Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1973, Page 17

Frjáls verslun - 01.12.1973, Page 17
i siutiu máli § Tckjuöfliiii ríkisins Nefnd hefur nýveriö skilaö skýrslu um tekjuöflun ríkisins. Er skýrslunni „ætlaö að vera eins konar umræöu- grundvöllur viö mótun meginstefnu í skattamálum“. Nefndin leggur m. a. til, aö tekjuskatturinn veröi brúttó- skattur, og að skattar á nýjum ben- zínbílum verði lækkaöir, en benzín- gjald hækkað á móti. Sömuleiðis verði álagningarprósenta sú sama á öllum tegundum áfengis. Mörg skemmtileg dæmi eru um mismunun í skattalög- unum, en þegar kemur aö saman- burði milli hlutafélaga og samvinnu- félaga, telur nefndin að rétt sé „að miða við þær aröskiptareglur, sem fé- lagsformunum hafa verið ákveðnar í þeim lögum, sem um þau gilda“. • Stjórnaraiifkiöðn- flokkar viljja áckjjii- skaftslœkkim Alþýðuflokkurinn hefur lagt fram þingsályktunartilögu og Sjálfstæöis- flokkurinn hefur lagt fram frum- varp á Alþingi um breytingu á tekju- skatti í þá átt, að hann verði lækk- aður, þótt með nokkuö ólíkum hætti sé. Þá er vitað, að ríkisstjórnin hyggst verzla við launþegasamtökin með lækkun tekjuskatts og hækkun sölu- skatts, sem ekki kæmi fram í kaup- greiðsluvísitölu. • Öryggi á sjjó í fréttum frá Alþjóða vinnumála- stofnuninni segir, aö í rannsókn, sem gerð var í Frakklandi, hafi komiö í ljós, að 87% allra sjóslysa eða óhappa á sjó eigi sér stað að næturlagi. Þar af verður helmingur, þegar fiskiskip eru á heimleið úr veiðiferð, fjórðung- ur á útleið og fjóröungur, eftir að komið er á miðin. Er þreyta ástæöa hinna mörgu slysa á heimleið? f Samkcppni samsláitiir lianka Sænska ríkisstjórnin hefur ákveöiö að slá saman Kreditbanken og Post- banken. XJtkoman verður stærsti við- skiptabanki Svíþjóðar. Stjórnarand- staðan greiddi atkvæði á móti sam- einingunni. Hinn nýi banki mun m. a. hafa opið á póstafgreiðslum á laug- ardögum. Hvort aörir viðskiptabankar opna aftur á laugardögum eða semja viö bankann um afgreiöslu á þeim dögum gegn þóknun er óvitað mál. En fátt er svo með öllu illt, að ekki boði nokkuð gott. • \orðnr- \oiTgnr og orkiiskorfuriiin Norður-Noregur er viðkvæmt svæöi í NATO. Norðmenn kaupa þegar nokkra raforku frá Rússum, en olíu- skorturinn veldur því, að talað er um að leita eftir frekari kaupum frá þeim. í undirbúningi er einnig frumáætlun um vatnsaflsstöð á viðkvæmum stað frá náttúruverndarsjónarmiði. Kjarn- orkuver er ekki talið koma til greina á þessum slóðum. Láðvík varft að hcyjíjja sig Málefni Fiskvinnuskólans hafa vak- ið athygli að undanförnu. Greinilegt er, að sjávarútvegsráðuneytiö og Fisk- mat ríkisins ætluðu sér að halda áfram meö matsnámskeiö, eins og Fiskvinnsluskólinn hefði aldrei verið settur á laggirnar. Málinu lyktaði þó með því, aö sjávarútvegsráðherra varð að lýsa því yfir, að öll matsnámskeiö í fiskiðnaöi yröu framvegis á vegum Fiskvinnsluskólans. FV 12 1973 9

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.