Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1971, Síða 45

Frjáls verslun - 01.06.1971, Síða 45
FRJÁLS VERZLUN NR. 6 1971 GREINAR OG VIÐTÖL 45 og þykja ákaflega létt og ein- föld í notkun. Við höfum veitt byggingameisturum leiguþjón- ustu á mótahlutum og hefur það reynzt þeim hagkvæmt. Þar sem tengimótin eru inn- lend framleiðsla þróast þau að sjálfsögðu eftir aðstæðum. Fyr- ir nokkru hófum við fram- leiðslu á ódýrari gerð tengi- móta þar sem tréuppistöður eru notaðar í stað stáluppi- staða áður. Þessa nýjung voru byggingameistarar fljótir að notfæra sér, enda er hún meira hugsuð fyrir byggingu eins húss í einu. í greinargerð, sem verkfræðingur Iðnaðarmála- stofnunar ísiands gerði 1960 um hvað tengimótin gætu spar- að miðað við vírmót, segir hann að varlega áætlað gæti sparn- aður numið 65 milljónum króna á ári eða um 200 milljónum í verðgildi peninga í dag. Loks spurðum við Agnar Breiðfjörð hvort hann kynni einhver önnur ráð til þess að lækka byggingakostnaðinn. Til þess að lækka bygginga- kostnaðinn verður maður að sjálfsögðu fyrst og fremst að nota til fullnustu þá tækni sem reynist hagkvæmust við staðhætti okkar íslendinga. Nauðsynlegt er að breyta kerfi því, sem tíðkast hefur í bygg- ingariðnaðinum, svo ný og bætt tækni, — sem leiðir af sér tímasparnað til lækkunar á byggingakostnaði, geti náð tilætluðum árangri. Loks má geta þess að fyrirfram gerð tímaáætlun og aukin undirbún- ingsvinna reynast lækka bygg- ingakostnaðinn, sagði Agnar Brei^fjörð að lokum. BYGGING AMEIST ARI Framhald af bls. 35 boðið mönnum að smíða fyrir þá með 10-15% afslætti, ef samið er um kaup á mörgum einingum. Yfirleitt getum við ekki notfært okkur þetta vegna féleysis. Kæmi ekki til greina að byggingarfélög tækju sig sam- an um að semja sameiginlega við þessi verkstæði? Það stóð lengi til, en enn sem komið er hefur ekkert orðið úr framkvæmdum. í framhaldi af því sem ég sagði um reksturs- breytingar langar mig til að bæta því við, að ég tel að nægi- legt framboð á lóðum myndi stuðla að lækkun byggingar- kostnaðarins. Einnig myndi samræming í gerðum íbúða vera æskileg og stuðla að lækk- un byggingarkostnaðar. Þá mæli ég með tiltölulega litlum byggingafélögum, en þau stuðla að eðlilegri sam- keppni. Er mikið að gera hjá bygg- ingameisturum í dag? Það er geysilega mikið að gera um þessar mundir hjá byggingameisturum almennt. Við byggjum aðallega fjölbýlis- hús til sölu, en að mínum dómi er þörf á að skipuleggja stór hverfi með góðum einbýlishús- urn hér í borginni. Á undanförnum árum hefur of lítið verið skipulagt af ein- býlis'húsahverfum og með því móti hefur Reykjavíkurborg misst af mörgum háum skatt- greiðendum suður í Garða- hrepp og á önnur svæði utan við borgarmörkin. Byggja íslendingar stórt? Nokkuð margir byggja óeðli- lega stór einbýliShús. Þegar ein- býlishús er komið upp í 300 fer- metra er það orðið óhóflega stórt. Meðalstærð á einbýlis- húsum ætti að vera 150-160 fermetrar, en hins vegar tel ég æskilegt að hafa tvær bíla- geymslur á hverju heimili. BYGGINGAVÖRUR Framliald af bls. 35 voru bundin við ákveðin Aust- ur-Evrópulönd. Nú hefur þetta breytzt mjög til batnaðar og eins og ég hef áður sagt er úr- val hér nú á heimsmælikvarða. Hitt er svo aftur annað mál. að íslendingar eru dálítið íhalds- samir og forðast miklar breyt- ingar. Kemur þetta nokkuð fram í vali þeirra á vörum, en íslendingar kunna þó mjög vel að meta góða og trausta vöru og er það vel að mögulegt skuli vera að uppfylla óskir þeirra í því sambandi nú. Skortir ekki samræmdar upplýsingar, þegar fólk er að velja? Ég tel að ekki sé nægilega vel séð fyrir þessari grein málsins. Þegar fólk er í bygg- ingahugleiðingum gengur það búð úr búð til þess að kynna sér hvað er á boðstólum. Að- vísu er til hlutlaus bygginga- þjónusta sem Arkitektafélag íslands rekur, en arkitektar verða að vera mjög varasamir til þess að vera ekki hlutdræg- ir og að mínu áliti þyrfti ein- hver annar aðili að sjá um þjónustu þessa. Detta mér þá t. d. Neytendasamtökin í hug, 2 ^2sinnui LENGRI LÝSIN n neOex 2500 klukkustunda lýsing við eðlilegar aðstæður (Einu venjulegu perurnar framleiddar fyrir svo langan lýsingartíma) NORSK ÚRVALS HÖNNUN Heildsala Smásala Einar Farestveit & Co Hf Bergstaðastr. 10A Sími 16995 LEIÐAIXIDI MAT- OG MÝLEMDLVÖRU- HEILDVERZLLM SÍÐAM 1912 Nathan & Olsen hf. Armúla 8, Reykjavík. Sími 81234.

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.