Frjáls verslun - 01.12.1973, Page 23
ÚTLÖIIID
Skipulögð nýting fæðulinda
— víða skortur á eggjahvíturíkri fæðu
Allt fram á þennan dag hafa
menn bundið vonir sínar við, að
úr hafinu fáist um alla fram-
tíð sú eggjahvíta, sem mann-
kynið þarfnast. Hin öra mann-
fjölgun í heiminum eykur eft-
irspurn eftir eggjahvítuefni,
sem er nauðsynlegt fæðuefni,
til þess að menn geti þrifizt.
Haflífeðlisfræðingarnir eru nú
að komast á aðra skoðun í þess-
um efnum, og segja að mann-
inum takist aðeins að tvöfalda
fæðuvinnslu sína úr hafinu í
framtíðinni, miðað við lieildar-
magnið nú, en síðan ekki meir.
Ýmsar fisktegundir hafa ver-
ið ofveiddar, eins og við íslend-
ingar vitum manna bezt, og t. d.
að nefna ákveðið dæmi, þá er
ýsustofninn undan austurströnd
Norður-Ameríku í bráðri hættu
af þessum sökum, segir í grein
sem Walter Sullivan ritaði í
The New York Times fyrir
nokkru.
SKIPULÖGÐ NÝTING.
FÆÐULINDA HAFSINS.
Víða í heiminum er verulegur
skortur á eggjahvíturíkri fæðu
til manneldis, eins og t. d. í
nokkrum ríkjum í Afríku. Líf-
eðlisfræðingar telja, að hægt
verði að bæta úr þessu með
skipulagðri nýtingu fæðulinda
hafsins í framtíðinni (það sem
þeir nefna á ensku „aquacul-
ture“). Rockefellerstofnunin í
Bandaríkjunum boðaði til ráð-
stefnu nýlega með haffræðing-
um og lífeðlisfræðingum, til
þess að ræða þetta vandamál
og gera áætlanir um framtíðina.
Á fundinum var einna mest rætt
um nýtingu Kyrrahafsins og
hvaða nýjar aðferðir mætti
nota þar, til þess að auka fæðu-
öflunina úr hafinu. í Kyrrahafi
eru margar eyjar og eyjaklasar,
þar sem íbúarnir lifa á auðæf-
um hafsins. Ti] þess að nýta bet-
ur umræddar auðlindir, þarf
ekki aðeins að breyta tækninni,
sem þetta fólk notar, heldur
einnig stjórnmála- og þjóðfé-
lagslegum skoðunum fólksins á
mikilvægi hafsins sem fæðu-
gjafa.
HVERT STEFNIR.
David H. Wallace, aðstoðar-
framkvæmdastjóri í hafauð-
lindadeild bandaríska viðskipta-
ráðuneytisins, hélt athyglisvert
erindi á ráðstefnunni um eggja-
hvítuvinnslu úr hafinu. Hann
sagði m. a., að á undanförnum
70 árum, hafi heildarfiskafli úr
hafinu 15 faldast og er nú orð-
inn um 70 millj. lesta á ári.
Hann sagði, að þrátt fyrir sívax-
andi veiðitækni, þá væri ósenni-
legt, að aflamagnið yrði mikið
meira úr þessu. Wallace sagði,
að fiskur væri eina fæðutegund-
in, sem maðurinn aflaði sér enn
með „veiðiskap". Kjöt og aðrar
landbúnaðarafurðir útvegar
maðurinn sér með skipulagðri
ræktun, en á sama tíma keppa
fiskveiðiþjóðir um að veiða sem
mest af fiski, án alls eftirlits og
skipulags, með veiðitækni, sem
verður afkastameiri með hverju
árinu sem líður. í ræðunni sagði
Wallace, að nauðsynlegt væri að
takmarka þegar í stað veiðar á
hafinu, að öðrum kosti væri
þessi fæðuauðlind dauðadæmd.
FISKIRÆKT f VÖTNUM.
OG SJÓ FER VAXANDI
„Aquaculture", eða fæðu-
rækt í vötnum, fjörðum og fló-
um, hefur margfaldast á undan-
förnum árum og nemur heild-
arframleiðslan nú um 5 millj.
lesta á ári, segir í skýrslum Mat-
væla- og landbúnaðarstofnunar
S. þ. Af heildarmagninu er 3,7
millj. fiskur, 1 millj. lesta ostr-
ur og annar skelfiskur og 300.-
000 lestir þang. Sérfræðingar á-
líta, að hægt sé að auka fæðu-
ræktina með þessu áframhaldi,
a. m. k. fimm sinnum og jafnvel
20 sinnum miðað við núverandi
afköst. Sú þjóð, sem mestum
árangri hefur náð á þessu sviði
er Kína, en Kínverjar fá 40%
af allri eggjahvíturíkri fæðu
sinni úr hafinu með slíkri fiski-
rækt. Þeir rækta mikið af
kröbbum í smátjörnum, eða
pollum. Með vísindalegum að-
gerðum hefur Kínverjum tekizt
að rækta sterkan krabbastofn,
sem hentar vel til skipulagðrar
ræktunar.
FV 12 1973
15