Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1972, Blaðsíða 29

Frjáls verslun - 01.03.1972, Blaðsíða 29
IMORÐIJRVER— Kjörbúðir Lóðm við Norðurver er 5000 fermetrar. byggðar fyrir afköst í verzlunarmiðstöðinni Norður- veri við Nóatún er veitt fjöl- breytt dagvöruþjónusta og einn- ig sérliæfðari þjónusta. Jón Júl- íusson rekur þar verzlunina Nóatún, matvæla- og nýlendu- vöruverzlun. Hann er eigandi alls húss verzlunarmiðstöðvar- innar. Meginhlutinn var byggð- ur 1964—65, en fyrir rúmu ári var Iokið við efra húsið. t verzl- unarmiðstöðinni eru fiskbúð, mjólkurbúð, efnalaug, Spari- sjóður vélstjóra, byggingarþjón- ustan Iðnverk, fasteignasala, vélabókhald, hárgreiðslu- og snyrtistofa, viðgerðarverkstæði, tannlæknir, skrifstofur Rann- sóknarstofnana atvinnuvega. Þar er stór húsgagnaverzlun, þar sem seld eru húsgögn fram- leidd í Trésmiðju Kaupfélags Árnesinga, Selfossi. Lóðin er tæpir 5000 fermetrar. „ÞARF GÓÐA OG STÖÐUGA VELTU TIL AÐ GETA HAFT LÆGRA VERГ. Jón Júlíusson kaupmaður hafði rekið verzlun í leiguhús- næði við Samtún, þegar úthlut- að var lóð fyrir verzlunarmið- stöð við Nóatún. Byrjað var að byggja í nóvember 1964, og verzlunin komst í gagnið 22. október 1965. „Ég hafði séð slíkar verzlunr armiðstöðvar víða, þegar ég var í siglingum," segir Jón, en hann stundaði sjómennsku lengi áð- ur fyrr. „Framan af var meiri umferð og auðveldara að kom- ast að verzlunum. Égbeittimér fyrir að fá hingað fyrirtæki, svo að fólk gæti fengið þá alhliða þjónustu, sem það vænti í mið- stöðinni. Það gekk vel. í kjör- búðinni hef ég alltaf reynt að hafa sem flestar vörutegundir." „Mér finnst verst, að nú hef- ur vinstri beygjan verið tekin af frá Laugavegi, sem gerir mörgum erfitt að komast hing- að, Þetta er orðin krókaleið, og auk þess hefur umferð um Laugaveg farið minnkandi, út og inn til borgarinnar. Þetta var aðalæð, en síðan hefur Mikla- brautin tekið mikið af umferð- inni. Ég geri ráð fyrir, að eitt- hvað verði gert til að bæta úr þessum vandræðum viðskipta- vina okkar.“ „Verzlunarmiðstöðvar gera fyrirtækjunum þar reksturinn léttari, því að hvert dregur að öðru.“ „Kjörbúðir eins og mín þurfa að hafa mikla og góða veltu, svo að aldrei sé eyða, til þess að þær geti haft lægra vöruverð. Þessar kjörbúðir eru byggðar fyrir afköst.“ 128% SÖLUAUKNING K Á-HÚSGAGNA FV ræddi við Garðar Bjarna- son, sem stjórnar verzlum Hús og skip, þar sem er einnig sölu- skrifstofa KÁ. Sala húsgagna frá Selfossi jókst um 128 pró- sent á árinu 1971. í Trésmiðju Kaupfélags Árnesinga vinna milli 40 og 50 manns. Hún hef- ur stöðugt stækkað, og frekari stækkun stendur fyrir dyrum. Þar eru framleiddar Pira-hillur, sem hafa verið mjög eftirsóttar. Garðar segir, að staðurinn sé sérstaklega hagkvæmur fyrir þessa sölu. Bílastæði séu góð, og gluggar snúa út að þeim. Helzt hafi vöruskortur háð verzluninni vegna hinnar miklu eftirspurnar. „Þeir hafa ekki við að framleiða fyrir austan,“ segir hann. „Það er mikið hagræði að hafa mörg fyrirtæki á svipuðum slóðum. Algengt er, að fólk komi í eina verzlunina fyrst og fari síðan að skoða og kaupa í annarri.“ „Við höfum verið hérna 1 eitt ár. Leigan er eins og gerist í verzlunarhúsnæði, og allar að- stæður hinar beztu.“ Jónatan Kristleifsson hefur rek- ið Efnalaug Norðurvers síðan 15. október síðastliðinn. Hann var mjög ánægður með rekstur- inn. „Hér eru góð bílastæði, og úrval af ýmsum vörum. Fólk lærir að meta það hagræði, sem í þessu felst. Viðskiptavinum er alltaf að fjölga, og við afgreið- um samdægurs bæði hreinsun og gufupressun, og þessu eru menn að veita athygli," sagði Jónatan. Fiskbúðin í Norðurveri er eign Sæbjargar, sem hefur aðalbúð sína á Grandagarði. Fiskkaup- maðurinn sagði, að mörg vand- kvæði steðjuðu að fiskbúðum almennt. Hins vegar væri mik- il stoð að því að vera í verzl- unarmiðstöð, og fiskbúðin í Norðurveri nyti góðs af því að vera ekki ein á báti. FV 3 1972 29

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.