Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1973, Page 25

Frjáls verslun - 01.12.1973, Page 25
Indverskt framkvæmdalíf: Mafatlal - samsteypan eitt stærsta fyrirtæki landsins — með 38000 starfsmenn, og gefur stórfé til hjálparstarfs á Indlandi Þegar menn hugsa um Ind- land og indverskt fram- kvæmdalíf, dettur líklegast fæstum það í hug, að þar í landi þrífist einstaklingsfram- ták og frjáls verzlun, samhliða ríkisrekstri. Raunin er sú, að þrátt fyrir umfangsmikinn rík- isrekst'ur, þá finnast í Indlandi stór hlutafélög og fjölskyldu- fyrirtæki. Einn auðugasti fram- kvæmdamaður Indlands er Ar- vind Mafatlal, sem rekur þriðja stærsta fyrirtæki lands- ins, sem ekki er í eigu ríkis- ins. í einum ,,fínni“ hluta Bom- bay er að finna meðal stórra húsa og glæsilegra einkabíla, fimm hæða hús, þar sem 60 manna þjónustulið sinnir einni fjölskyldu. f þessu húsi býr Arvind Mafatlal, sem er 49 ára gamall og slunginn kaupsýslu- maður. Hann er stjórnarfor- maður Mafatlal-samsteypunn- ar, sem er þriðja stærsta einka- fyrirtæki Indlands, eins og fyrr sagði, en þar starfa 37.700 manns. Starfsemi Mafatlal-sam- steypunnar er á vesturströnd Indlands og heildarsala hennar árið 1971, var um $250 millj- ónir. í stórhýsi Mafatlals búa á- samt honum og eiginkonu hans, móðir hans, tveir upp- komnir synir, dóttir, tveir bræður, frændfólk, tengdafólk, barnabörn og fleiri fjarskyldir ættingjar. Mafatlal býr sjálfur á fyrstu hæð, en hitt fólkið á hæðunum fyrir ofan. Á fyrstu hæð eru stofur, billiardher- bergi, borðstofa og eldhús. Mafatlal lítur ekki á íbúa hússins, sem sína einu fjöl- skyldumeðlimi, heldur telur hann forstjóra, fulltrúa, verk- stjóra og aðra starfsmenn fyr- irtækisins sem hluta „af fjöl- skyldunni“. Mafatlal er bæði nýtízkulegur stjórnandi risafyr- irtækis og íhaldssamur Ind- verji, sem heidur fast í hefð- bundna siði og venjur, sem tíðkast þar í landi. Hann ræð- ur menn með góða menntun Arvind Mafatlal, stjórnarfor- maður Mafatlal-samsteypunn- ar. í æðstu stöður fyrirtækisins, en eins og aðrir indverskir fram- kvæmdamenn, þá leitar hann ráða hjá stjörnufræðingum áð- ur en hann byrjar á stærri verkefnum. Þrátt fyrir það, að hann hafi ráðið marga fræga menn til starfa hjá fyrirtæk- inu, þá ræður hann aðeins menn sem eru skyldir honum í mikilvægustu stöðurnar. SYNIRNIR ERU AÐ KOMAST INN í REKSTURINN Elzti sonur stjórnarformanns- ins, Padmanabh, sem er 25 ára, fær nú orðið að sitja stjórnar- fundi, sem „sérstaklega boðinn gestur“. Þar að auki hefur hann aðgang að mikilvægum skjölum og gögnum fyrirtækis- ins. Yngri sonurinn, Hirshi- kesh, sem er 20 ára, leggur stund á viðskiptanám í Bom- bay, og þegar hann lýkur prófi, hefur hann störf hjá fyrirtæki fjölskyldunnar. Synir bræðra Mafatlal, sem enn eru ungir að árum, fá einnig störf hjá stórfyrirtækinu, þegar þeir vaxa úr grasi. „Þaði er ekki enn hægt að kenna þá hæfi- leika, sem menn þurfa að hafa í viðskiptalífinu", segir Ma- fatlal. MAFATLAL-FYRIRTÆKIÐ VAR STOFNAÐ 1905 Afi Arvind Mafatlal, Seth Mafatlal Gagalbhai, stofnaði fyrirtækið árið 1905 í hérað- inu Gujarat, sem er fyrir norð- an Bombay, en upphaflega framleiddi það aðeins léreft. Árið 1930 bættist strigaverk- smiðja við, og enn seinna efna- litunarverksmiðja. Faðir Ma- fatlal rak fyrirtækið fram til ársins 1950, er hann lézt, en þá tók Arvind við stjórn þess, aðeins 32 ára að aldri. Hann hélt áfram að stækka fyrir- tækið og auka framleiðsluna og bætti t. d. við efnaverk- smiðjum og olíuefnaverksmiðj- um. Hann hóf samstarf við Shell olíufélagið og stofnaði með því fyrirtækið National Organic Chemical Industries Ltd., í Bombay. Nú á þetta fyrirtæki — NOCIL — 14 verksmiðjur í Indlandi. Ma- fatlal lét ekki við þetta sitja, heldur hóf hann einnig sam- vinnu við þýzka Farbwerke Hoechst AG, og stofnað var fyrirtækið Polylefins Indus- tries Ltd., sem einnig er í Bombay. TRÚIR A F.TÖLBREYTTA FFRAMLEIÐSLU OG SAMVINNU Mafatlal trúir á samvinnu við erlend stórfyrirtæki, sem búa yfir tækniþekkingu og framleiðsluréttindum, en vill samt sem áður halda sig inn- an efnaiðnaðarins, sökum þess, að hann telur of víðtæka fram- leiðslu óæskilega. „General Motors framleiða ekki kemísk efni og Du Pont framleiðir ekki stál“, segir hann. Þegar hann tók við stjórnartaumun- um, tók hann bræður sína og frændur inn í reksturinn, þannig að allir fá að segja álit sitt, en „ákvarðanir verða að vera samhljóða“. Þessi stefna FV 12 1973 17

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.