Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1972, Blaðsíða 31

Frjáls verslun - 01.03.1972, Blaðsíða 31
MIÐBÆR- Sömu eigendur frá upphafi Verzlunarmiðstöðin Miðbær er um 2500 fermetrar. Sig- urður kaupmaður Söebech og Hermann Bridde bak- ari stóðu að byggingunni, og fyrstu verzlanirnar hófu starfsemi haustið 1965. Þarna eru nú matvöru- og kjötverzl- un Söebech með söluturni, Bridde bakarí og konditorí, útibú Iðnaðarbankans, mjólk- urbúð Mjólkursamsölunnar, verzlunin Vogue, búsáhalda- og „Við Hermann Bridde sótt- um um úthlutun byggingar- lóðar sinn í hvoru lagi,“ segir Sigurður Söebech í viðtali við FV. ,,Ég hafðiáður starfaðlengi hjá Silla og Valda. Þetta var árið 1962. Með okkur Her- manni Bridde tókst mjög gott samstarf, sem ég held, að oft hafi skort, þegar margir hafa þurft að vinna saman við stofn- un verzlunarmiðstöðva. Við lögðum fram eigið starf eftir eru nokkuð skörp skil á milli, hvert fólkið fer að verzla eftir því hvar það býr og hve langt eða örðugt er að fara í þessa verzlunarmiðstöð eða aðra. Auk þess er Miklabrautin mik- il umferðargata, sem margir eiga leið um og koma hér við að verzla.“ ÞÆGILEGT FYRIR FÓLKIÐ „Ég er viss um, að verzlun- armiðstöðvar eiga framtíð fyrir Miklabrautin á sinn þátt í mikilli verzlun í Miðbce við Háaleitisbraut. gjafavöruverzlun Birgis Hall- dórssonar, fiskbúðin Sæver, eign Kristjáns Guðmundsson- ar, Óskar Árnason á rakara- stofu og hárgreiðslustofu í Miðbæ, Magnús Kristinsson rekur efnalaugina Björg og Sigurbjörn Þorgeirsson skó- vinnustofu og skóverzlun. Bókabúð Safamýrar er eign Gissurs Eggertssonar, og Þor- valdur Steingrímsson hefur sjálfsalaumboðið Vendo í verzl- unarmiðstöðinni. Barnafata- verzlunin Bambi er eign Ein- ars Más Magnússonar. Þar er dansskóli Hermanns Ragnars í góðu sambýli við safnaðarhúsa- kynni sóknarinnar. Uppi eru einnig endurskoðunarskrifstof- ur, Kjartan Þorbergsson tann- læknir og Ingvar Benjamíns- son úrsmiður. megni við bygginguna, og 26. ágúst 1965 var matvöruverzl- unin opnuð.“ „Við höfum síðar selt veru- legan hluta til annarra, sem hafa hafið rekstur hér. Það tal- ar sínu máli, að hér hafa verið sömu eigendur frá upphafi í öllum verzlununum. Ég á sjálf- ur um 500 fermetra húsnæði, sem ég nota nær allt sjálfur fyrir mitt fyrirtæki.“ „Verzlunin niðri er milli eitt og tvö hundruð fermetrar og uppi eru lagerpláss og skrifstofur Söebechverzlunar.“ „Við reynum að hafa tölu- vert mikið vöruúrval. Við- skiptavinir eru margir, og staldra oft allengi við til að kynna sér vörur og velja. Mest- ur hluti viðskiptavinanna tel ég að sé úr hverfinu, og það sér og þær séu það, sem koma skal,“ segir Sigurður. „Þetta hefur gengið og getað staðið undir byggingunni, en þóskort- ir mjög á, að álagning sé ísam- ræmi við kostnaðaraukning- una, sem hefur orðið seinustu ár. Það er þægilegt fyrir fólk- ið að hafa sem flest, sem þarf, á einum stað. Hér eru alltaf nóg bílastæði. Bak við húsið eru bílastæði, sem unnt verð- ur að nota síðar, þegar þörf gerist, því að lóðin öll er um 5300 fermetrar, og húsið aðeins 1300 fermetrar að grunnfleti." Sigurður Söebech hefur nú verzlanir í Búðargerði og Breiðholti, vefnaðarvöruverzl- un í Breiðholti og veitingahús- ið Neðri Bæ við Síðumúla. Starfsfólk hans er samtals um 70 manns. Matvöruverzlanir FV 3 1972 31

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.