Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1972, Blaðsíða 13

Frjáls verslun - 01.03.1972, Blaðsíða 13
Utlönd Einkaframtakið í A-Evrópu Dregur úr áhrifum Sovétmanna á stefnuna í efnahagsmálum Sovétríkin halda enn sínu hugmyndafræðilega kverkataki um Austur-Evrópuríkin, en þó hefur dregið úr áhrifum þeirra á stefnu ríkjanna í efnahags- málum síðustu árin. Þetta er greinilegt í afstöðu stjórnanna í PóIIandi, Ungverjalandi og, að vissu marki líka í Tékkó- slóvakíu, til einkaframtaksins. Það, sem nú er að gerast í landbúnaði Póllands, er til dæmis hrein „endurskoðunar- stefna“ samkvæmt gömlum kennisetningum Sovétstjórnar. Valdamönnum í Kreml finnst víst samt, að tilraunir til að fá Pólverja til að fylgja for- dæmi sínu í hugmyndafræði- legum efnum og efnahagsmál- um samtímis mundu nú leiða til alvarlegra atburða, eins og gerðist í Ungverjalandi árið 1956 og Tékkóslóvakíu 1968. PÓLVERJAR STYÐJA EINKAFRAMTAK í LANDBÚNAÐI. Pólverjar hafa sínar ástæður til að fylgja ekki fordæmi So- vétmanna 1 einu og öllu. Efna- hagskerfið í Sovétríkjunum hefur ekki borið þann ávöxt, sem skyldi. Neyzluvörur eru mjög af skornum skammti og lélegar yfirleitt. Sama máli gegnir um íbúðir, og landbún- aðurinn megnar varla að brauðfæða landslýð, þótt 33% af vinnuaflinu starfi að land- búnaði. Pólska stjórnin hefur því fallið frá fyrri tilraunum til að skipuleggja landbúnaðinn í samyrkju- og ríkisbúum, og í þess stað leyfir hún einstök- um bændum að yrkja land sitt eins og þeir kjósa. Nú eru um 12% af ræktunarlandi í hönd- um ríkisbúa, og aðeins tæp 2% eign samyrkjubúa. Mikill meirihluti er enn í höndum einstakra bænda. Eftir uppþot fyrir ári var Edward Gierek kosinn formað- ur kommúnistaflokksins pólska. Hann hefur gengizt fyr- ir lögum, sem veita um einni milljón bænda eignarrétt á því landi, sem þeir yrkja. Einu hömlurnar eru, að ekki má skipta býlum milli fjölskyldu- manna eftir andlát fjölskyldu- föður, ef það leiddi til þess, að býlin yrðu of lítil. Með ann- arri löggjöf hefur verið felld niður sú kvöð, að bændur voru skuldbundnir til að afhenda ríkinu korn, kjöt, mjólk og aðr- ar landbúnaðarvörur, og með því hafa bændur frjálsar hend- ur um sölu afurðanna á frjáls- um markaði. Þingið hefur einn- ig lækkað skatta á einstaka bændur, ef þeir gangast fyrir jarðabótum. VEITINGAHÚS AFHENT EINKAAÐILUM. Efling einkaframtaksins hef- ui' breiðzt út til bæja og borga Póllands. Helmingur þeirra veitingahúsa, sem ríkið átti, var rekinn með tapi, og þessi veitingahús hafa verið fengin einstaklingum. Þau tóku fljótt að skila ágóða, og þjónustan batnaði. Smásöluverzlunum í eigu einstaklinga hefur fjölgað í 150 þúsund á undanförnum fimm árum, og þar starfa um 700 þúsund manns. Ríkisreknar bensínstöðvar, sem hafa verið seldar einkaað- ilum, hafa einnig sýnt ágóða og betri þjónustu. Vegna efl- ingar einkaframtaks að undan- förnu eru nú orðin um 70 þús- und stór einkafyrirtæki í Pól- landi og 180 þúsund verzlanir af ýmsu tagi, sem einkaaðilar eiga. Pólska stjórnin hefur viður- kennt vanmátt sinn við úrbæt- ur í húsnæðismálum, og hún hefur leitað til einkaframtaks- ins í húsbyggingum. Það voru því einkaaðilar, sem byggðu 60% allra íbúða síðustu fimm ár. SVIPUÐ ÞRÓUN í UNGVERJALANDI. í Ungverjalandi og Tékkósló- vakíu trúa valdamenn komm- 1 Sovétríkjunum drottnar samyrkjusteínan enn og bœndur fá aðeins að yrkja litla reiti fyrir sjálfa sig. FV 3 1972 13

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.