Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1971, Page 68

Frjáls verslun - 01.09.1971, Page 68
Starfsþiálfun Hæfni starfsfólksins ræktuð Starfsþjálfun á sérhæfðum námskeiðum, við fullkomnar aðstæður bætir sífellt þiónustuna og arðsemi hennar - SAS Training School heimsóttur „Margs þarf búið við“, var sagt í gamla daga um heimilin, eins og þau voru, yfirleitt fjöl- menn og urðu að vera að mestu sjálfum sér nóg. Auðvitað á þetta við ennþá, þótt flest sé breytt. Og það má nú m. a. heimfæra til fyrirtækjanna, sem verða að spjara sig líkt og stór 'heimili. Samhent starfs- lið, sem þekkir og kann verk- efni sín, er máttarstólpi hvers fyrirtækis. Þess vegna þarf sí- aukna menntun til þess að standast kröfur í æ fjölþættara atvinnulífi, en jafnframt sér- hæfðara. Það er ei nóg nú orð- ið að hafa sjálfsbjargarhæfi- leika, nám er nauðsyn, nám í skólum af einu eða öðru tagi, og það ekki í eitt skipti fyrir öll, heldur alla ævi, að segja má. Að vísu erum við íslend- ingar tæpast enn búnir að átta okkur fyllilega á þessari sí- felldu námsþörf, og m. a. þess vegna er víðar pottur brotinn en skyldi. En skilningurinn er að vakna, eins og í ljós hefur komið með áhuga á stjórnunar- námskeiðum og fleiru í líkum dúr. Á sumum sviðum og að sumu leyti fylgjumst við með, en almennt erum við enn á eft- ir. Hver þáttur þarf að fylgja í annars kjölfar, þar má hvergi myndast tóm og auðn. Við hljótum því innan tíðar að gera gangskör að því að tengja menntakerfið í órjúfandi heild og um allt líf þjóðarinnar, þar sem stefnumarkið verði nýt- ing dýrmætra starfskrafta með- an þeir endast, hvers við sitt hæfi og með sem beztum ár- angri í þjóðfélaginu. Frá þessu sjónarhorni FV, var það blaðinu hvalreki að fá að kynnast lítið eitt SAS Tra- ining School í Kaupmannahöfn í vor, sem leið. Við vorum tveir fulltrúar FV á leið til Líbanon og Sýrlands með viðkomu i Þýzkalandi og Grikklandi — og auðvitað Kaupmannahöfn — í boði SAS, Scandinavian Air- lines System, sem ekki þarf að kynna. Og SAS Training School reyndist með því merk- ara, sem á vegi okkar varð, þótt af mörgu væri að taka í Aust- urlöndum, þegar þangað kom. Við nemendum blasa öll tœki og gögn, sem mcdi skipta. varpssal SAS Training School. Á austurleið bjuggum við á SAS-hótelinu Globetrotter í Kastrup, en gegnt því blasti við þessi skóli, sem við vissum vart áður að til væri. SAS Training School og hótelið Globetrotter eru tengd fyrir- tæki, því nemendur skólans gista á hótelinu. Þegar til kom, gátum við því að nokkru leyti sett okkur í spor nemenda, þeg- ar okkur gafst færi á að kynn- ast hvoru tveggja. í skólanum hittum við að máli næst æðsta mann hans, Axel Lehmann, en stjórnandi skólans, Per M. Tprr- ing, var í sumarleyfi, enda hlé á starfseminni. 1500 NEMENDUR Á VETRI SAS Training School er rek- inn í þeim tilgangi, að þjálfa sölu- og afgreiðslufólk flugfé- lagsins um allan heim, svo og raunar alla aðra, sem ekki telj- ast til flugliðs. Starfsemi SAS á þessu sviði hófst veturinn 1962—1963 og var fyrstu árin bæði í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi, þar sem aðalskrif- stofur SAS eru. Starfsemin kom í góðar þarfir frá upphafi og jókst því stig af stigi. Nú fer þessi þjálfun mest öil fram í skólanum í Kaupmannahöfn, og sitja þar á námskeiðum, eina eða tvær vikur í senn, alls um 1500 nemendur á hverjum vetri. FULLKOMINN AÐBÚNAÐUR í skólanum eru nú 8 skóla- stofur, auk sjónvarpsupptöku- herbergis, þar sem verklegar æfingar fara fram. Fram að þessu hefur kennslan verið að mestu í fyrirlestrarformi, en nú hefur henni verið breytt á þá lund, að hver og einn nemandi geti átt kost á sem nánastri til- sögn. Hefur tilhögun kennsl- unnar þannig verið löguð að því, sem reynzlan hefur bent á að heppilegast væri, og voru nemendur hafðir með í ráðum, þegar ákveðið var að breyta kennslunni. Nemandi, sem í fyrsta sinn sezt í skólann, verður áður að 66 FV 9 1971

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.