Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1971, Síða 68

Frjáls verslun - 01.09.1971, Síða 68
Starfsþiálfun Hæfni starfsfólksins ræktuð Starfsþjálfun á sérhæfðum námskeiðum, við fullkomnar aðstæður bætir sífellt þiónustuna og arðsemi hennar - SAS Training School heimsóttur „Margs þarf búið við“, var sagt í gamla daga um heimilin, eins og þau voru, yfirleitt fjöl- menn og urðu að vera að mestu sjálfum sér nóg. Auðvitað á þetta við ennþá, þótt flest sé breytt. Og það má nú m. a. heimfæra til fyrirtækjanna, sem verða að spjara sig líkt og stór 'heimili. Samhent starfs- lið, sem þekkir og kann verk- efni sín, er máttarstólpi hvers fyrirtækis. Þess vegna þarf sí- aukna menntun til þess að standast kröfur í æ fjölþættara atvinnulífi, en jafnframt sér- hæfðara. Það er ei nóg nú orð- ið að hafa sjálfsbjargarhæfi- leika, nám er nauðsyn, nám í skólum af einu eða öðru tagi, og það ekki í eitt skipti fyrir öll, heldur alla ævi, að segja má. Að vísu erum við íslend- ingar tæpast enn búnir að átta okkur fyllilega á þessari sí- felldu námsþörf, og m. a. þess vegna er víðar pottur brotinn en skyldi. En skilningurinn er að vakna, eins og í ljós hefur komið með áhuga á stjórnunar- námskeiðum og fleiru í líkum dúr. Á sumum sviðum og að sumu leyti fylgjumst við með, en almennt erum við enn á eft- ir. Hver þáttur þarf að fylgja í annars kjölfar, þar má hvergi myndast tóm og auðn. Við hljótum því innan tíðar að gera gangskör að því að tengja menntakerfið í órjúfandi heild og um allt líf þjóðarinnar, þar sem stefnumarkið verði nýt- ing dýrmætra starfskrafta með- an þeir endast, hvers við sitt hæfi og með sem beztum ár- angri í þjóðfélaginu. Frá þessu sjónarhorni FV, var það blaðinu hvalreki að fá að kynnast lítið eitt SAS Tra- ining School í Kaupmannahöfn í vor, sem leið. Við vorum tveir fulltrúar FV á leið til Líbanon og Sýrlands með viðkomu i Þýzkalandi og Grikklandi — og auðvitað Kaupmannahöfn — í boði SAS, Scandinavian Air- lines System, sem ekki þarf að kynna. Og SAS Training School reyndist með því merk- ara, sem á vegi okkar varð, þótt af mörgu væri að taka í Aust- urlöndum, þegar þangað kom. Við nemendum blasa öll tœki og gögn, sem mcdi skipta. varpssal SAS Training School. Á austurleið bjuggum við á SAS-hótelinu Globetrotter í Kastrup, en gegnt því blasti við þessi skóli, sem við vissum vart áður að til væri. SAS Training School og hótelið Globetrotter eru tengd fyrir- tæki, því nemendur skólans gista á hótelinu. Þegar til kom, gátum við því að nokkru leyti sett okkur í spor nemenda, þeg- ar okkur gafst færi á að kynn- ast hvoru tveggja. í skólanum hittum við að máli næst æðsta mann hans, Axel Lehmann, en stjórnandi skólans, Per M. Tprr- ing, var í sumarleyfi, enda hlé á starfseminni. 1500 NEMENDUR Á VETRI SAS Training School er rek- inn í þeim tilgangi, að þjálfa sölu- og afgreiðslufólk flugfé- lagsins um allan heim, svo og raunar alla aðra, sem ekki telj- ast til flugliðs. Starfsemi SAS á þessu sviði hófst veturinn 1962—1963 og var fyrstu árin bæði í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi, þar sem aðalskrif- stofur SAS eru. Starfsemin kom í góðar þarfir frá upphafi og jókst því stig af stigi. Nú fer þessi þjálfun mest öil fram í skólanum í Kaupmannahöfn, og sitja þar á námskeiðum, eina eða tvær vikur í senn, alls um 1500 nemendur á hverjum vetri. FULLKOMINN AÐBÚNAÐUR í skólanum eru nú 8 skóla- stofur, auk sjónvarpsupptöku- herbergis, þar sem verklegar æfingar fara fram. Fram að þessu hefur kennslan verið að mestu í fyrirlestrarformi, en nú hefur henni verið breytt á þá lund, að hver og einn nemandi geti átt kost á sem nánastri til- sögn. Hefur tilhögun kennsl- unnar þannig verið löguð að því, sem reynzlan hefur bent á að heppilegast væri, og voru nemendur hafðir með í ráðum, þegar ákveðið var að breyta kennslunni. Nemandi, sem í fyrsta sinn sezt í skólann, verður áður að 66 FV 9 1971
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.