Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1974, Blaðsíða 11

Frjáls verslun - 01.03.1974, Blaðsíða 11
Albert Guðmundsson, borgarfulltrúi, var sean kunnugt er búinn að Iýsa yfir því fyrir all- löngu, aö hann hygðist gefa kost á sér í fram- boð til Alþingis. Þegar ljóst var, að kosningar yrðu boðaðar 30. júní þótti sumum samstarfs- mönnum Alberts sem nálægð þingkosninga við borgarstjómarkosn- ingar myndi gera honum erfitt fyrir í baráttunni. Þegar Albert ræddi þessi mál í kunningjahópi var liann afslappaður að vanda, púaði vindilinn, brosti kankvíslega og sagði: — Það er lélegt fyrir- tæki, strákar mínir, sem ekki getur afgreitt tvær pantanir í einu. Framámaður í Fram- sóknarflokknum í Reykjavík var fyrir nokkru spurður um stöðu Ólafs Ragnars Grímssonar innan flokks- ins ’um þessar mundir, og hvort hann hefði möguleika á að komast í framboð fyrir næstu þingkosningar. Þessi Reykjavíkurfors- prakki taldi það af og frá miðað við núverandi aðstæður, en bætti svo við: „Nýtt kjördæmi á há- lendi íslands er eini sjensinn fyrir Ólaf nQ.“ Meðan prentara.verk- fallið stóð sem hæst kom hingað í heimsókn fyrr- verandi yfirmaður banda- ríska flotans, Zumwalt, aðmíráll. Hann átti fund með blaðamönnum skömmu áður en hann hélt af landi brott að loknum einkaviðræðum við fulltrúa í utanríkis- málancfnd Alþingis og fleiri framámenn í stjórn- mál'um. Þegar Hannibal Valdimarsson fór í Am- eríkuheimsókn sína á ár- unum var hann vestan hafs í persónulegu boði Zumwalts. Eftir að Hannibal kom heim úr reisunni lét hann mörg fögur orð falla um gest- gjafa sinn. Blaðamaður Þjóðviljans notaði tæki- færið nú og spurði Zum- walt, hvað honum fynd- ist um Hannibal. Vitnis- burðurinn var ekki af lakara taginu: “That gentleman is one of the finest examples of western civilization”, svaraði Zumwalt eftir nokkra umhugs'un. Breytingar eru fram- ‘undan í rekstri margra ferðaskrifstofanna. Hjá Ferðaskrifstofu ríkisins hefur Sigurður Magnús- son, sagt starfi sínu lausu. Ferðaskrifstofan Úrval og Ferðaskrifstofa Zoega verða sameinaðar, að því talið er, og jafn- framt mun Úrval ætla a.ð kaupa Ferðaskrifstofu Akureyrar. Þá verða eig- endaskipti hjá Landsýn og er það A.S.Í., sem ætlar að ka'upa þá skrif- stofu. Innan skamms verður tilkynnt opinberlega um ráðningu fimm yfir- manna hjá Flugleiðum h.f., en sem kunnugt er verða aðalforstjórarnir þeir Alfreð Elíasson, Sig- urður Helgason og Örn Johnson. Næstir þeim mun'u síðan koma Einar Helgason, (innanlands- flug), Hörður Sigur- gestsson, (fjármál), Jóhannes Einarsson, (tæknimál), Jón Júlíus- son, (starfsmannahald og kynningardeild) og Mart- in Petcrsen, (markaðs- mál). Þeim, sem þekkja Gylfa Þ. Gíslason, finnst það svolítið skrítið, hvernig hann hefur stundað erindrekstur fyr- ir rússneska sendiherr- ann upp á síðkastið. Mál- ið er það, að Gylfi hefur gengið á milli formanna Rotary-klúbbanna í Reykjavík og lagt ríka áherzlu á, að sendiherra Sovétríkjanna yrði boð- inn þátttaka í starfi Ro- tary-félaga. Hefur for- maður Alþýðuflokksins í engu sparað lofsamleg ummæli um þennan vin sinn að austan. En með- a.I annarra orða: Tilmæl- um Gylfa hefur verið hafnað af réttum aðilum. Framsóknarmcnn eru sagðir óánægðir með að Einar Ágústsson skuli ekki hafa ráðið einn ein- asta flokksbróður sinn í utanríkisráðuneytið í valdatíð sinni þar. Það hefur því komið þeiin í opna skjöldu, að Einar hefur fengið þá hug- mynd að gera flokks- bróður sinn Hannes Jónsson, blaðaf'ulltrúa, að sendiherra í Moskvu innan skamms. Enginn veit, hvort Einar ætlar að sýna Hannesi heiður með þessu eða ergja Rússa. FV 3 1974 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.