Frjáls verslun - 01.12.1973, Page 47
úr fyrirtækjafjöldanum, sem
hefur færri ársmenn er all-
miklu minna, eða á milli 10 og
20%. Úrtakið fyrir árið 1972
er sennilega 100 til 150 fyrir-
tækjum stærra.
VERZLUNARGREINAR
UM 12% í
HEILDARATVINNUNNI
Jón Sigurðsson sagði, að at-
hygli hefði vakið, hve stöðugt
hlutfall verzlunin hefði átt í
heildaratvinnu landsmanna síð-
asta áratug. Sama hefði verið
um heildverzlunina. Verzlunar-
greinarnar eru alls í kringum
12%, en heildverzlunargrein-
arnar um 4%, en þá er átt
við verzlunargreinarnar allar,
bílaverzlun, byggingaverzlun
og almenna heildverzlun. Erf-
iðleikaárin 1967 til 1969 skera
sig þó úr, þar sem þá verður
samdráttur, en eftir að þeim
linnir tekur verzlunaratvinnan
að aukast á ný. Þróun verzlun-
ar fram til ársins 1960, er hún
náði 12%, er mjög ör vöxtur.
Hlutdeild verzlunarinnar í at-
vinnunni er 6 til 7% árið 1940,
en árið 1950 er hún orðin 8
til 9%, en er komin í 12%
eins og áður sagði 1960. Síðan
hefur hlutur hennar haldizt
nokkuð stöðugur, þótt hag-
sveiflur virðist hafa svolítil á-
hrif á aðdráttarafl þessarar
greinar, sem engum ætti að
koma á óvart. Þróunin fram
til 1960 speglar þá breytingu,
sem fylgir batnandi lífskjör-
um, þegar sótzt er eftir fjöl-
breyttara úrvali varnings og
þjónustu. Þá kemur í ljós sam-
kvæmt athugunum að um 40%
heildsölufyrirtækjanna eru
rekin af einstaklingum fyrir
eigin reikning, en 60% í fé-
lagsformi, en þar eru meðtalin
bæði hlutafélög, samvinnufélög
og sameignarfélög.
23%
VELTUAUKNIN G
1971-72
Þá sagði Jón Sigurðsson, að
á árinu 1971 virtist hreinn
hagnaður félaga og hreinar
rekstrartekjur einstaklinga,
þ. e. a. s. bæði vegna þeirrar
eigin vinnu og framlags fyrir
skatta áður en á þetta eru
lagðir tekju- og eignaskattar,
hafa numið 309 milljónum
króna eða 3,7% af heildar-
veltu, umboðslaunum og öðr-
um tekjum án söluskatts. Það
sem fyrirtækið hefur hins veg-
ar í heild, brúttóhagnaður í
hlutfalli við vörunotkun eða
útkoman úr álagningu og rýrn-
un, er 16.4% á árinu 1971, en
þá var heildarveltan 8,3 millj-
arðar í heildverzluninni. Bein-
ir skattar námu samtals tæp-
lega 1% af þessum heildartekj-
um, þannig að hreinn hagnað-
ur eftir skatta er áætlaður
2,8%. í þessum hreina hagn-
aði eru meðtaldar tekjur eig-
enda einstaklingsfyrirtækja, en
þeir vega ekki mjög þungt í
þessum dæmum vegna þess,
hve félögin eru þarna yfir-
gnæfandi í rekstrinum. Milli
áranna 1971 og 1972 virðist
hafa orðið 23% veltuaukning.
Umboðstekjurnar og aðrar
tekjur jukust hins vegar miklu
meira eða um tæplega 40%,
þannig að heildartekjur grein-
arinnar jukust um 24% og
urðu rúmlega 10,3 milljarðar
samkvæmt áætlun hagrann-
sóknardeildarinnar 1973.
Brúttóhagnaðurinn hækkaði
meira eða um 29%, þar sem
hlutfallsleg álagning, útkoman
úr álagningu og rýrnun, hækk-
aði nokkuð eða úr 16,4 í
17,2%. Gjaldahækkunin varð
hins vegar mun meiri en
hækkun brúttóhagnaðar og ber
þar hæst hækkun launakostn-
aðar, sem nam tæplega 44%
milli áranna. í heild verður
niðurstaðan sú, að hlutfall
heildartekna af tekjum fyrir
skatt hafi lækað 1972 úr 3,7
í 3,3%, þannig að eftir skatt
verður hagnaðarhlutfallslækk-
unin úr 2,8 í 2,1%.
HAGPRENT H.F. auglýsir: ÍSLENZK
• Sjóðbækur í tvíriti. FYRIRTÆKI
• Sjóðbækur í einriti með bankareikningi. Stærsta og
• Vörutalningabækur í tvíriti.
• Frumbækur, tvær stærðir, í tví- og þríriti. útbreiddasta
• Grínkort. fyrirtækjaskrá
• Afmæliskort. iandsins
• Alls konar prentun í einum og fleiri litum. Hagprent hf., FRJÁLST FRAMTAK H.F. Laugavegi 178
Brautarholti 26, Reykjavík, sími 21650 Símar 82300-82302
FV 12 1973
39