Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1972, Blaðsíða 22

Frjáls verslun - 01.03.1972, Blaðsíða 22
jnwpiitMðMfe MARGFALDAR MARGFALDAR W) MARGFALDAR — Byggja íslendingar of stór íbúðarhús? — Það má vitaskuld deila um það. Sum húsin kunna að vera í stærra lagi, en þegar á heildina er litið finnst mér eðlilegt, að íslendingar reisi stór og rúmgóð hús. Veðrátt- an hér leyfir ekki jafnmikla útivist og tíðkast víða erlend- is, þannig að íslendingar verða að halda sig meira innanhúss, og því tel ég rétt, að öllu meira sé lagt í byggingu íbúðarhúsa hér en gerist erlendis. — Oft hefur verið kvartað undan of háum byggingar- kostnaði á íslandi. Er hann hærri en í nágrannalöndum okkar? — Á undanförnum árum hefur markvisst verið unnið að því að lækka byggingar- kostnaðinn, sér í lagi með því að byggja í stærri stíl en áður. Ég hygg, að við séum búin að ná verulegum árangri í því síðustu tíu árin, og ég held því hiklaust fram, að við byggjum ekki dýrara en sem svarar kostnaði við tilsvarandi hús á Norðurlöndunum. Líka má benda á, að undanfarin tíu ár hefur byggingarkostnaður ekki farið jafnört upp á við og ætla mætti miðað við kaup manna. — Svo við víkjum aftur að íþróttunum. Hvenær hófust af- skipti þín af þeim á nýjan leik eftir heimkomuna frá Dan- mörku? — Ég starfaði með KR að nýju, varð varaformaður í- þróttabandalags Reykjavíkur 1947, síðar formaður þess í 13 ár og árið 1962 var ég kjör- inn forseti Í.S.f. Framan af var það eitt helzta verkefni okkar að móta stefnuna varðandi uppbyggingu íþróttastarfsem- innar í borginni og það varð að ráði, að félögin settust að úti í hverfunum með starfsemi sína, sem var tvímælalaust mjög heilladrjúgt skref. — Hvað leggur Reykjavíkur- borg fram mikið fjármagn til íþróttamálanna í borginni á þessu ári? — f ár leggur Reykjavíkur- borg fram 65 milljónir króna í framkvæmdir og rekstur í íþróttastarfinu, en það fram- lag hefur fjórfaldazt á fjór- um árum. í íþróttafélögun- um í Reykjavík eru nú 11- 12 þús. manns, en á landinu öllu eru það 35 þús. manns, sem taka þátt í starfi íþrótta- félaga, og hefur þátttakenda- 22 FV 3 1972

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.