Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1971, Side 44

Frjáls verslun - 01.09.1971, Side 44
Sýningar Fróðleg en ósamstæð vörusýning Alþjóðlega vörusýningin — Reykjavík 1971, stóð frá 26. ágúst til 12. september. Nærri þriðjungur þjóðarinnar, eða 64 þúsund manns, skoðaði sýning- una, og gefur það vísbendingu um, að hún hafi líkað í aðal- atriðum vel. Erlendir sýnendur undruðust mjög þessa aðsókn, samanborið við fámenni þjóðar- innar, og voru sammála því, sem haldið hefur verið fram, að hér væri um sérstakt fyrir- bæri að ræða á alþjóðlegan mælikvarða. Margir sýnendur gerðu veru- leg viðskipti meðan á sýning- unni stóð, sumir langt um meiri en við var búizt. Þorri sýnenda var ánægður með árangurinn, en hann á þó væntanlega eftir að koma betur í ljós í kjölfar sýningarinnar. Afrakstur Kaupstefnunnar — Reykjavík hf. var ekki mikill eftir sýninguna, að sögn for- ráðamanna. Kostnaður fór langt úr böndum. Meginástæðan er talin sú, að sýningin var mjög viðamikil vegna fjölbreytninn- AEG og Telefunken. Húsgögn í poptjaldinu. ar, og e. t. v. full ósamstæð. Kaupstefnan — Reykjavík hf. mun um næstu áramót bjóða út heimilis- og matvæla- sýningu haustið 1973. Standa vonir til, að þegar sú sýning verður haldin, verði búið að byggja 1300 ferm. leikfimihús við Laugardalshöllina, og að þá verði aðstaða betri en nú til þess að skapa samstæðari sýn- ingu. Úr brezku deildinni. Frá Raftœkjaverzlun H. G. Guðjónsson. 42 FV 9 1971

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.