Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1972, Blaðsíða 37

Frjáls verslun - 01.03.1972, Blaðsíða 37
Verður komið upp bílastœðum á tveim hœðum hjá Austurveri? þegar hún er fullbyggð. Aust- urver hf. byggði húsið, en hef- ur síðan selt það nær allt, svo að hver á sitt. VANTAR FLEIRI BÍLA- STÆÐI Aðrir verzlunarrekendur í Austurveri létu einnig mjög vel yfir viðskiptunum þar. Fyr- irtækin hafa öll verið þar frá byrjun að heita má, en eig- endaskipti hafa orðið á fisk- búðinni. Markús Alexandersson hefur átt húsnæði grillsins frá byrj- un. „Viðskiptavinirnir eru mest fólk, sem kemur í bílum úr öllum áttum,“ segir hann. „Reksturinn hefur gengið sæmilega og farið batnandi. Ég lenti í gengisfellingunni með öll tæki, og það var nokk- uð erfitt að ná sér á strik eftir það. Það var einkum á sein- asta ári, sem verulega batn- aði.“ Markús sagði, að skortur á bílastæðum væri verstur, og reyndar þyrfti að athuga, hvort ekki væri unnt að hafa bíla- stæði þarna á tveimur hæðum, þegar miðstöðin verður full- gerð. Hann sagði, að það væri kostur að vera í verzlunarmið- stöð, en þó ókostur að vera aft- ar í húsinu eins og grillið er. í verzluninni Faldi er seld al- menn vefnaðarvara. Jóhanna Eiríksdóttir sagði í viðtali við FV, að fólk væri ánægt með að hafa vefnaðarverzlun í mið- stöðinni, einkum vegna smá- vara, sem þar væru á boðstól- um. SUÐURVER- Viðskiptavinir úr öllum áttum í verzlunarmiðstöðinni Suð- urveri, Stigahlíð 45-47, eru fjölmargar verzlanir, og eng- in mjög stór. Matvöruverzlun- in Hamrakjör er eign Ingi- björns Hafsteinssonar. Róbert Ómarsson rekur Kjötbúð Suð- urvers, Gyða Sigfúsdóttir rek- ur blómabúðina Míru, og Frið- rik Valdimarsson fiskbúðina. Gjafa- og snyrtivörubúðin er eign Sigríðar Biering og Láru Biering. Sverrir Þorsteinsson rekur Hlíðagrill, og Mjólkur- samsalan rekur mjólkurbúð í verzlunarmiðstöðinni. — Þessi fyrirtæki eru á vesturhlið mið- stöðvarinnar. Á austurhlið eru tvær raf- tækjaverzlanir. Jón Sen rekur verzlunina Rafeindatækni, og H. G. Guðjónsson raftækja- verzlun, umboðs- og heild- verzlun er eign Guðbjörns Guð- jónssonar. Eigendur Skóbúðar- innar Suðurveri eru Ármann Eiríksson og Þórhallur Þór- hallsson. Gjafabær er eign Guðmundar H. Karlssonar, og þar eru einkum seld búsáhöld, leikföng og ritföng. Björn Björnsson rekur þurrhreinsun- ina Snögg. Svala Guðmunds- dóttir rekur verzlunina Völvu. í kjallara er hinn kunni Jazz- ballettskóli Báru, ljósmynda- stofa Gunnars Ingimarssonar og hárgreiðslustofan Gígja, sem er eign Guðrúnar Þorvarð- ardóttur. Þar er Jens Guðjóns- son gullsmiður og skrifstofur fyrirtækja og félagssamtaka. Friðrik Valdimarsson og Sigurður Halldórsson voru upphafsmenn að byggingu verzlunarmiðstöðvarinnar Suð- urvers, og þeir eiga enn nokk- urn hluta húsnæðisins. Hlutafélag var stofnað um byggingu miðstöðvarinnar, Suðurver h.f., og er Her- mann Helgason, lögfræðingur, framkvæmdastjóri þess. Fyrir- tækin leigja yfirleitt húsnæði af Suðurveri h.f. KRIN GLUMÝR ARBR AUTIN í viðtölum FV við lang- flesta, sem reka fyrirtæki í Suðurveri, kom fram almenn ánægja með reksturinn og miðstöðina. Kaupmenn voru á einu máli um, að mikill hluti viðskiptavinanna kæmi úr öðr- FV 3 1972 37

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.