Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1973, Síða 51

Frjáls verslun - 01.12.1973, Síða 51
un, en sérgreinafélögin gera normtölur og kannanir fyrir sína grein í samráði við stofn- unina. Finnska stórkaupmannafé- lagið safnar upplýsingum í lok hvers árs úr reikningum fé- laga um afkomu, kostnaðar- skiptingu, fjármagnsuppbygg- ingu o. fl. Einnig safnar það inn mánaðarlega upplýsingum um sölu félagsmanna og hvern- ig hún skiptist niður á hinar ýmsu greinar. Á grundvelli þessara upplýsinga sendir skrifstofan út mánaðarlega skýrslu um sölu eftir greinum, og hverjar breytingar hafi orð- ið á henni, og árlega er gefin út skýrsla um stöðu heild- verzlunarinnar, þar sem gefin er heildarmynd af sölunni, auk hinna ýmsu upplýsinga úr reikningum félaganna. Náin samvinna er höfð við hagstof- una í Finnlandi. KÖNNUN ERFIÐ HÉRLENDIS Hér á fslandi hafa verið til heldur litlar upplýsingar um verzlunina í landinu, þótt á síðustu árum hafi verið gerðar nokkrar athuganir, sem þó eru mjög erfiðar, m. a. vegna þess að bókhald er víða frumstætt og engin bókhaldsstaðall hefur verið fyrir hendi. Félag ís- lenzkra stórkaupmanna lét í haust fara fram athugun á bók- haldi fyrirtækja og kom þá í ljós, að 30% fyrirtækjanna eru með handfært bókhald. Mjög erfitt er að fá menn til þess að taka þátt í slíkum athugun- um hér á landi, en Jónas Þór sagði, að vonandi yrði breyting á því í náinni framtíð. Mögu- leika kvað hann t. d. vera fyrir því, að félagið léti fara fram könnun á veltu fyrirtækja og stærðardreifingu með því að nota söluskattsgögn. Sænska stórkaupmannafélagið lét gera slíka könnun á 841 fyrirtæki og kom í ljós, að 457 fyrirtæki voru með veltu undir 10 milljónum króna og aðeins með 5,7% af heildarveltunni. 26 stærstu fyrirtækin, sem voru með 200 milljón króna veltu hvert, voru með 51,5% af heildarveltunni. Með saman- burði milli ára er unnt að sjá þróunina í verzluninni. Jónas Þór Steinarsson sagð- ist álíta, að helzt ætti að safna hér upplýsingum um afkomu og fjárhagsuppbyggingu fyrir- tækja og i því sambandi taldi hann hugsanlegt, að upplýs- ingaöflun og úrvinnsla gagna færi fram á vegum Félags ís- lenzkra stórkaupmanna, sér- stakrar rannsóknarstofnunar, Hagstofunnar, eða annarra op- inberra aðila. Mætti jafnvel hafa sama háttinn á og er í Finnlandi. Ræðumaður taldi einnig æskilegt, að unnt yrði að safna mánaðarlega eða a. m. k. árs- fjórðungslega upplýsingum um sölu fyrirtækja og þá eftir greinum. f því sambandi mætti nota upplýsingar um söluskatt. Sagði Jónas Þór: „Ekki skiptir öllu máli í dag, að upplýsing- arnar séu alveg nýjar, því að allar upplýsingar umfram það sem við nú höfum eru mikil- vægar, jafnvel þó að þær séu nokkurra mánaða gamlar, þeg- ar þær eru birtar.“ HÁR REKSTURSKOSTNAÐUR Þá skýrði Jónas Þór Stein- arsson frá könnun, sem F.Í.S. lét gera í haust á högum heild- verzlunarinnar. 30% félags- manna svöruðu. Var m. a. spurt um reksturskostnað, heildarveltu, svo og hve stór hluti reksturskostnaðar væru laun og launatengd gjöld. í ljós hefur komið, að resturs- kostnaður er allt frá 10% af veltu og upp í 25%, en laun og launatengd gjöld eru frá um 40% í yfir 60% af rekst- urskostnaði. Ef matvöruverzl- unin er tekin sérstaklega, þá var reksturskostnaðurinn 1971 14,6%af veltu og launkostnað- ur 43,9% af reksturskostnaði. Sambærilegar tölur frá Finn- landi sama ár er að meðal- reksturskostnaður var 6,5% af veltu og launkostnaður um 45% af reksturskostnaðinum. í vefnaðarvöru hér á landi var reksturskostnaðurinn 12,3 % af veltu og launakostnaðurinn 40,1% af reksturskostnaðinum. í Finnlandi var reksturskostn- aðurinn rúm 16% og launin 47 % af reksturskostnaðinum. Samkvæmt þessu virðast ís- lendingar vera talsvert á eftir í þessum efnum. í könnunni var jafnframt spui't um lengd víxla. Hún reyndist vera 45 til 90 daga, en eins og kunnugt er er það aðalregla bankanna að kaupa ekki víxla, sem eru til lengri tíma en 45 daga. Því virðist óeðlilegt að menn séu með víxla allt að 90 dögum, sér- staklega þegar fæstir reikna á þá vexti. Okkar vinsælu raðhillusett eru nú fáanleg aftur í tekk, beyki og palesander. • Þeir, sem eiga hjá okkur pantanir, vinsamlegast vitji þeirra. Gamla kompanÍLð hf., SlÐUMÚLA 33, SlMI 36500 FV 12 1973 43

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.