Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1974, Blaðsíða 37

Frjáls verslun - 01.03.1974, Blaðsíða 37
Hugleiðingar um byggðamál Eftir Dr. Guðmund IUagnússon, prófessor MARKMIÐIN Það einkennir yíirleitt um- ræð'ur um byggð'amál, að markmið byggðastefnu eru illa skilgreind og ósamræmi er milli þeirra sem farnar eru til að' ná markmiðun'um. Frumskilyrðið er að vita, eftir hverju á að sækjast. Síð- an má miða aðgerðir við að ná markmiðinu með sem ó- dýrustum hætti. • Markmiðin cru að sjálfsögðu huglæg, þannig að hver og einn getur haft sína skoðun á þeim og því ekki sagt að eitt sé réttara en annað' í þeim efnum. LEIÐIRNAR Sú leið, sem algengust er hér á landi og í nágrannalönd- unum til eflingar landsbyggð- arinnar er veiting fjármagns- styrkja í einni eða annarri mynd. í Bretlandi hafa fyrir- tækin fengið stóran hluta stofnkostnaðar greiddan. í Noregi hefur stofnkostnaður fengizt afskrifaður á skömm- um tíma og fleiri aðgerðir hafa komið til í því skyni að örva atvinnulíf í dreifbýli. Hér á landi er skammt að minnast stofnunar Atvinnumálanefnda, og ýmsir sjóðir veita lán til I andsby ggðarinnar. ER FTÁRM A GNSFYTfTR- GRETÐSLA RÉTTA LEIÐIN? Ef markmiðið er að örva at- vinnu utan Reykjavíkursvæðis- ins, er það einkum tvennt sem dreffur það í efa, að rétta leið- in til þess sé að greiða niður fjármagnskostnað. f fyrsta lagi örvar það notkun fjármagns á kostnað vinnuafls, þannig að það vinnur að öðru jöfnu á móti framleiðsluaðferðum, sem mannaflafrekar eru á kostnað fjármagnsfrekra. í öðru lagi er þeirri stefnu fylgt í launa- málum að hafa kauntaxta þá sömu um allt land, óháð eftir- sourn eftir vinnuafli. Þessar tvær ástæður benda til þess, að ódvrara og markvissara væri að greiða með vinnuafl- inu en fjármagninu, þ. e. nán- ast að taka upp „neikvæðan launaskatt“. Hugmyndin er sú, að þessar greiðslur gangi beint til fyrirtækisins (vinnu- aflsnotandans) en ekki til launþegans. Því má ekki rugla þeim saman við atvinnuleysis- bætur. VERÐJÖFNUN Verðjöfnun er á nokkrum afurðum. Enda þótt sitt sýnist 'hverjum um ágæti þessa, hlýt- ur að vera hægt að gera þá 'kiröfu, að verðjöfnunin sé með sem skynsamlegustum hætti úr garði gerð. Ég hef ekki kynnt sérstak- lega verðjöfnun á öðru en raf- magni. Þar kemur verðjöfnun- argjald á heildsölustigi. Þetta þýðir, að gjaldið lendir á allri eftirspurn, óháð því, hve við- kvæm hún er fyrir verðbreyt- ingum. Þannig er hætta á, að rafmagn verði tiltölulega of dýrt á vissum sviðum og að minna sé notað á þeim en tal- ist getur þjóðhagslega hag- kvæmt. Virðist miklu heDDÍ- legra að leggja jöfnunargjaldið á lokastig eftirspurnar. Verkfræðingar hafa einnig frætt mig um, að þeir hanni flutningsikerfi þannig, að kostnaður vegna orkutaps á leiðinni verði sem minnstur. Ef jöfnunargjald kemur strax á heildsölustigi, kallar þetta á meiri fjárfestingu í dreifikerf- inu en ella. Þannig bætist við önnur ástæða fyrir því, að hentugra sé að innheimta jöfn- unargialdíð á lokastigi fremur en heildsölustigi. HAGKVÆMASTA STAÐARVAL Þegar velja á verksmiðju- stað. verður að huga vandleffa að því, hvort bær verðafstöð- ur, sem not.aðar eru séu ó- brenglaðar. Þannig gæti revnst hagkvæmt við núverandi flutn-. ingsgjöld skÍDa að hafa birgða- stöð fvrir olíu á tilteknum stað úti á landi, enda þótt nið- urstaðan brevttist við það að reikna með öðrum flutnings- giöldum. Þetta á líka við um ýmsa aðra fjárfestingu. í því sambandi má minna á þær umræður, sem urðu um, hvort leggja skyldi Þrengslaveginn milli Þorlákshafnar og Reykja- víkur í því skyni að auðvelda fiskflutninga til Reykjavíkur. Hvort það var þjóðhagslega hagkkvæmt eða ekki — ef það var nokkurn tíma reiknað út — fer m. a. eftir því hvort reiknað er með „réttum“ flutn- ingsgjöldum á landi og sjó eða ekki. STÆRÐ BORGA OG BÆJA Fram hafa komið kenningar um, að tiltekin stærð borga sé hagkvæmust. Þetta felur í sér, að eftir að tiltekinni stærð er náð, verður fasti kostnaðurinn of hár — eða yfirbyggingin of dýr — og að hagkvæmara er að beina fólksaukningu til minni borga og bæja. Sú skoðun hefur verið látin í ljós, að hagkvæmara sé að stækka Akureyri en Reykjavík og tölur færðar málinu til stuðnings. Það er mín skoðun, að ákaflega erfitt sé að sanna, hver sé heppilegasta stærð borgar, þannig að niðurstaðan geti verið á hvorn veginn sem er, þ. e. hvort borgar sig bet- ur að stækka Reykjavík eða Akureyri. Ástæðan er fyrst og fremst sú, að kostnaður við ýmsar mikilvægar fjárfestingar er stökkbreytilegur. Skýrt dæmi um þetta eru fiárfestingar Hitaveitu Reykjavíkur og Vatnsveitu Reykiavíkur um þessar mundir. Tími var kom- inn til að hefja miklar endur- bætur og hanna kerfi, sem fullnæeðu stærri borg en Revkjavík er nú. Þess vegna hefði það getað verið rétt, að um tíma hefði borgað sig bet- ur að beina fólki til þeirra bæja, þar sem umframgeta var fyrir hendi. Elf hins vegar nægilega margir hefðu í stað- inn verið fluttir til Reykjavík- ur, hefðu hinar nýju fiárfest- ingar jafnast fyrr niður á fleiri íbúa. Þetta ber ekki að skilia á þann veg, að ég sé að levgja til, að þetta sé gert, heldur er einfaldlega verið að FV 3 1974 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.