Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1971, Síða 15

Frjáls verslun - 01.09.1971, Síða 15
ÚTLÖIMD Skipasmíðar Geysileg eftirspurn eftir olíu- skipum, milljón lesta skip ekki langt framundan Eftirspurn eftir oliu tvöfald- ast með hverjum áratugnum, sem líður og þar sem mest af ol- íunni er flutt með skipum um allan heim á markaðina, kepp- ast olíufélögin og skipaeigendur við að stækka flota sinn til að geta mætt hinni stórauknu flutningaþörf árið 1980, en þá er áætlað að olíuframleiðslan í heiminum verði um 75 milljarð- ar tunna á dag. Um þessar mundir eru í smíðum víða um heim 380 olíu- skip, sem afhendast á þessu ári, þar af eru 100 meira en 200 þúsund lestir að stærð. Ýmsum kann að finnast þetta einkennilegt, þegar tillit er tek- ið til þess að flutn.gjöld um þessar mundir eru þau lægstu um 15 ára skeið (FV 8. tbl.). Skýringuna segja olíuskipaeig- endur vera þá að miklar birgð- ir hafi safnazt fyrir í Evrópu í ár, vegna þess að veðurfar var sérstaklega milt sl. vetur og því ekki eins mikil eftirspurn. Þetta telja þeir aðeins tíma- bundið fyrirbæri og allir vilja verða tilbúnir með skip sín, þegar eftirspurnin fer að auk- ast á ný. T. d. má nefna að ýms- ar skipasmíðastöðvar hafa nú fyrirliggjandi pantanir á skip- um, sem afhenda á árið 1975. Þessi mikla eftirspurn eftir oliuskipum krefst gífurlegs fjár- magns, sem skapar tvö höfuð- vandamál. Skipasmíðastöðvarn- ar eru farnar að setja miklu strangari greiðsluskilmála. Við staðfestingu pöntunar verður nú að greiða 10—40% út og gerð er krafa til örari greiðslna meðan á smíði stendur og end- anlegt uppgjör við afhendingu skipsins. Hitt vandamálið er að verðbólgan þjarmar mjög að skipaeigendum og skipasmíða- stöðvum. Verð á smiðalest hef- ur tvöfaldast á sl. 5 árum og hækkunin er svo ör að flestar skipasmíðastöðvar setja verð- bólguklausu í samninginn við undirskrift. -&• Vartdamál Þessir ströngu greiðsluskil- málar eru skipaeigendum eðli- lega mikið áhyggjuefni. Brezk- ur skipaeigandi sagði nýlega að það væri enn hægt að finna skipasmíðastöðvar. sem aðeins þyrfti að greiða 15% við undir- skrift og afganginn við afhend- ingu, en rniklu algengara er að greiða 10% við undirskrift, 30% meðan á smíði stendur og 60% við afhendingu. Þetta er sæmileg upphæð, er haft er í huga að 200 þúsund lesta olíu- skip kostar 35 milljónir dollara í dag. (Fyrir 5 árum var verð- ið í Japan 14 milljónir dollara). 35% af öllum olíuskipum eru smíðuð í Japan og Japanir eru orðnir langharðastir í kröf- um sínum og Mitsbishi, sem er stærsta skipasmíðastöðin krefst 30—40% greiðslu við samnings- undirskrift. Helmingi dýrari Shell olíufélagið á nú 18 risa- skip í smíðum, sem kosta um 1,2 milljarða dollara. Þau eru öll 250 þúsund lestir að stærð og kosta helmingi meira en 200 þúsund tonna skipin, sem fé- lagið lét smíða árið 1965. Japanir eru eina skipasmíða- þjóðin, sem enn hefur ekki sett verðbólguklausuna inn í smíða- samningana, en evrópskar stöðvar þar sem 61% af öllum skipum eru smíðuð krefjast tryggingar fyrir allt að 60% verð- og launahækkana með- an á smíði skipanna stendur. 350 þúsund tonna olíuskip í smíðum á Spáni. FV 9 1971 13
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.