri fullnægjandi. Það hefur oft ver- ið gremjulegt og reyndar til tjóns, þegar niðursuðuvörurnar hafa koipið í verzlanirnar í dós- unum öllum beygluðum með rifnum merkingum. Það er hreint ekki skemmtileg kynn- ing á vörunni, og getur eyði- lagt ótrúlega mikið. En vænt- anlega standa sjóflutningarnir Niðursuðuvörur frá KEA komnar í verzlun í Reykjavík. til bóta með tilkomu nýju skip- anna, Esju og Heklu. ÓTAKMARKAÐIR MÖGULEIKAR. „Fyrir utan það, að nokkuð er farið að bera á hráefnisskorti tíma og tíma, er það stærsta vandamál stöðvarinnar, eins og annars kjötiðnaðar í landinu, að hráefnið er yfirleitt ekki nógu gott. Þó held ég að ég geti fullyrt, að kjöframleiðslan hér á Norðurlandi er mjög góð á þann mælikvarða sem hefur verið og er lagður á kjötfram- leiðslu hér á landi. En gallinn er sá, að þessi mælikvarði er ekki nógu strangur,“ sagði Óli Valdimarsson verksmiðjustjóri. „Við vinnum kindakjöt, naut- gripakjöt og svínakjöt, annað kjöt kemur ekki hingað inn fyr- ir dyr, nema þá beint til sölu- meðferðar, eins og kjúklinga- kjöt. Það á við bæði um kinda- kjötið og nautgripakjötið, að framleiðsla þess er ekki endi- lega aðalatriði, áherzlan er einnig á gærum, skinnum, ull og auðvitað mjólk, og þar að auki er þunginn metinn um- fram gæðin, Það skortir greini- lega samræmingu í þessum efn- ujm og endurskoðun á mati kjöts, með tilliti til þess hvern- ig á að nýta það og hvernig unnt er að nýta það til þess að skapa sem fjölbreyttasta, bezta og hagkvæmasta vöru, hagkvæmasta fyrir alla aðila. Þessi atriði verður að taka til meðferðar fyrr eða síðar, til þess að kjötiðnaður geti þró- azt hér eðlilega og allir fengið sitt.“ „Svinakjötið, hefur verið bætt tii mikilla muna undanfar- ið, með betri aðbúð og fóðrun, og ég tel að það verði ekki bætt meira nema með kynbót- um.“ „Aðstaðan hér í Kjötiðnaðar- stöðinni er frábær, og stendur ekki að baki því bezta, sem ég hef séð erlendis. Vélakostur er mjög fullkominn, en þar má lengi bæta við, og við höfum húsrými til verulegrar aukning- ar enn. Nú síðast fengum við stóra suðuvél, fyrir rúmar 3 milljónir, þar sem við sjóðum dósamatinn í dósunum. Dósirn- ar eru á stöðugri hreyfingu 1 suðunni, þannig að suðan verð- ur jöfn og innihaldið sezt ekki. Og við eigum von á viðbót enn.“ „Við höfum 50 fasta starfs- menn og í sumar eru 9 til af- leysinga. Framleiðslan í fyrra var 403.561 kg. af ýmsum mat- vælum, auk 294.850 dósa af niðursuðuvörum. Og verðmæti framleiðslunnar það ár var 74 milljónir króna.“ „Það má segja, að möguleik- arnir séu ótæmandi, til að framleiða fjölbreytta úrvals- vöru, þ.e.a.s. ef hráefnið verð- ur lagað að aðstæðunum, sem hlýtur að verða gert. Það er mál málanna í kjötiðnaðinum, og þá ekki aðeins varðandi inn- anlandsmarkað, heldur einnig til framleiðslu á erlendan mark- að. Þar eigum við ýmsa mögu- leika sem við höfum þegar rek- izt á. í rauninni þyrfti ekki að flytja út neitt kjöt óunnið, og sama þótt kjötframleiðslan yk- ist talsvert.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.