Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1972, Blaðsíða 8

Frjáls verslun - 01.03.1972, Blaðsíða 8
Vindlingasalan jókst um 30% þrátt fyrir aug- iýsinga bann Fyrstu tölur um tóbakssölu hjá Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins á þessu ári benda ekki til þess, að líkur séu á sam- drætti í tóbaksneyzlu sakir auglýsingabannsins, sem tók gildi lögum samkvæmt um áramótin. Samkvæmt upplýsingum Ragnars Jónssonar, skrifstofu- stjóra ÁTVR nam sala vindl- inga í janúarmánuði s.l. 23.- 117 millum, en í hverju milli eru 1000 vindlingar, sem kunn- ugt er. í janúar í fyrra var þessi tala 20.229 mill. í febrú- ar-mánuði í ár nam vindlinga- salan 21.360 millum en í sama mánuði í fyrra 15.958 millum. Aukningin í febrúarmánuði milli ára er því rúmlega 30%, þrátt fyrir auglýsingabann. Erfitt er að spá um fram- hald sölumagnsins á þessu ári en þess má geta, að salan í fyrra á einum mánuði fór aldrei niður fyrir það, sem var þá í febrúar. Ferðaskrifstofa ríkisins: A.ukin kaupstefnuþjónusta Ferðaskrifstofa ríkisins efnir til hópferðar á kaupstefnuna í Hannover, sem haldin verður dagana 20.—28. apríl næstkom- andi. Er þetta einn Iiður í aukinni þjónustu skrifstofunn- ar við þá, sem hug hafa á að sækja kaupstefnur og vöru- sýningar erlendis. Samkvæmt upplýsingum Charlottu Hjaltadóttur, sem annast skipulagningu slíkra vörusýningaferða hjá Ferða- skrifstofu ríkisins, verður far- ið til Hannover þann 19. næsta mánaðar og komið aftur heim 25. en möguleikar eru á að framlengja ferðina. Á Hannover-sýningunni verður mjög mikið úrval alls kyns iðnaðarvara allt frá stór- virkum vinnuvélum til ná- kvæmustu smásmíði. Gera má ráð fyrir að verktakar, skipa- smiðir og fulltrúar fyrirtækja bæjar- og sveitarfélaga, svo að dæmi séu nefnd, muni sækja þessa kaupstefnu héðan af ís- landi. Ferðaskrifstofa ríkisins ann- ast sölu á aðgöngumiðum að sýningarsvæðinu og fylgja þeim sýningarskrár. Eru mið- arnir ódýrari, ef þeir eru keyptir fyrirfram. Skrifstofan sá fyrir nokkru um hópferð á vorkaupstefnuna í Frankfurt með þátttöku 30 íslendinga. Þá er fyrirhugað, að efna til hópferðar á Inter- stof-vefnaðarvörusýninguna í Frankfurt 15.—18. maí, haust- sýninguna í Frankfurt 3.—6. september, og aðra Interstof- sýningu, sem haldin verður 21.—24. nóvember. IUYIMTIIM 50 ÁRA 50 ár eru nú liðin frá því að fyrsta íslenzka myntin var slegin. Það voru tíeyringur og tuttugu og fimm-eyringur, sem gefnir voru út samkvæmt heimild i sambandslögunum frá 1918. í tilefni af þessu afmæli gengst Myntsafnarafélag ís- lands, með aðstoð Þjóðminja- safnsins, fyrir sýningu á ís- lenzkri mynt og fomum, er- lendum peningum, sem hér hafa fundizt. Sýningin verður í Bogasal Þjóðminjasafnsins og hefst 8. apríl og stendur í viku. 8 FV 3 1972

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.