Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1972, Blaðsíða 35

Frjáls verslun - 01.03.1972, Blaðsíða 35
ef stórar verzlunarmiðstöðvar væru farnar að bera sig á þriðja ári. Það tekur sinn tíma, að fólk venjist við að skipta við nýja verzlunarmiðstöð." „Það er geysilegur kostnaður við að stofna til slíkrar verzl- unar, sem við höfum hér, með einhverju fullkomnasta kæli- kerfi, sem um getur á landinu, svo að eitthvað sé nefnt. En hér eru aldrei færri en 1500 viðskiptavinir neinn dag, og talan hefur farið upp í 9000 á einum degi. Fyrir utan eru bílastæði fyrir rúmlega 200 bíla og á föstudögum og laug- ardögum er þetta orðið allt of lítið, svo að bílum er lagt um allar nærliggjandi götur.“ „Salan hefur víst ekki verið undir 200 þúsund krónum á dag, og skiptir milljónum á laugardögum.“ „Vandamálið í stóru verzlun- armiðstöðvunum erlendis og einnig hér er að brúa bilið milli fyrstu daga vikunnar, þegar minna er umsvifs, og föstudaga og laugardaga. í matvörubúð- inni eru 26 fastir starfsmenn og ég tel, að finna verði heppilegri leið fyrir viðskiptavinina en að loka á einhverjum tímum vik- unnar svo sem laugardags- eða mánudagsmorgna. Með því er ekki verið að þjóna viðskipta- vinunum. Við höfum þá aðferð að gefa starfsfólki frí einn dag vikunnar, ef það vinnur milli 6 og 10 á föstudagskvöldum.“ Geta svona stórar matvöru- verzlanir lækkað vöruverðið? „Þær ættu að geta selt ódýr- ar en aðrar vegna hagstæðra innkaupa í stórum rekstri og annars sparnaðar á einingu. En álagningarkerfið veitir ekkert svigrúm til þess, eins og nú er. Mér finnst núgildandi kerfi vera óhagstætt viðskiptavinun- um, þegar til lengdar lætur. Ef samkeppnin fengi að njóta sín, mundi sjálfkrafa skapast hag- stæðasta þjónusta og verð fyrir neytandann,“ sagði Baldur Ágústsson. SAMSTARF UM AÐ KOMA KVÖRTUNUM Á FRAMFÆRI Blóm eru dagvörur að því leyti, að þörfinni er fullnægt, þegar hún skapazt, til dæmis muna menn eftir afmæli vinar og leita að næstu blómaverzl- un eða þeirrar, sem þeir þekkja af góðu. „Það var ekki alveg án kvíða, sagði Anton Ringelberg, sem að ég flutti verzlunina hingað,“ rekur blómabúðina Rósina í Glæsibæ. „Ég var búinn að vinna upp fasta viðskiptavini þar sem verzlunin var í Aðal- stræti. En í ljós kom, að fólk fann, að miklu léttara var að leggja bílnum hér en í mið- bænum. Reksturinn hefur geng- ið mjög vel og mun vafalaust batna enn, þegar allar verzlan- irnar verða komnar, sem hér verða.“ „Samstarfið milli verzlan- anna hefur verið mjög gott. Við höfum til dæmis reynt að hafa samstarf við að koma kvörtun- um viðskiptavina á framfæri, til dæmis ef verzlunarfólk á einum stað verður vart við kvartanir yfir einhverju á öðr- um stað í miðstöðinni. Þá er því komið á framfæri við þann, sem hlut á, svo að hann geti bætt þjónustuna í því efni. Þetta hefur gefið góða raun, og verið bætt úr ýmsu fyrr en ella hefði verið.“ „Fólk skilur, að verzlunar- miðstöðvar eru ,að koma“, og þær auka þægindi viðskipta- vinanna,“ segir Anton Ringel- berg. ALSTURVER— „Allir spáðu okkur dauða og djöfli“ f verzlunarmiðstöðinni Aust- urveri, Háaleitisbraut 68, er stærst verzlun Sláturfélags Suðurlands, sem var stærsta matvöruverzlun borgarinnar, þegar liún var byggð. Sigurður Guðmundsson bakarameistari rekur 'þar bakarí, Andrés Guð- mundsson apótekari rekur Háa- leitsapótek í verzlunarmiðstöð- inni. Grillhúsið er eign Markús- ar Alexanderssonar. Þá er í verzlunarmiðstöðinni vefnað- arvöruverzlunin Faldur, sem Jóhanna Eiríksdóttir og Kristj- án Eiríksson eiga. Mjólkur- samsalan hefur þar mjólkur- búð og fiskbúðin hefur síðan í haust verið eign Heimis Gíslasonar. Loks hefur Sam- vinnuhankinn útibú í Austur- veri. — Á efri hæðinni eru skrifstofur. AÐEINS HELMINGUR BYGGÐUR ENN „Allir spáðu okkur dauða og djöfli, þegar við byrjuðum. En reynslan hefur orðið allt önn- ur,“ segir Guðjón Guðjónsson verzlunarstjóri hjá Sláturfélagi Suðurlands í Austurveri í við- tali við FV. „Verzlunin byrjaði 13. desember 1967. Hún var þá langstærsta matvöruverzlunin í borginni. Búðin er 430 fermetr- ar, og allt húsnæðið, sem hún hefur, um 1000 fermetrar, uppi og niðri. Þetta er nú orðið of lítið,“ „Ég var miklu bjartsýnni en flestir aðrir í upphafi. Reynsl- an hefur sýnt, að við höfum alltaf haldið aukningunni. Fólk kemur hingað til að verzla úr öllum áttum, og ég tel, að rúm- ur helmingur viðskiptanna komi frá öðrum hverfum en hér í kring. Enda held ég, að svona stór verzlun hefði ekki getað borið sig, ef hún hefði þurft að byggja algerlega á hverfinu, sem hún er í. Hagur verzlunar- innar hér hefur alltaf verið mjög góður.“ „Við skiptum búðinni í deild- ir, til dæmis er maður yfir í kjötdeild, stúlka hefur yfirum- sjón með allri sælgætissölu, sérstök stúlka sér um kæli- borð o.s.frv. Fyrst voru allir í öllu, en brátt kom í ljós, að menn komust þá ekki yfir að þekkja nógu vel til alls.“ Verzlunarmiðstöðin Austur- ver er nú um 2200 fermetrar, en það er aðeins um helmingur þess, sem miðstöðin á að verða, FV 3 1972 35

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.