Frjáls verslun - 01.09.1971, Qupperneq 15
ÚTLÖIMD
Skipasmíðar
Geysileg eftirspurn eftir olíu-
skipum, milljón lesta skip ekki
langt framundan
Eftirspurn eftir oliu tvöfald-
ast með hverjum áratugnum,
sem líður og þar sem mest af ol-
íunni er flutt með skipum um
allan heim á markaðina, kepp-
ast olíufélögin og skipaeigendur
við að stækka flota sinn til að
geta mætt hinni stórauknu
flutningaþörf árið 1980, en þá
er áætlað að olíuframleiðslan í
heiminum verði um 75 milljarð-
ar tunna á dag.
Um þessar mundir eru í
smíðum víða um heim 380 olíu-
skip, sem afhendast á þessu
ári, þar af eru 100 meira en
200 þúsund lestir að stærð.
Ýmsum kann að finnast þetta
einkennilegt, þegar tillit er tek-
ið til þess að flutn.gjöld um
þessar mundir eru þau lægstu
um 15 ára skeið (FV 8. tbl.).
Skýringuna segja olíuskipaeig-
endur vera þá að miklar birgð-
ir hafi safnazt fyrir í Evrópu í
ár, vegna þess að veðurfar var
sérstaklega milt sl. vetur og
því ekki eins mikil eftirspurn.
Þetta telja þeir aðeins tíma-
bundið fyrirbæri og allir vilja
verða tilbúnir með skip sín,
þegar eftirspurnin fer að auk-
ast á ný. T. d. má nefna að ýms-
ar skipasmíðastöðvar hafa nú
fyrirliggjandi pantanir á skip-
um, sem afhenda á árið 1975.
Þessi mikla eftirspurn eftir
oliuskipum krefst gífurlegs fjár-
magns, sem skapar tvö höfuð-
vandamál. Skipasmíðastöðvarn-
ar eru farnar að setja miklu
strangari greiðsluskilmála. Við
staðfestingu pöntunar verður
nú að greiða 10—40% út og
gerð er krafa til örari greiðslna
meðan á smíði stendur og end-
anlegt uppgjör við afhendingu
skipsins. Hitt vandamálið er að
verðbólgan þjarmar mjög að
skipaeigendum og skipasmíða-
stöðvum. Verð á smiðalest hef-
ur tvöfaldast á sl. 5 árum og
hækkunin er svo ör að flestar
skipasmíðastöðvar setja verð-
bólguklausu í samninginn við
undirskrift.
-&• Vartdamál
Þessir ströngu greiðsluskil-
málar eru skipaeigendum eðli-
lega mikið áhyggjuefni. Brezk-
ur skipaeigandi sagði nýlega að
það væri enn hægt að finna
skipasmíðastöðvar. sem aðeins
þyrfti að greiða 15% við undir-
skrift og afganginn við afhend-
ingu, en rniklu algengara er að
greiða 10% við undirskrift,
30% meðan á smíði stendur og
60% við afhendingu. Þetta er
sæmileg upphæð, er haft er í
huga að 200 þúsund lesta olíu-
skip kostar 35 milljónir dollara
í dag. (Fyrir 5 árum var verð-
ið í Japan 14 milljónir dollara).
35% af öllum olíuskipum
eru smíðuð í Japan og Japanir
eru orðnir langharðastir í kröf-
um sínum og Mitsbishi, sem er
stærsta skipasmíðastöðin krefst
30—40% greiðslu við samnings-
undirskrift.
Helmingi dýrari
Shell olíufélagið á nú 18 risa-
skip í smíðum, sem kosta um
1,2 milljarða dollara. Þau eru
öll 250 þúsund lestir að stærð
og kosta helmingi meira en 200
þúsund tonna skipin, sem fé-
lagið lét smíða árið 1965.
Japanir eru eina skipasmíða-
þjóðin, sem enn hefur ekki sett
verðbólguklausuna inn í smíða-
samningana, en evrópskar
stöðvar þar sem 61% af öllum
skipum eru smíðuð krefjast
tryggingar fyrir allt að 60%
verð- og launahækkana með-
an á smíði skipanna stendur.
350 þúsund tonna olíuskip í smíðum á Spáni.
FV 9 1971
13