Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1973, Blaðsíða 40

Frjáls verslun - 01.12.1973, Blaðsíða 40
Hvers konar stríð er vaxtastríð? eftir Gísla Einarsson, framkvæmdastjóra Sumarið 1968 héldu Félag matvöruverzlana og Félag kjötverzlana þriggja daga ráð- stefnu að Bifröst í Borgarfirði. Eitt þeirra mála, sem tekið var fyrir, fjallaði um samstarf kaupmanna og heildverzlana. Ég var beðinn um að halda erindi um þetta efni og þótti mér skylt að verða við þeirri beiðni. í erindi mínu setti ég fram ýmsar nýjar hugmyndir varð- andi samstarf kaupmanna og heildverzlana, sem höfðu verið framkvæmdar með góðum ár- angri í fjölmörgum löndum bæði austan hafs og vestan. Hugmyndir þessar þóttu mjög framandi, en engu að síður athyglisverðar og nýstár- legar. Eftir að ráðstefnugestir höfðu fjallað um málið í um- ræðuhópum og á almennum fundi á eftir, stóðu menn upp ánægðir og vongóðir um, að í þessum efnum væru betri tím- ar framundan. Nú fimm árum síðar er þetta sama viðfangsefni tekið til meðferðar á þessari ráð- stefnu hjá stói'kaupmönnum og virðist ekki vanþörf á því, þegar haft er í huga, að und- anfarna mánuði hefur staðið nokkurs konar styrjöld milli kaupmanna og heildverzlana, sem nefnt hefur verið vaxta- stríð. Þótt margir séu þeirrar skoð- unar, að hér sé einungis um ágreining að ræða varðandi það atriði, hver eða hverjir eigi að greiða kostnað eða vexti af því fjármagni, sem þörf er á hverju sinni til að fjármagna vörudreifinguna, þá óttast ég, að ágreiningurinn risti miklu dýpra og að hann eigi rætur sínar að rekja til ýmissa innri aðstæðna, sem skapazt hafa í verzlun sumpart fyrir utanaðkomandi áhrif. Ef ræða á um samstarf eða samskipti kaupmanna og heild- verzlunar að einhverju gagni, verður það ekki gert með því að ræða um það sem einangr- að fyrirbæri. Það verður að setja málið í eðlilegt sam- hengi við umhverfið og á ég þá við umhverfi í víðtækri merkingu, þ. e. félagslegt, Gísli Einarsson. stjórnmálalegt og efnahagslegt umhverfi. Þegar samstarf kaupmanna og heildverzlana er hugleitt, vaknar fljótlega sú spurning, hvaða leiðarljós stjórnendur í verzlun hafi í starfi sínu og þá sérstaklega hvaða skyldum þeir hafi að gegna. Skyldum stjórnandans í dag hefur af mörgum verið skipt í fjóra flokka, þ. e. skyldur gagnvart eigendum, skyldur gagnvart starfsmönnum, skyld- ur gagnvart viðskiptavinum og skyldur gagnvart þjóðfélaginu. HVERJAR ERU SKYLDUR STJÓRNANDANS í VERZLUN GAGNVART ÞJÓÐFÉLAGINU? Eins og öllum er kunnugt er hlutverk verzlunar að brúa bil- ið milli framleiðenda og neyt- enda í tíma og rúmi. Verzlunin gegnir því eink- um tvenns konar hlutverki, í fyrsta lagi staðsetning, vöru- úrvals, þ. e. a. s. að sjá til þess að vörur verði fluttar milli staða og í öðru lagi tímasetn- ing vöruúrvals, þ. e. a. s. að flytja vöruframboðið til í tíma. Til þess að framkvæma hlut- verk sitt tekur verzlunin í notkun framleiðsluþætti, fjár- magn og vinnuafl, og þeir valda kostnaði, sem í daglegu tali er nefndur dreifingarkostn- aður. Skyldur verzlunarinnar gagn- vart þjóðfélaginu hljóta því fyrst og fremst að vera þær, að verzlunin sé það sem kall- að er þjóðhagslega hagkvæm og að dreifingarkostnaðurinn í þjóðfélaginu sé í lágmarki miðr að við það þjónustustig, sem neytendur óska eftir, ef opin- berir aðilar gera kleift að veita slíkt. Það ætti að vera bæði hagur fyrir verzlunina jafnt sem þjóðarheildina. Frumskilyrði þess, að verzl- unin geti á hverjum tíma ver- ið þjóðhagslega hagkvæm, er að nýting framleiðsluþáttanna, sem verzlunin tekur í sína þjónustu, sé í hámarki og að verzlunin tileinki sér það skipulag og samstarfshætti, er stuðli að hagnýtingu nýjustu tækni og þekkingar hverju sinni. að verzlunin sé það sem kall- Þó að hagnaðarviðleitnin sé talin driffjöður kerfis hins frjálsa framtaks, þá er hitt eigi síður þýðingarmikið á tímum mikilla breytinga í félags-, stjórn-, efnahags- og tæknimálum, að það leggi aukna áherzlu á að viðhalda aðlögunarhæfni og á endur- bætur í starfsemi sinni. HVERJAR ERU SKYLDUR STJÓRNANDANS GAGNVART STARFSFÓLKINU? Verzlunin sem atvinnugrein er mannaflafrek, sem markast meðal annars af því, að rúm- lega helmingur og allt upp í 70% af kostnaði verzlunarfyr- irtækja eru laun og launa- tengdur kostnaður. Frumskyld- ur stjórnandans gagnvart starfsfólkinu hljóta því að vera þær, að launakjör og vinnu- skilyrði í atvinnugreininni séu í nútíð og framtíð ekki lakari en í öðrum atvinnugreinum. Þessu marki verður einungis náð með því, að fjármagn og vinnuafl nýtist þannig, að framleiðniaukning verði ekki minni í þessari atvinnugrein en í öðrum atvinnugreinum. En framleiðniaukning er að- eins hægt að tryggja með því, að fyrirtækin haldi aðlögunar- 32 FV 12 1973
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.