Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1972, Blaðsíða 50

Frjáls verslun - 01.03.1972, Blaðsíða 50
Frá ritstjórn Neyzluskatta í stað þeirra beinu. Fulltrúar sveitarfélaga í landinu leggja nú síðustu hönd á fjárhagsáætlanir sínar fyrir árið 1972, sem venju samkvæmt áttiaðganga frá fyrir áramót. Nú loks liggur ljóst fyrir, hvernig sveitarfélög eiga að haga fjáröflun samkvæmt hinum nýju lögum um skatta- mál og tekjustofna. Gera má ráð fyrir, að sveitarfélög noti að fullu þær heimildir, sem fyrir liggja til innheimtu gjalda, en þar verða á veiga- miklar breytingar, til hins verra fyrir mik- inn þorra fólks. Fasteignaskattar verða nú hækkaðir að mun í anda hinna nýju laga, enda ekki annarra kosta völ i tekjuöflun fyrir sveitarfélögin. Skattar af því tagi koma illa við lslendinga almennt, því að hér hef- ur skapazt sú sérstaða umfram það, er ger- ist viðast í nálægum löndum, að fólk hefur komið sér upp eigin húsnæði. Nú verður Varhugaverð Það er í sjálfu sér gott og blessað að vekja þjóðaráhuga á framförum og fram- kvæmdum eins og lagningu vegar yfir Skeiðarársand. Sala happdrættismiðanna á dögunum sýndi, að þjóðin vill, að þessari langþráðu vegarlagningu, sem markvisst hefur verið unnið að undirbúningi á síðustu árin, vcrði lokið 1974. En að hverju marki ætla núverandi stjómvöld að leita eftir fjármagni frá al- menningi til opinberra framkvæmda, og hverjar verða afleiðingarnar af framhaldí á þeirri stefnu? Á skömmum tíma hefur rík- isvaldið aflað 300 milljóna króna mcð þcss- um hætti og sumir ráðherrarnir hafa hug- myndir um sölu vísitölutryggðra skulda- bréfa til enn frekari fjáiTnögnunar eins og slík eign hins almenna borgara, þ. e. a. s. þokkaleg meðalstór íbúð skattlögð að minnsta kosti þrefalt á við það, sem gerzt hefur til þessa. Breytingamar á skattalög- unum nýverið leiða hugann að grundvallar- reglum álagningar opinlierra gjalda og þeirri hættu, sem atvinnulífi og þjóðarbú- skap á Islandi er búin, ef gengið verður lengra í þá átt að leggja beina skatta á tekjur og venjulegustu eignir íolks. Það er mjög miður, að fólkið í landinu skuli nú vera látið gjalda þess, að það hefur verið fúst til mikillar vinnu og hefur lagt á sig mikið erfiði til að ná þeim lifskjörum, sem landsmenn geta verið hreyknir al'. 1 })essu efni á ekkert annað rétt á sér en skattlagn- ing þcirrar neyzlu, sem fólk hefur efni á og leyfir sér. Því her að hækka neyzluskatta, en draga úr byrði beinu skattanna. til dæmis í skipasmíðaiðnaðinum. Hvaðan kemur þetta fé? Það er einfaldlega spariféð, sem l>ankar landsins treysta á í rekstri sín- um og er undirstaðan fyrir almenna lána- starfsemi þeirra. Síðustu mánuði hafa sparifjárinnstæður í bönkum minnkað verulega vegna almennrar þenslu í peningamálum og ekki sízl vegna þess, að opinberar aðgerðir hafa beinlínis örvað þá þróun. Hér er um mjög alvarlegt mál að ræða fyrir þær fjölmörgu atvinnu- greinar og þætti viðskiptalífsins, scm verða að njóta fyrirgreiðslu bankanna, og ólijá- kvæmilegt er að setja mjög ákveðin takmörk fyrir bindingu fjármagnsins i opinberum framkvæmdum með þeim hætti, sem átt hef- ur sér stað upp á síðkastið. þróun peningamála. 50 PV 3 1972

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.