Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1971, Blaðsíða 8

Frjáls verslun - 01.06.1971, Blaðsíða 8
8 Vegamál ISLAND FRJÁLS VERZLUN NR. 6 1971 Kílómeterinn í varanlegum veg- um kostar „allt á milli himins og jarðar44, lítil nýjungagirni Vegirnir á fslandi, þetta slag- æðakerfi smáþjóðarinnar í stóra hrjóstruga landinu norður við heimsskautsbaug, vegirnir okkar, eru hörmulegir á mæli- kvarða 71. ársins á 20. öld. Samt er varið vel hálfum millj- arði til vegamála á ári. Þessi misserin eru að hefjast svokallaðar hraðbrautafram- kvæmdir, og jafnframt á nú að gera næstu ár nokkur átök í byggingu betri malarvega út um land, og er það í framhaldi af malarvegagerð skv. Vest- fjarðaráætlun og gerð ýmissa spotta hingað og þangað. Það á sem sé að koma á þetta ein- hverjum skrið, og þykir að vonum tími til kominn. Varðandi þessi áform, hefur það vakið ei litla athygli, að sumar framkvæmdirnar eru svimandi dýrar meðan aðrar eru nokkurn veginn jarðbundn- ar. Að vísu eru aðstæður til vegagerðarinnar æði mismun- andi, og áætluð notkun af ýmsu tagi, þannig að mismikið er í vegina borið. Og auðvitað hlýt- ur að vera munur á því. hvort slitlagið er möl eða malbik. En er það nokkur hemja að einn kílómeter í einum vegi kosti 20 milljónir meðan annar kíló- meter í öðrum vegi kostar 2? Erum við ekki að reisa okkur hurðarás um öxl með hreinum og beinum mannalátum? Þess- ar spurningar brenna á vörum fólks. Sumir hafa leyft sér að svara fyrri spurningunni með neii og seinni spurningunni með jái. En yfirmenn vegamála eru á öndverðum meiði, og bera fyr- ir sig rök utan úr heimi, þótt þeir hlusti annars ekki á öll rök utan úr heimi. íslenzk svör eru fá og fábrotin, enda hafa tilraunir í vegagerð og vegavið- haldi hér á landi verið vanrækt- ar. Þarf ekki að benda á ann- að en það, að af 2.7 milljónum króna, sem voru til ráðstöfun- ar í slíkar tilraunir í fyrra, voru aðeins notuð 600 þúsund. Það er hreint hlægilegt, en ekkert nýtt. Hvort á að teppaleggja íslcnzka vegakerfið. eins og stofugólf, eða fara einhvern niilliveg? Það á að halda áfram að veria vfir hálfnm milliarði króna til vegamála á ári. og nú á einnig að taka stórlán. af bví að bað á að gera átak í varanlpprj veeapprð og af bví að átakið er ekki á tombólu- verði. En er allur bessi Den- ingaaust.ur réttlætanlpgur. beg- ar miðað er við það, hvernig að framkvæmdunum er staðið samanborið við aðstæður. barfir og efni okkar fslendinga? Enginn barf að efast um nauð- syn varanlegrar vegagerðar, hún er krafa allra. En þegar það kostar 2 milliónir að ýta udd vegarstæði og bera í tvö- falt malarlag, úti á landi. og ekkert haggast er ekki unnt að sjá, hvernig það getur kostað 18 milljónir að malbika. Og sem betur fer er landrými hvergi svo af skornum skammti enn sem komið er, að vegina þurfi að leggja bara þar sem smuga er gegnum byggð, Auð- vitað er ekki heldur unnt að fara beint af augum. En fyrr má nú rota en dauðrota. Það er grunur margra, að við getum með sæmd lagt okk- ar eigin vegi við eigin aðstæð- ur án þess að rýja okkur inn að skyrtunni, gert þanmg full- nægjandi og fullboðlega vegi, þótt þeir standist e. t. v. ekki nákvæmlega kröfur eilífðarinn- ar. Enda kemur fólk eftir þetta fólk. Og það er alla vega meira en 600 þúsund króna virði, að leita ódýrari úrræða en nú er beitt. Bankakerfíft Með nærri 20 mill|arða I Fjármálatíðindum, sem ný- lega komu út, eru ítarlegar töfl- ur yfir stöðu bankakerfisins síðasta áratug og allt til marz- loka á þessu ári. Þar kemur m. a. fram, að bankakerfið var með 19.172 milljónir króna undir 31. marz sl., sem er rúmlega 45.3% hærri upphæð en sama dag fyrir tveim árum og rúmlega 22.6% hærri en fyrir ári. í þessum 19.172 milljónum eru eignir taldar „lán Seðla- bankans til ríkissjóðs, fjárfest- ingarstofnana og annai'ra" 832 milljónir, „heildarútlán inn- lánsstofnana“ 16.918 milljónir, „annað, nettó“ -r- 2.155 milljón- ir, „erlendar eignir, nettó“ 3.577 milljónir, eða samtals 19.172 milljónir. Skuldir eru „sparifé“ 13.860 milljónir og „peningamagn" 5.312 milljónir. Undir bankakerfið falia Seðlabankinn. viðskiptabank- ar, sparisjóðir og innlánsdeild- ir kaupfélaga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.