Frjáls verslun - 01.12.1973, Side 35
flM AFL ÞEIRRA HLUTA SEM GERA SKAL
FJÁRHAGSBÓKHALD
ÞÉR AFHENDIÐ OKKUR . . .
Bókunarbeiðni íyrir hvert íylgiskjal,
þar sem fram kemur:
— dagsetning
— fylgiskjalsnúmer
— reikningsnúmer fœrslna fylgi-
skjalsins
— upphœðir
— textar, ef þér teljið þeirra þörf.
VIÐ AFHENDUM YÐUR . . .
DAGBÓK, þar sem framkvœmd hefur
verið villuathugun á fœrslum yðar.
REIKNINGAHREYFINGALISTA, sem sýn-
ir hverja einstaka fœrslu, sem átt
hefur sér stað í mánuðinum innan
hvers reiknings.
HÖFUÐBÓK með upplýsingum um
saldo hvers reiknings í upphafi
mánaðar, hreyfingar í mánuðinum
svo og saldo í mánaðarlok. ENN-
FREMUR eigið þér þess kost að
setja inn áœtlanatölur og mun vél-
in þá gefa yður samanburð á þeim
og hinum raunverulegu rekstrartöl-
um.
REIKNINGSYFIRLIT. Hér er efnahags-
og rekstrarreikningi stillt upp eftir
yðar óskum og samanburður gerð-
ur við fyrri tímabil.
VÍXLABÓK
ÞÉR BÆTIÐ VIÐ
þœr fœrslur í fjárhagsbókhaldinu, sem
einnig eiga að fœrast í víxlabók, núm-
er skjalsins (víxilsins, skuldabréfsins)
svo og gjalddaga.
OG FÁIÐ FRÁ OKKUR
VÍXLABÓK í röð á
— gjalddaga
og/eða
— víxilnúmer
og/eða
— skuldara (stafrófsröð eða í röð á
nafnnúmer).
Þér getið fengið ofangreinda sundur-
liðun á hvaða reikningsnúmer fjárhags-
bókhaldsins sem er, svo framarlega sem
hver faersla á viðkomandi reiknings-
númer fœr sitt einkennisnúmer.
VIÐSKIPTAMANNA-
BÓKHALD
ÞÉR AFHENDIÐ OKKUR . . .
— nótur
— greiðslukvittanir
VIÐ AFHENDUM YÐUR . . .
REIKNINGA tilbúna til útsendingar.
REIKNINGSYFIRLIT, þar sem fram
koma allir ógreiddir reikningar í
byrjun mánaðarins svo og úttekt og
greiðslur viðskiptavinarins 1 mánuð-
inum.
Sýnd er aldursdreifing ógreiddra
reikninga svo og reikningsleg staða
viðskiptavinarins í lok mánaðarins.
SKULDALISTA. Þessi listi er œtlaður
stjórnendum svo og þeim, sem um
innheimtuna sjá. Gefur hann all ítar-
legar upplýsingar um hvern við-
skiptavin fyrir sig, m. a. aldurs-
dreifingu skulda hans, viðskipti hans
á árinu o. s. frv.
Itarlegt viðskiptamannabókhald er meg-
inþáttur í skýrslugerð hvers fyrirtœkis.
Ofangreindri úrvinnslu er cetlað að gera
þeim þœtti viðhlítandi skil.
KOSTNAÐAR-
BÓKHALD
FULLKOMIN REKSTRARSTJÓRN
krefst í mörgum tilfellum nákvœms
kostnaðarbókhalds, þar sem sérhver
útgjöld eru heimfœrð á ákveðinn
kostnaðarstað. Sérstakur dálkur er á
bókunarbeiðninni til að skrá viðkom-
andi kostnaðarstað, svo viðbótarvinna
bókhaldarans verður sáralítil.
OKKAR FRAMLAG VERÐUR . . .
LISTI YFIR REIKNINGAHREYFINGAR,
sem sýnir allar breytingar í mánuð-
inum á hverjum reikningi fyrir sig.
AÐALBÓK með upplýsingum um saldo
hvers reiknings í mánaðarlok, svo
og hreyfingar í mánuðinum. Ef áœtl-
anatölur eru fyrir hendi, eru þœr
bornar saman við þœr raunveru-
legu og frávik sýnd, ef einhver eru.
KOSTNAÐARSUNDURLIÐUN PR.
KOSTNAÐARDEILD. Fleiri en einn
kostnaðarstaður getur verið undir
hverri deild. Þessi listi sýnir sam-
talstölu fyrir hverja útgjaldategund
innan hverrar deildar.
LAUNABÓKHALD
VIÐ FÁUM . . .
— Upplýsingar um nýja launþega
— Breytingar á launum, frádrœtti o. fl.
— Eftirvinnu- og nœturvinnutíma
— Upplýsingar um hœtta launþega
ÞÉR FÁIÐ . . .
LAUNASEÐLA fyrir launþega með
sundurgreiningu launa og frádráttar-
liða ásamt samtalstölum frá áramót-
um.
LAUNALISTA fyrir hverja deild.
LAUNAYFIRLIT, heildaryfirlit yfir
greidd laun hjá fyrirtœkinu.
TILKYNNINGU TIL BANKA um inn-
borganir inn á reikninga launþeg-
anna eða . . .
TILKYNNINGU TIL GJALDKERA um ut-
borgun til hvers launþega.
SPARIMERKI áföst launamiðum og
uppgjörslista til póststjórnar.
LÍFEYRISSJÓÐSLISTA skrifaðan fyrir
hvern sjóð með framlagi launþega og
atvinnurekanda.
LISTA YFIR OPINBER GJÖLD til Gjald-
heimtu og annarra innheimtuaðila.
LISTA yfir aðra frádráttarliði.
STIMPILKORT fyrir nœsta launatíma-
bil.
LAUNAMIÐA til skatts.
LESA. HÚN GETUR RÁÐIÐ ÚRSLITUM UM VELFERÐ FYRIRTÆKJA ÞEIRRA.
FV 12 1973
27