Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1973, Side 30

Frjáls verslun - 01.12.1973, Side 30
Á 14 ára biskupsferli hefur Herra Sigurbjörn Einarsson vígt 50 presta. Skortur á prestum er eltki fyrirsjáanlegur. nefna Barðastrandasýslu, jafn víðfemt svæði og erfitt yfir- ferðar sem hún er. Þar eru prestar á Reykhólum og Patr- eksfirði og skipta þeir allri strandlengjunni með sér, en þar eru alls 12 kirkjur. — Er hugsanlegt að veru- legur skortur verði á guðfræð- ingum til að þjóna kirkjunni á næstu árum? — Um nokkurt árabil hefur framboð á guðfræðingum ver- ið minna en þörfin. Sérstak- lega hafa Austfirðir orðið illa úti, þar sem fjölmenn presta- köll hafa verið óskipuð. Nú hefur ástandið breyzt til mik- illa muna og embættin eru skipuð ungum mönnum. Á 14 ára biskupsferli mínum hef ég vígt 50 presta og nú horfir nokkuð vel í þessum málum, því að margir eru við nám í guðfræði og skortur á prestum er ekki fyrirsjáanlegur. Þó er að sjálfsögðu undir ýmsu kom ið hvernig til tekst og þá sér- staklega hvernig að prestum er búið í dreifbýlinu. Við þekkjum, hve erfitt hefur reynzt að fá lækna og kennara til starfa þar. En í þessum skilningi hafa prestarnir verið þjóðhollari en aðrar stéttir, því að þeir vilja þjóna fólkinu á landsbyggðinni. — Hve mikið fjármagn er áætlað að renni til þjóðkirkj- unnar á næsta ári? Á hve mörgum stöðum er verið að byggja kirkj'ur og safnaðar- heimili og hvernig eru þær framkvæmdir fjármagnaðar? Á fjárlagafrumvarpi ársins 1974 er gert ráð fyrir að 143 millj. og 29 þúsund renni til þjóðkirkjunnar. Langmestur hluti af því fer í launagreiðsl- ur til prestanna og annarra fastra starfsmanna kirkjunnar. Þetta mun nema um 0,5% af heildarútgjöldum ríkisins. Fjár- veitingavaldið er mjög íhalds- samt, þegar kirkjan er annars vegar. Svo hefur verið alla mína tíð í embætti og reynd- ar miklu lengur. Gegnir furðu hve erfiðlega gengur að fá greinda menn til að viður- kenna borðleggjandi staðreynd- ir, þegar kirkjan á í hlut. Þegar málið er skoðað niður í kjölinn leggur ríkið kirkjunni ekki eyri til. Það hefur tekið að sér fjárhald fyrir kirkjuna en vel fram á þessa öld var hún sjálfstæð að þessu leyti. Jarðeignir, sem kirkjan átti, stóðu undir útgjöldunum, þó að afraksturinn rýrnaði og færi mjög eftir árferði. Fyrir- komulag þetta var svo endur- skoðað upp úr aldamótum, þeg- ar prestum hafði verið fækkað til verulegra muna. Stofnaður var prestlaunasjóður og tekjur hans áttu að byggjast á af- rakstri kirkjujarða. Ríkið tók að sér innheimtuna og búizt var við að dæmið gengi upp, sem þó varð ekki vegna verð- þróunarinnar. Sjóðurinn hjaðn- aði sem sagt og varð að engu, því að jarðdrnar skiluðu ekki því sem ráðgert var. Kirkjan ber ekki sök á þessu og kirkj- unnar menn telja, að ekki sé hægt að hnekkja því lögfræði- lega, að það sem greitt er til kirkjulegra þarfa úr ríkissjóði sé renta af innistæðu, sem kirkjan á inni hjá ríkinu. En ríkið hefur farið með kirkjujarðirnar sem sína eign. Með kristnisjóði, sem stofn- aður var 1970 var ákveðið að andvirði seldra kirjujarða skyldi renna til tiltekinna þátta í kirkjulegu starfi, svo sem til að styrkja starfsmenn þjóðkirkjunnar til lausnar á- kveðinna verkefna utan við kerfið, styðja við bakið á söfn- uðum, sem óska eftir djákna eða safnaðarsystur til starfa o. s. frv. Hvað kirkjubyggingar snert- ir er það helzt að segja, að í Reykjavik er nú verið aði byggja kirkjur í Langholts- prestakalli, Ásprestakalli, Ár- bæjarprestakalli og Grensás- prestakalli. Safnaðarheimili eru komin upp í Grensáspresta kalli og í Langholtsprestakalli. Auk þess er bygging Hall- grímskirkju á döfinni. Á Egisstöðum er verið að reisa nýja kirkju og eins í Bjarnarnesi í A.-Skaftafells- kirkju og Eydölum. Þá er Glerárkirkja á Akureyri í und- irbúningi, ennfremur kirkjur í Grindavík og Stykkishólmi og á Blönduósi, allt stórátök. í Innri-Njarðvík er verið að reisa safnaðarheimili og í Ytri-Njarðvík og í Garða- hreppi. Allt þetta mikla starf hvílir að verulegu leyti á herðum fólksins sjálfs. Kirkjan hefur rétt til að leggja á félagsgjald, kirkjugjaldið, á meðiimi sína, en það gerir ekki betur en að hrökkva rétt fyrir rekstrarút- gjöldum. Þetta gjald er nú 500 kr. á skattgreiðanda í þjóð- kirkjunni í Reykjavík en fer sums staðar niður í 100 kr. í sveitarfélögum úti á landi. Kirkjubyggingasjóður lánar fjármagn til nýbygginga kirkna og viðgerða, vaxtalaust. Ríkið leggur nú 4 milljónir í þennan sjóð fyrir allt landið en sveitarfélög leggja stundum nokkuð af mörkum. Reykja- vík greiðir á þessu ári 3 millj- ónir. Fyrir utan þetta fram- kvæmdafé fær Hallgrímskirkja svo sérstaklega 4 milljónir á árinu. Kirkjubyggingasaga síðustu ára er mjög merkilegur kapi- tuli miðiað við fjármálin og hvað söfnuðirnir hafa lagt geysilega mikið á sig til að koma byggingum upp. Dæmi um þetta stórátak blasa við hjá tiltölulega litlum söfnuð- um eins og í Ólafsvík, Grund- arfirði, Hólmavík, Selfossi, Dal- vík, Hofsósi, Höfn í Horna- 22 FV 12 1973

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.