Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1972, Blaðsíða 17

Frjáls verslun - 01.03.1972, Blaðsíða 17
Pakistan Kínverjar veita lán Pakistan hefur orðið eitt af sýningarsvæðum Kínverja, þar sem þeir sýna, hve mikið þeir geta gert fyrir vini sína. Kínverjar buðu Pakistönum fjárhagsaðstoð. sem nam 200 milljónum dollara, árið 1970, en það voru 29% af allri að- stoð Kínverja við aðrar þjóð- ir. Með heimsókn sinni til Peking fyrir skömmu tryggði Bhutto forseti, að ekkert af þessu fer til Bangla Desh. Rússar voru fljótir til að jafna metin og buðu 209 milljónir dollara, sem eru 75% af að- stoð þeirra við aðrar þjóðir ár- ið 1970. Þessa verður mikil þöi’f, því að OECD-ríki, sem lögðu fram til Pakistan 457 milljónir dollara alls árin 1967-69, munu varla leggja mikið að mörkum til nýrra verkefna, meðan bann Pakist- an við skuldagreiðslum er í gildi. Ef þau gera það, verða kjörin ströng. Kínverjar veita vaxtalaus lán með auðveldum endur- greiðsluskilmálum. Þeir stand- ast áætlun og hafa lokið við tvö verkefni til þessa (annað er í núverandi Bangla Desh). Þriðja framkvæmdin, málm- bræðsla í Taxila, á að hefja framleiðslu í ágúst. Kínverjar Bresnéí býður aðstoð við olíu- og gasleit. hafa að undanförnu sýnt auk- inn áhuga á meiri háttar verk- fræðilegum verkefnum, svo sem brúm og flóðaveitum, en margt af því, sem um var rætt, var í Austur-Pakistan. Mikið af aðstoð Rússa við Pakistan hefur verið tæknileg aðstoð við olíu- og gasleit. Rússar vinna að raforkuveri og háspennuleiðslum. En tvær aðalframkvæmdirnar, sem þeir sögðust ætla að fjármagna, voru stór raforkuver við Tax- ila og 209 milljón dollara stál- verið við Karachi. Eini sjáan- legi árangurinn við þessar framkvæmdir báðar til þessa eru ryðguð skiltin á stöðun- um. Stálverið hefur einnig sætt mikilli gagnrýni heima- manna, af því að sagt er, að það muni valda mengun. Pak- istan hefur enga mengunar- löggjöf, og fátækrahverfin í Karachi eru einhver hin verstu í. heimi. Jafnvel íbú- unum í Karachi hefur of- boðið að hugsa til þess, að stálver í Buleji, fjórum mílum vestan borgarinnar, spúi brennisteinsgufu út í stað- vindana, sem beri hana síðan yfir borgina, og ausi úrgangi, sem hafni á ströndum borgar- innar. Rússar eiga að vera að gera hreinsitæki, en enginn veit neitt um það ennþá. Nú er verið að ræða um aðra staði, meðal annars Sonmiani, 40 mílum vestar, þar sem eru náttúruleg skilyrði fyrir höfn, og gott dýpi. Sovétríkin: Gildi mannlausu geimskipanna í þetta sinn tókst þeim það. Rússar komu Lúnu 20 örugg- lega niður á milli fjallanna á tunglinu, þar sem Lúna 18 hafði oltið og glatazt sex mán- uðum áður. Þetta sýnir hætt- urnar við lendingar á tungli. Á sérhverjum sæmilega flöt- um stað á tunglinu geta nú bæði Bandaríkjamenn og Rúss- ar lent með hárnákvæmni og töluvert fullkominni tryggingu um góðan árangur. En öðru máli gegnir um fjöllin, og menn munu ekki lenda þar á þessum áratug. Lúna 20 skófl- aði hins vegar upp nokkrum únsum af urð og skauzt upp aftur með gný og hélt heim til jarðar. Með þessu fékk Lúna 20 vís- indalegt gildi um allan heim. Bandaríkjamenn telja sig hafa náð sýnishornum af uppruna- legum fjöllum, sem hafi kast- azt upp úr iðrum fjallgarða í einhverjum af stórgosum á tunglinu. En þeir geta einung- is verið vissir í sinni sök með því að bera fund sinn saman við það, sem Lúna 20 leiðir í ljós. Kenningar um, að fjöll- in séu eldri en aðrir hlutar tunglsins, ekki eins þétt í sér og með mismunandi efnasam- setningu, verður að sanna með geimförum eins og Lúnu 20. Rússar þurfa ekki að fá fjalla- möl til jarðar til þess. Vísind- in ráða yfir merkilegum brögð- um, sem má nota til að efna- greina jarðveg á tungli með fjarstýringu frá jörðu. Banda- ríkjamenn gerðu þetta, þegar Surveyor 5. lenti nálægt gígn- um Tycho átján mánuðum áð- ur en fyrsta Apollofarið lenti á tunglinu. Þá höfðu þeir efa- semdir um, hversu nákvæmar þær niðurstöður væru, sem þeir fengu þannig, og þær voru fyrir hendi allt þar til Apollo-geimfararnir færðu heim fyrstu hnullungana til jarðar. Með Lúnu 20. hafa Rússar öðru sinni notað tæki til að safna sýnishornum. Þar sem engar lendingar manna á tungli eru ráðgerðar, þegar lokið verður tveim ferðum Bandaríkjamanna í ár, virðast Rússar munu verða þeir einu, sem geta boðið upp á nýtt tunglgrjót um nokkurt skeið í framtíðinni. FV 3 1972 17

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.