Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1971, Blaðsíða 61

Frjáls verslun - 01.06.1971, Blaðsíða 61
FRJÁLS VERZLUN NR. 6 1971 GREINAR OG VIÐTÖL 61 íþróttir: Golf „Þetta er mjög góð skemmtun, en einnig holl líkamsrækt64 Rætt við Pál Ásgeir Tryggva- son og Jóhann Eyjólfsson, formann og ritara Golfsam- bands íslands. Tveir félagar sem höfðu leik- ið golf saman um árabil stóðu dýríegan laugardag á golfbraut- inni sem lá með þjóðveginum og annar var að búa sig undir að leika að par 4 holu. Allt í einu birtist líkfylgd á veginum, og í stað þess að slá kúluna tók hann ofan hattinn og laut höfði þar til líkfylgdin hafði farið framhjá. Vinur hans stóð undr- andi við hlið hans, en sagði ekkert fyrr en bílalestin var 'horfin, þá sneri hann sér að honum: Heyrðu Jack, hvernig stend- ur á þessu? Við höfum leikið golf hér um árabil. og það hafa margar líkfylgdir farið fram hjá okkur, en ég hef aldrei séð þig gera þetta áður. Hinn leit á hann, brosti dap- urlega og sagði: En hún var mér alltaf svo góð eiginkona. Líklega er þessi saga eitthvað orðum aukin. en ef þú hittir fyrir reglulegan „golf maniac“ þá er alveg eins víst að hon- um þyki hún ekkert ótrúleg. Hitt kann leikmönnum að þykja ótrúlegt, hversu sterkum tökum golfið getur náð á þeim sem stunda það. SÍÐAN UM 1930. Golf var fyrst leikið á íslandi (svo vitað sé) upp úr 1930, og árið 1934, var Golfklúbbur Reykjavíkur stofnaður. Aðal- hvatamenn að stofnun hans voru læknarnir Gunnlaugur Einarsson, sem var fyrsti for- maður. og Valtýr Albertsson. Þeir voru ekki margir í fyrstu kylfingarnir, en golf nýtur nú mikilla vinsælda og það eru rúmlega þúsund menn og kon- ur sem stunda það í þrettán klúbbum, víðsvegar um landið. ERFIÐ BERNSKA. Núverandi formaður Golf- sambandsins er Páll Ásgeir Tryggvason, og hann kann frá mörgu að segja um upphaf golfíþróttarinnar á íslandi, auk þess sem það er svo til ómögu- legt að stöðva hann þegar hann fer að tala um framtíðina, því eins og sagan hér að framan bendir til, eru golfmenn mjög áhugasamir. Golfklúbbur Reykjavíkur kom sér fyrst upp aðstöðu í Laugardal, en varð að hverfa þaðan þegar borgin tók að vaxa. Fékk hann þá svæði norð- austur af Öskjuhlíð og reistu félagarnir sér þar skála, en borgin elti þá á röndum og þeir urðu að taka upp sitt hafurtask og lentu nú inn í Grafarholti, Nú á að vanda sig! þar sem þeir eru enn. Það ligg- ur í hlutarins eðli að það er auðveldara að flytja ýmsa hluti aðra en golfvelli, og þótt borg- in greiddi þeim nokkrar skaða- bætur vegna landsins sem þeir urðu að gefa upp, nægði það hvergi til að koma upp velli í Grafarholti, enda mun leitun að verra landsvæði til þess. Jörðin er þarna mjög grýtt og ófrjó og veturinn leikur völlinn hart, því frostið þrýst- ir grjóti upp úr jörðinni og verða því árlega miklar skemmdir. Allt þetta umstang þýddi að golfið lenti í lægð á tímabili, enda er Golfklúbbur Reykja- víkur skuldum vafinn. Jóhann Eyjólfsson, ritari Golfsambands ins, hefur þó ekki frekar en Páll, alltof miklar áhyggjur af því. Þetta er auðvitað leiðinda- baggi, en með þeim nýju félög- um sem sífellt bætast í hópinn, verða þeir erfiðleikar brátt úr sögunni, og þá verður smám saman hægt að koma upp góðri aðstöðu. HÆFILEG OG HOLL ÍÞRÓTT Þeir félagar eru mjög og innilega sammála um gildi golf- íþrótt fyrir alla fjölskylduna.: 18 holu leikur, 7 kílómetra gang- ur — og allmargar sveiflur, ásamt fersku lofti í lungun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.