Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1971, Blaðsíða 66

Frjáls verslun - 01.06.1971, Blaðsíða 66
66 FRJÁLS VERZLUN NR. 6 1971 FRÁ RITSTJÓRIXI Samband við fjölmiðla er mikilvægt Atvinnurekendur hér á landi sem annars staðar kvarta oft og iðulega undan meðferð fjölmiðla á atvinnurekstrinum, röngum frá- sögnum og ályktunum og þar fram eftir göt- unum, sem óneitanlega kemur illa við at- vinnurekendur, sérstaklega þegar ranghverf- an breiðist út meðal almennings og mótar í aðalatriðum álit hans og viðhorf. Þetta ber oft á góma í samtökum atvinnurekenda, á hvaða sviði sem þeir eru. Og þetta er vanda- mál, sem atvinnurekendur gera sér mæta vel Ijóst, þó að sjálfsögðu einkum þegar harðast er sótt að þeim. Það er hins vegar staðreynd, að atvinnu- rekendur geta ekki sízt sjálfum sér um kcnnt. Þar sem stöðugt og gott samband ríkir við fjölmiðlana koma sjaldan fyrir á- rekstrar, en þar scm sambandið er verra, oftar. Gott samband við fjölmiðla er eina rökrétta leiðin til þess að koma í veg fyrir ranga málsmeðferð, frá sjónarhóli þess, sem er til umræðu. A þctta samband hefur skort frá hálfu atvinnurekenda hér á landi, og svo er víðar, t. d. á hinum Norðurlöndunum. Sala blaðs eða tímarits, eða hlustun á út- varp og sjónvarp, byggist á því, iivort efnið er gott eða ekki. En það eru ekki eingöngu blaðamenn, sem finna þetta efni, og þeir ráða því alls ekki hvaða efni er lélegt. Það sem mestu ræður er forvitni fólks og eðlis- læg þörf þess fyrir vissa sviðsetningu mála. Gagnvart þessu ríkir hins vegar eðlileg var- kárni af hálfu flestra, sem í sviðsljósinu standa á hverjum tíma. En sú varkárni geng- ur einnig oft of langt, og það hefur löngum verið útbreidd skoðun meðal atvinnurekenda, að sá sem Ijyggi að sínu í friði og spekt, þyrfti ekki að hafa áhyggjur. Gallinn við jjetta er sá, að enginn veit hvenær friðurinn cr úti. Og þegar iiami er úti, stendur sá illa að vígi, sem hvorki hefur þekkingu né að- stöðu til að bregðast við, og það kann jafn- vcl að vera algerlega um seinan. Þess vegna er nauðsynlegt, að vera jafnan búinn undir ófriðinn, af hvaða tagi sem hann er. Sá und- irbúningur felst fyrst og fremst í því, að lialda uppi góðu sambandi við fjölmiðlana hvernig sem á stendur, vaka með þjóðinni í blíðu og stríðu og líta á það sem nauðsyn að liún viti jafnan það sem réttast er. At- vinnurekstur, smá og stór, er ekki einkamál eins eða neins, og þar á ekki að vcra neinu að leyna. Atvinnureksturinn þrífst ekki af sjálfu sér og hann þarf að liafa sinn grund- völl, rétt eins og þeir sem að honum vinna þurfa sitt viðurværi og sina lifsaðstöðu. Sam- bandsleysi þarna á milli á ekki að geta átt sér stað, livað sem líður skiptum skoðunum og mismunandi hagsmunum i einstaka atrið- um. Óþarft er að deila um það, að almennt séð hafa fjöhniðlarnir grundvallaráhrif mcð el'n- isflulningi sínum. Þar er vettvangurinn, sem engum má gleymast og enginn getur til lang- frama sniðgengið í þögn án þess að lenda á súru epli. Vitanlega eru tengslin í gegn um fjölmiðlana ekki einhlýt, en þau skipta höf- uðmáli. Byggingariðnaðurinn berst við sömu vandamál, en ný viðhorf eru að skapast I þessu tölublaði EV er með ýmsum hætti fjallað um málefni byggingariðnaðarins, líkt og gert var fyrir ári. Það kemur í ljós við samanburð, að hyggingariðnaðurinn berst enn við sömu vandamál og um ár og áratugi, og hefur ekki enn fengið þann byr, isern nægir til þess að Ihann geti framleitt nægilegt húsnæði lianda landsmönnum, og á nógu hagkvæmu verði. Þó eru ný viðhorf að skapast, með breytingum á löggjöf um Ilúsnæðismálastofnun m. a., en mikið velt- ur á beitingu þeirrar löggjafar. Ört vaxandi starfsemi lífeyrissjóða hefur einnig geysi- lega þýðingu, en fjármagn þeirra rennur enn eftir krókaleiðum til byggingariðnaðar- ins, ein og fjármagn opinbera lánakerfis- ins gerir enn i meginatriðum. Efiling spui'ning um fé, heldur livernig fénu er byggingariðnaðarins virðist ekki vera beitt, bæði lánsfé til íbúðarhúsnæðis og fé lil framkvæmda við skipulag og undirbún- ing byggingarsvæða. Þetta er vissulega stór spurninig, en hvers vegna gengur mönnum svo raunalega illa að svara henni á viðeig- andi hátt — með raunverulegum aðgerð- um? Það er enn stærri spurning.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.