Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1973, Qupperneq 37

Frjáls verslun - 01.12.1973, Qupperneq 37
Grcinar og uiðlöl Staðgreiðsla skatta Eftir dr. Guðmund IVIagnússon, prófessor Umræður hafa átt sér stað um það öðru hvoru hér á landi, hvort ekki væri tímabært að taka upp staðgreiðslukerfi skatta, þ. e. greiðslu skatta um leið og teknanna er aflað. Síð- ast mögnuðust umræður um þetta mál, þegar fjallað var um „tómu umslögin“ í borgar- stjórn. Staðreyndin er sú, að skoðanir eru mjög skiptar með- al embættismanna hérlendis um, hvort hentgugt sé að hverfa til staðgreiðslukerfis skatta. f því, sem hér fer á eftir verður lýst helztu einkennum staðgreiðslukerfis og reynt að meta kosti þess og galla. NEFNDARÁLIT 1970 Þingskipuð nefnd um stað- greiðslu opinberra gjalda skil- aði áliti í janúar 1970. Er þar að finna almennt yfirlit um staðgreiðslukerfi, áhrif þess og hugsanlega framkvæmd. Mun talsvert af því, sem hér fer á eftir verða sótt í þá skýrslu. Hins vegar er rétt að geta þess, að nánast allir nefndarmenn smeygðu sér undan því að taka afdráttarlausa afstöðu með eða móti staðgreiðslu op- inberra gjalda. HELZTU EINKENNI STAÐGREIÐSLUKERFIS Eins og nú háttar, á álagn- ing og innheimta opinberra gjalda sér stað árið eftir að tekna er aflað. Reyndar er hluti skattgreiðslunnar hjá ein- staklingum ákveðinn fyrir- fram, þ. e. greiða skal 60% af gjöldum næstliðins árs fyrir mitt ár. En vegna þess, hve tekjur hækka ört, þýðir þetta hjá allflestum, að aðalskatt- þunginn lendir á seinni hluta ársins. Sömuleiðis sveiflast tekjur hér á landi meira en gerist í nágrannalöndunum, þannig að ekkert kann að vera að innheimta ári seinna. Á hinn bóginn verða skattgreiðsl- ur óverulegur hluti teknanna, þegar uppgrip eru. Sömuleiðis næst ekki til þeirra, sem eru að byrja á vinnumarkaðnum fyrr en ári seinna og erfitt getur verið að innheimta skatt, þegar búferlaflutningar eiga sér stað, skilnaður, gjaldþrot o. s. frv. í skattgreiðslukerfi er að því stefnt, að skattar séu lagðir á og innheimtir jafnóðum og tekjurnar myndast. Á Norðurlöndum er skattur- inn ákvarðaður á grundvelli áætlunar um tekjur ársins. Að því leyti má tala um fyrir- framgreiðslu og segja, að nálg- ast mætti staðgreiðslukerfi annarra Norðurlanda með hækkun fyrirframgreiðslu gild- andi kerfis. Rétt er þó að benda á, að með því móti næst ekki til ýmissa hópa, eins og þeirra, sem eru að byrja á vinnumarkaðnum, auk þess sem fyrirtæki greiða hér ekki samkvæmt áætlun, en í Sví- þjóð og Bandaríkjunum ná kerfin einnig til fyrirtækja. Ekki þarf heldur að vera víst, að Norðurlandakerfið sé það hentugasta og hagkvæmasta. Ýmislegt bendir reyndar til, að það sé of þunglamalegt í vöfum, og að þýzka kerfið væri betra, en þar fer álagn- ingin fram jafnóðum eftir til- teknum reglum. FRAMKVÆMD Það fer eftir aðstæðum og ákvörðun í hverju landi til hvaða aðilja kerfið nær og hvaða skattar eru innheimtir samkvæmt því. Sömuleiðis þarf að sjálfsögðu að ákveða, hvernig álagning og innheimta á að fara fram. Tillögur nefndarinnar voru í aðalatriðum þessar: 1. Að kerfið skyldi ná bæði til opinberra gjalda launþega og opinberra gjalda af sjálf- stæðri starfsemi, hvort sem hún er stunduð á vegum einstaklinga, félaga, stofn- ana eða sjóða. 2. Launþegar skyldu greiða samkvæmt flatri prósentu á launin, þ. e. við hverja út- borgun skyldi haldið eftir ákveðnum hundraðshluta launanna. Gjöld af atvinnurekstri skyldi hins vegar inna af hendi samkvæmt áætlun eða nánari ákvörðun skattyfir- valda. 3. Skattgreiðslur innan ársins yrðu bráðabirgðagreiðslur. Að skattári loknu færi fram álagning eftir framtölum skattþegna og mismunurinn gerður upp eftir tilteknum reglum. EINFÖLDUN NAUÐSYNLEG Hverjum manni er ljóst, að það mundi auðvelda mjög staðgreiðslukerfi í framkvæmd, sem og gildandi kerfi, ef skatt- kerfið væri einfaldað. Eins og er, er ýmiss konar frádráttur heimilaður frá brúttótekjum, áður en tekjuskattur er reikn- aður. Má þar nefna persónu- frádrátt, 50% af launatekjum konu, námsfrádrátt, vaxta- gjöld, sjómannafrádrátt, skyldusparnað o. fl. Þegar allt kemur til alls, reiknast ekki nema um þriðjungur brúttó- tekna einstaklinga sem skatt- gjaldstekjur. Hvað, sem segja má annars um skattbreytingarnar 1972, þá fól niðurfelling nefskatta og upptaka brúttóútsvars í sér mikla einföldun, sem kæmi til góða í staðgreiðslukerfi. Kerf- ið yrði því einfaldara í fram- kvæmd, sem unnt er að nálg- ast meira brúttóskatt og eina skattprósentu, en nú eru í gildi þrjú skattþrep, auk allra frá- dráttarliða. FV 12 1973 29
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.