Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1971, Page 83

Frjáls verslun - 01.09.1971, Page 83
UIVH HEIIVIA OG GEIIUA Það var og. . . Síminn hringdi og truflaði tvo ákafa elsk- endur. Konan svaraði. „Hver var það“, spurði maðurinn, þeg- ar hún hafði lagt tólið á aftur. „Það var maðurinn minn. Hann sagðist verða seinn fyrir, vegna þess að hann væri að spila bridge heima hjá þér!“ Tímanna tákn? Vanfær kona spurði lækninn. hvort maður- inn hennar mætti vera viðstaddur barnsfæð- inguna. „Já, vissulega. Og það er skoðun mín að faðirinn eigi að vera viðstaddur.“ „Faðirinn? En hon- um og manninum mín- um kemur engan veg- inn saman“, sagði þá konan. Gullkorn O Hún er svo heimsk, að jafnvel hin- ar stúlkurnar á skrif- stofunni taka eftir því. © Heyrið þér þjónn, þessir tveir menn elta mig. Viljið þér gera svo vel að biðja þennan litla að hætta því. f a.urunum Fullorðin kona og sonur hennar, sem unn- ið hafði um árabil í öskunni keyptu smá- býli, og áttu að borga út 600 þúsund. Þegar skrifa átti undir kaup- samninginn, komu þau akandi til lögfræðings- ins með stóran þvotta- bala, fullan upp að börmum af peningum, bæði smámynt og seðl- um. Þegar búið var að telja upp úr balanum, reyndist upphæðin ekki vera nema 530 þúsund krónur. Feðg- inin litu hvort á ann- að. — Heyrðu Palli minn, sagði konan, við höfum ekki tekið rétt- an bala með okkur! GÓÐIR DRYKKIR Að þessu sinni eru hér tvær uppskriftir að drykkjum, sem boðnir eru á Hótel Esju, en höfundurinn er Egill Thorlacius bar- þjónn þar: Esju Cooler. 6 sl. Grand Marnier, gulur. Safi úr % sítrónu. 12 sl. ananassafi. Hrist- ist vel. Hellið í hálfglas á fæti. Angelica Martine. % Hvannarótarbrenni- vín, % Martini Dry Vermouth. Hrærist. Hellið í kokkteilglas og setjið rönd af sít- rónuberki í. Þarna er sá frægi Dani, Símon Spis, ferða- málafrömuður og milljónamæringur með meiru. Spis er einhver sérkennilegasti persónuleikinn i Danmörku um þessar mundir, maður undir miðjum aldri, en með stórbrotnar hugmyndir, hreinskilinn með afbrigðum, og með stórkalla- legt slegið skegg. Dönsku blöðin lifa m. a. á Spis. og hafa vikulega eitthvað að segja um hann eða eftir honuum. En. . . við höfum næstum gleymt því. að Spis er ekki einsamall á myndinni. Sjá. . . „Eg hef alltaf haft mikla unun af samskiptum mínum við konur“, sagði Spis. „Mér er sama hvað hver segir, ég rek viðskipti mín við kven- þjóðina eins og mér sýnist. Það er gaman, þótt þetta verði erfiðara með aldrinum!“ Eg er sá heppni,. .. sem fœr einkaritara valinn af eiginkonunni! FV 9 1971 81

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.