Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1972, Blaðsíða 7

Frjáls verslun - 01.03.1972, Blaðsíða 7
T ryggingaf élögin Þurfa 10-15% hækkun iðgjalda af bifreiðatryggingum Horfur hjá þeim trygginga- félögum, sem annast bifreiða- tryggingar á íslandi, eru síður en svo glæsilegar. Sem kunn- ugt er var þeim neitað um heimild til hækkunar iðgjalda ábyrgðartrygginga í vetur, en í staðinn var komið á sjálfs- ábyrgð allt að 7500 krónum, sem þó dugði hvergi til að mæta stórauknum útgjöldum í tjónafaraldri. Sex stærstu bifreiðatrygg- ingafélögin, sem starfa innan vébanda Sambands ísl. trygg- ingafélaga, sýndu trygginga- halla upp á 50 milljónir króna árið 1970. Þá voru tekjur af iðgjöldum bílatrygginga hjá þeim samtals 151 millj., en tjón námu 157 milljónum. Reksturskostnaður var 44 milljónir. Á árinu 1971 hækk- aði tryggingahallinn um 30 milijónir. Iðgjöld voru í fyrra 184 millj., en tjónin 214 millj. Þá fóru 50 milljónir í rekstur, þannig að tryggingahallinn var 80 milljónir á árinu. Ef sjálfsábyrgðin að 7500 krón- um hefði verið í gildi á síðasta ári, hefðu tjónabætur farið niður í 150 millj. og trygginga- halli því orðið 16 milljónir. í fyrra munu bótatilfelli hjá þessum sex félögum hafa ver- ið upp undir 12 þúsund talsins vegna bifreiðatrygginga. Sam- vinnutryggingar voru þá með 4100 tilfelli og Sjóvá 2800, en ekki liggja skýrslur fyrir um stöðuna hjá hinum félögunum fjórum. ÁHRIFA SJÁLFSÁBYRGÐAR GÆTIR EKKI LENGUR Það er mat manna, að sjálfs- ábyrgðin hafi haft þau áhrif í fyrstu, að fólk sýndi meiri að- gát í umferðinni. Að áliti lög- reglunnar virðist það aðhald, sem fyrirkomulagið veitti sýnilega fyrstu vikurnar, rok- ið út í veður og vind og fólk fer sér engu gætilegar en áður. Fulltrúar tryggingafélag- anna munu þegar hafa sýnt verðlagsyfirvöldum fram á nauðsyn þess, að iðgjöld verði hækkuð á þessu ári, en fengið mjög dræmar undirtektir sem fyrr. Hækkun á útseldri vinnu og fyrirsjáanlegar kaupgjalds- hækkanir, sem verka á slysa- bætur, munu enn þrengja kosti félaganna, og eftir því sem FV hefur komizt næst, er talin nauðsyn á 10-15% hækkun á iðgjöldum fyrir bifreiðatrygg- ingarnar á næstunni. ÓTTAST ÞJÓÐNÝTINGU Þessi halli á bifreiðatrygg- ingunum veldur vitaskuld hækkunum á iðgjöldum af öðrum tryggingum og koma því illa við aðra viðskipta- menn félaganna. Félögin eru í afar slæmri aðstöðu og geta ekki lagt bifreiðatrygg- ingar niður af tveimur ástæð- um fyrst og fremst, að því talið er. í- fyrsta lagi myndi skorta fjármagn til að standa undir kostnaði vegna eldri tjóna og í öðru lagi lítur heildarmyndin þannig út, að ákveðnum aðilum í ríkisstjórn- inni er það mikið kappsmál, að sett verði á fót bifreiða- tryggingastofnun ríkisins, er færði sig smám saman upp á skaftið í öðrum trygginga- greinum, þegar halli af bif- reiðatryggingum segði til sín. Þar með væri komið á þjóð- nýtingu í tryggingarekstrinum. Breytt fyrirkomulag kasko - trygginga Nokkrar breytingar hafa orðið á fyrirkomulagi kasko- trygginga á bifreiðum hjá ís- lenzku tryggingafélögunum. Samkvæmt hinu nýja fyrir- komulagi er gert ráð fyrir 5.000,- kr. almennri eigin á- hættu við kasko-tryggingar, sem þó verði jafnframt mögu- legt að kaupa tryggingu fyrir. Sömuleiðis hækkar iðgjald fyr- ir tryggingu með 5.000.- kr. eigin áhættu um 10% frá því sem áður var fyrir slíka trygg- ingu án nokkurrar ábyrgðar. Einnig hafa verið gerðar breytingar á upphæð þeirrar sjálfsábyrgðar, sem mögulegt er fyrir tryggingartaka að taka á sig við kaskotryggingu. Áður var hún stighækkandi kr. 2.000.-, 3.000.-, 5.000.-, og 10.- 000.-, sem breytist nú í kr. 5.000.-, 7.000.-, 10.000.-, 15.000.-, og 20.000,- með lækkandi ið- gjöldum. Þá hefur verið tekið upp það nýmæli, að menn geta keypt sér framrúðutryggingu, sem verður innifalin í ábyrgðai’- tryggingu viðkomandi bifreið- ar, gegn vægu aukagjaldi, sem innheimt verður með iðgjaldi ábyrgðartryggingar á sama hátt og verið hefur um öku- manns- og farþegatryggingu. Þessi trygging tekur gildi nú, en iðgjald fyrir hana verður ekki innheimt fyrr en 1. maí n.k., þegar tryggingartakar þurfa að hafa tilkynnt um, hvort þeir óski eftir slíkri viðbótartryggingu. FV 3 1972 7

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.