Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1971, Blaðsíða 45

Frjáls verslun - 01.06.1971, Blaðsíða 45
FRJÁLS VERZLUN NR. 6 1971 GREINAR OG VIÐTÖL 45 og þykja ákaflega létt og ein- föld í notkun. Við höfum veitt byggingameisturum leiguþjón- ustu á mótahlutum og hefur það reynzt þeim hagkvæmt. Þar sem tengimótin eru inn- lend framleiðsla þróast þau að sjálfsögðu eftir aðstæðum. Fyr- ir nokkru hófum við fram- leiðslu á ódýrari gerð tengi- móta þar sem tréuppistöður eru notaðar í stað stáluppi- staða áður. Þessa nýjung voru byggingameistarar fljótir að notfæra sér, enda er hún meira hugsuð fyrir byggingu eins húss í einu. í greinargerð, sem verkfræðingur Iðnaðarmála- stofnunar ísiands gerði 1960 um hvað tengimótin gætu spar- að miðað við vírmót, segir hann að varlega áætlað gæti sparn- aður numið 65 milljónum króna á ári eða um 200 milljónum í verðgildi peninga í dag. Loks spurðum við Agnar Breiðfjörð hvort hann kynni einhver önnur ráð til þess að lækka byggingakostnaðinn. Til þess að lækka bygginga- kostnaðinn verður maður að sjálfsögðu fyrst og fremst að nota til fullnustu þá tækni sem reynist hagkvæmust við staðhætti okkar íslendinga. Nauðsynlegt er að breyta kerfi því, sem tíðkast hefur í bygg- ingariðnaðinum, svo ný og bætt tækni, — sem leiðir af sér tímasparnað til lækkunar á byggingakostnaði, geti náð tilætluðum árangri. Loks má geta þess að fyrirfram gerð tímaáætlun og aukin undirbún- ingsvinna reynast lækka bygg- ingakostnaðinn, sagði Agnar Brei^fjörð að lokum. BYGGING AMEIST ARI Framhald af bls. 35 boðið mönnum að smíða fyrir þá með 10-15% afslætti, ef samið er um kaup á mörgum einingum. Yfirleitt getum við ekki notfært okkur þetta vegna féleysis. Kæmi ekki til greina að byggingarfélög tækju sig sam- an um að semja sameiginlega við þessi verkstæði? Það stóð lengi til, en enn sem komið er hefur ekkert orðið úr framkvæmdum. í framhaldi af því sem ég sagði um reksturs- breytingar langar mig til að bæta því við, að ég tel að nægi- legt framboð á lóðum myndi stuðla að lækkun byggingar- kostnaðarins. Einnig myndi samræming í gerðum íbúða vera æskileg og stuðla að lækk- un byggingarkostnaðar. Þá mæli ég með tiltölulega litlum byggingafélögum, en þau stuðla að eðlilegri sam- keppni. Er mikið að gera hjá bygg- ingameisturum í dag? Það er geysilega mikið að gera um þessar mundir hjá byggingameisturum almennt. Við byggjum aðallega fjölbýlis- hús til sölu, en að mínum dómi er þörf á að skipuleggja stór hverfi með góðum einbýlishús- urn hér í borginni. Á undanförnum árum hefur of lítið verið skipulagt af ein- býlis'húsahverfum og með því móti hefur Reykjavíkurborg misst af mörgum háum skatt- greiðendum suður í Garða- hrepp og á önnur svæði utan við borgarmörkin. Byggja íslendingar stórt? Nokkuð margir byggja óeðli- lega stór einbýliShús. Þegar ein- býlishús er komið upp í 300 fer- metra er það orðið óhóflega stórt. Meðalstærð á einbýlis- húsum ætti að vera 150-160 fermetrar, en hins vegar tel ég æskilegt að hafa tvær bíla- geymslur á hverju heimili. BYGGINGAVÖRUR Framliald af bls. 35 voru bundin við ákveðin Aust- ur-Evrópulönd. Nú hefur þetta breytzt mjög til batnaðar og eins og ég hef áður sagt er úr- val hér nú á heimsmælikvarða. Hitt er svo aftur annað mál. að íslendingar eru dálítið íhalds- samir og forðast miklar breyt- ingar. Kemur þetta nokkuð fram í vali þeirra á vörum, en íslendingar kunna þó mjög vel að meta góða og trausta vöru og er það vel að mögulegt skuli vera að uppfylla óskir þeirra í því sambandi nú. Skortir ekki samræmdar upplýsingar, þegar fólk er að velja? Ég tel að ekki sé nægilega vel séð fyrir þessari grein málsins. Þegar fólk er í bygg- ingahugleiðingum gengur það búð úr búð til þess að kynna sér hvað er á boðstólum. Að- vísu er til hlutlaus bygginga- þjónusta sem Arkitektafélag íslands rekur, en arkitektar verða að vera mjög varasamir til þess að vera ekki hlutdræg- ir og að mínu áliti þyrfti ein- hver annar aðili að sjá um þjónustu þessa. Detta mér þá t. d. Neytendasamtökin í hug, 2 ^2sinnui LENGRI LÝSIN n neOex 2500 klukkustunda lýsing við eðlilegar aðstæður (Einu venjulegu perurnar framleiddar fyrir svo langan lýsingartíma) NORSK ÚRVALS HÖNNUN Heildsala Smásala Einar Farestveit & Co Hf Bergstaðastr. 10A Sími 16995 LEIÐAIXIDI MAT- OG MÝLEMDLVÖRU- HEILDVERZLLM SÍÐAM 1912 Nathan & Olsen hf. Armúla 8, Reykjavík. Sími 81234.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.