Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1973, Blaðsíða 23

Frjáls verslun - 01.12.1973, Blaðsíða 23
ÚTLÖIIID Skipulögð nýting fæðulinda — víða skortur á eggjahvíturíkri fæðu Allt fram á þennan dag hafa menn bundið vonir sínar við, að úr hafinu fáist um alla fram- tíð sú eggjahvíta, sem mann- kynið þarfnast. Hin öra mann- fjölgun í heiminum eykur eft- irspurn eftir eggjahvítuefni, sem er nauðsynlegt fæðuefni, til þess að menn geti þrifizt. Haflífeðlisfræðingarnir eru nú að komast á aðra skoðun í þess- um efnum, og segja að mann- inum takist aðeins að tvöfalda fæðuvinnslu sína úr hafinu í framtíðinni, miðað við lieildar- magnið nú, en síðan ekki meir. Ýmsar fisktegundir hafa ver- ið ofveiddar, eins og við íslend- ingar vitum manna bezt, og t. d. að nefna ákveðið dæmi, þá er ýsustofninn undan austurströnd Norður-Ameríku í bráðri hættu af þessum sökum, segir í grein sem Walter Sullivan ritaði í The New York Times fyrir nokkru. SKIPULÖGÐ NÝTING. FÆÐULINDA HAFSINS. Víða í heiminum er verulegur skortur á eggjahvíturíkri fæðu til manneldis, eins og t. d. í nokkrum ríkjum í Afríku. Líf- eðlisfræðingar telja, að hægt verði að bæta úr þessu með skipulagðri nýtingu fæðulinda hafsins í framtíðinni (það sem þeir nefna á ensku „aquacul- ture“). Rockefellerstofnunin í Bandaríkjunum boðaði til ráð- stefnu nýlega með haffræðing- um og lífeðlisfræðingum, til þess að ræða þetta vandamál og gera áætlanir um framtíðina. Á fundinum var einna mest rætt um nýtingu Kyrrahafsins og hvaða nýjar aðferðir mætti nota þar, til þess að auka fæðu- öflunina úr hafinu. í Kyrrahafi eru margar eyjar og eyjaklasar, þar sem íbúarnir lifa á auðæf- um hafsins. Ti] þess að nýta bet- ur umræddar auðlindir, þarf ekki aðeins að breyta tækninni, sem þetta fólk notar, heldur einnig stjórnmála- og þjóðfé- lagslegum skoðunum fólksins á mikilvægi hafsins sem fæðu- gjafa. HVERT STEFNIR. David H. Wallace, aðstoðar- framkvæmdastjóri í hafauð- lindadeild bandaríska viðskipta- ráðuneytisins, hélt athyglisvert erindi á ráðstefnunni um eggja- hvítuvinnslu úr hafinu. Hann sagði m. a., að á undanförnum 70 árum, hafi heildarfiskafli úr hafinu 15 faldast og er nú orð- inn um 70 millj. lesta á ári. Hann sagði, að þrátt fyrir sívax- andi veiðitækni, þá væri ósenni- legt, að aflamagnið yrði mikið meira úr þessu. Wallace sagði, að fiskur væri eina fæðutegund- in, sem maðurinn aflaði sér enn með „veiðiskap". Kjöt og aðrar landbúnaðarafurðir útvegar maðurinn sér með skipulagðri ræktun, en á sama tíma keppa fiskveiðiþjóðir um að veiða sem mest af fiski, án alls eftirlits og skipulags, með veiðitækni, sem verður afkastameiri með hverju árinu sem líður. í ræðunni sagði Wallace, að nauðsynlegt væri að takmarka þegar í stað veiðar á hafinu, að öðrum kosti væri þessi fæðuauðlind dauðadæmd. FISKIRÆKT f VÖTNUM. OG SJÓ FER VAXANDI „Aquaculture", eða fæðu- rækt í vötnum, fjörðum og fló- um, hefur margfaldast á undan- förnum árum og nemur heild- arframleiðslan nú um 5 millj. lesta á ári, segir í skýrslum Mat- væla- og landbúnaðarstofnunar S. þ. Af heildarmagninu er 3,7 millj. fiskur, 1 millj. lesta ostr- ur og annar skelfiskur og 300.- 000 lestir þang. Sérfræðingar á- líta, að hægt sé að auka fæðu- ræktina með þessu áframhaldi, a. m. k. fimm sinnum og jafnvel 20 sinnum miðað við núverandi afköst. Sú þjóð, sem mestum árangri hefur náð á þessu sviði er Kína, en Kínverjar fá 40% af allri eggjahvíturíkri fæðu sinni úr hafinu með slíkri fiski- rækt. Þeir rækta mikið af kröbbum í smátjörnum, eða pollum. Með vísindalegum að- gerðum hefur Kínverjum tekizt að rækta sterkan krabbastofn, sem hentar vel til skipulagðrar ræktunar. FV 12 1973 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.