Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1972, Blaðsíða 41

Frjáls verslun - 01.03.1972, Blaðsíða 41
Lög og réttur: Aðilaskipti að eignarréttindum Gildi eignarréttarfyrirvara í kaupsamningum Aðilaskipti að eignarréttind- um eiga sér sífellt stað í hinu daglega lífi, bæði þannig, að hinn beini eignarréttur eig- andans að eigninni hverfi til annars aðila og að aðildir eig- andans flytjist að nokkru leyti til annars aðila við stofnun óbeinna eignarréttinda. Eignir ganga kaupum og sölum, skipta um eiganda fyrir gjöf eða skipti. Obein eignarréttindi stofnast við löggerninga eig- andans, t. d. veðsetningu og af- notasamninga. Þessar breyt- ingar allar byggjast á þeirri heimild eigandans, að hann getur ráðstalað eign sinni með Jöggerningi. Þá verða aðila- skipti og iðulega fyrir það, að skuldheimtumenn ganga að eignum skuldunauta sinna með aðför, nauðungaruppboði eða við gjaldþrotaskipti. Leiða þær breytingar af því, að eignir manna standa til fullnustu skuldbindingum þeirra. Þá verða og sitellt aðifaskipti fyr- ir erfðir. Auk þessa koma til greina enn önnur atvik, sem leitt geta til breytinga á aðild eignarréttinda, en minna gætir t. d. lijúskapur, hefð og eign- arnám. I i Sá, sem afsalar öðrum ein- hverri eign, getur stundum á- kveðið, að hinn nýieigandimegi ekki afsala henni aftur frá sér og að skuldheimtumenn hans megi ekki ganga að henni, eða að eignin skuli ekki ganga að erfðum eftir hinn nýja eig- anda. Slík ákvæði eru tví- mælalaust gild, þegar um gjaf- ir er að ræða. Arfleifandi get- ur og ákveðið, að eignir, sem erfingi tekur í arf eftir hann, skuli vera séreign erfingjans og að skuldheimtumenn hans skuli ekki geta gengið að þeim, og gildir þetta einnig um skylduarf. Arfleifandi myndi og með einhliða ákvæði sínu geta útilokað ráðstöfunarheim- ild erfingja yfir erfðinni að meira eða minna leyti, þegar ekki væri um skylduarf að ræða, en hins vegar ekki svo, að bindandi sé fyrir skyldu- erfingja. Það ákvæði er þó í lögum, að þegar sérstök hætta þykir á að skylduerfingi muni fara ráðleysislega með erfða- hlut sinn, þá skuli arfleifanda heimilt að setja ákvæði í erfða- skrá um það, hversu fara skuli um skylduarf til einstakra niðja eða maka, svo sem að erfðahlutur skuli lúta sömu reglum og viðkomandi erfingi væri ófjárráða, að erfingja sé greidd tiltekin fjárhæð með vissu millibili, eða að óheimilt sé að ráðstafa eign eða leita fullnustu í henni nema með tilteknum hætti. Slík ákvæði í erfðaskrá eru hins vegar því aðeins gild, að dómsmálaráðu- neytið samþykki þau. Hversu víðtæk þessi ákvæði eru, fer eftir skýringu á þeim í hverju einstöku tilfelli, og þau geta verið mismunandi víðtæk, t. d. afmörkuð við það eitt, að skuldheimtumenn hins nýja eiganda geti ekki gengið að eigninni, þó að hann hafi sjálf- ur ráðstöfunarrétt yfir henni. EIGN ARRÉTT AR- FYRIRVARI í þeim tilfellum, sem hér hafa verið talin, hefur hinn nýi eigandi fengið eignina end- urgjaldslaust. Hitt er meira vafamál, hvort slík ákvæði séu Þó að greiðsla afborgunarvíxlanna sé hafin, er eignarréttur áfram í höndum seljanda. FV 3 1972 41

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.