Frjáls verslun - 01.03.1974, Blaðsíða 69
RADÍÓHÚSIÐ SF.
Radíóviðgerðarstofa Ólafs
Jónssonar h.f., Ránargötu 10
hefur umboð fyrir KÖRTING
og ELAC hljóflutningstæki.
Útsölustaður: Radíóhúsið,
Hverfisgötu 40.
Körting hljómburðartækin
eru v.-þýzk, en einnig selur
Radíóbúðin sjónvörp frá sama
fyrirtæki, frá 12-24 tommu í
hvítu og valhnotu. Sjónvörpin
eru fyrir 12 w. straum, raf-
hlöðu og venjulegan straum.
Radíóhúsið hefur á boðstól-
um fjölmargar gerðir hljóm-
flutnínffstækja frá Körting m.
a. Körting útvarpsmagnara,
1603 Multisound. Þessi gerð af
hljómflutningstækjum er mjög
fullkomin og vönduð vara, ný-
komin á markaðinn. Magnar-
inn er 2x65 musicwött, 4 rása,
með öll tengi fyrir heyrnar-
tæki, segulband og plötuspil-
ara. Útvarpið er með öllum
bylgjum. Verðið á slíkum út-
varpsmagnara er um 60 þús-
und krónur.
Hátalarnir, sem notaðir eru
m. a. við þessa gerð magnara
'eru Körting LSB 62 og eru
2x45 musicwött. 4 hátalarar
eru í hverjum kassa. Sem bak-
hátalara, ef allar fjórar rás-
irnar eru notaðar má nota
Körting KUB 10, eða Körting
REB 12. Verðið á bakhátölur-
unum er um 5500 krónur, en
16 þúsund á framlhátölurunum.
Við þetta er notaður spilari
frá Elac PC 660. Þessi spilari
er sjálfvirkur að öllu leyti,
mjög vandaður með föstu loki
og er verðið um 25 þúsund
krónur.
Radíóhúsið hefur á boðstól-
um fjölmargar gerðir af Elac
spilurum allt frá mono spilur-
um og upp í fullkomnustu
gerðir spilara. Einnig eru til
aðrar gerðir hljómflutnings-
tækja frá Elac í Radíóhúsinu.
Hægt er að fá bæði spilara,
hátalara og magnara í hvítum
lit, eða í valhnotu. Þá eru
einnig til nokkrar gerðir kas-
ettusegulbanda í verzluninni.
J.P. GUÐJÓIMSSOIXI HF.
J. P. Guðjónsson hef’ur m. a.
umboð fyrir SONY Co. í Jap-
an en það fyrirtæki framleiðir
m. a. fjölmargar gerðir hljóm-
flutningstækja, sambyggðra og
sérbyggðra, útvarpa, kassettu-
segulbanda, og þykja þessar
vörur mjög góðar.
Sony HMK 20 er ein vin-
sælasta gerð Sony hljómflutn-
ingstækjanna, sem J. P. Guð-
jósson selur. Sony HMK 20
er sambyggt tæki, plötuspilari,
útvarp og kassettusegulband í
einum kassa með tveimur há-
tölurum. Kostar þessi sam-
stæða um 50 þúsund krónur.
Magnarinn er 20 musicwött,
með öllum tengingum fyrir
heyrnartæki m. a. Gerðin
Sonv HMK 20 er tveggja rása,
en unnt er að fá svipaða sam-
stæðu, en fjögurra rása á 55
þúsund krónur.
Útvarpið er mjög vandað
með FM og miðbylgjum.
Plötuspilarinn er einnig mjög
góður og reimdrifinn. Það
sama má segja um kassettuseg-
ulbandið, sem samstæðunni
fylgir. Viðgerðar- og vara-
hlutaþjónusta er á eigin verk-
stæði.
Seldar eru einnig fjölmargar
gerðjr af mjög fullkomnum
stereo hljómflutningstækjum í
verzluninni bæði frá Sony og
A. R. (Acoustic Research,) sem
verzlunin kaupir aðallega
vandaða hátalara í ýmsum
gerðum frá. Þá eru nýkomin
á mafkaðinn hér Aiwa hljóm-
flutningstæki, og hefur J. P.
Guðjónsson umboð fyrir það
fyrirtæki sem er japanskt.
í verzluninni er ennfremur
úrval af hljómplötum og kass-
ettum, áteknum og óáteknum.
5 ára ábyrgð er á A. R. vör-
unum. Árs ábyrgð á öðrum.
Þá má einnig geta þess, að
seldar eru ljósmyndavörur i
verzluninni að Skúlagötu 26,
en það eru Minolta og Sankyo
Ijósmynda- og kvikmyndavélar
frá Japan og kosta þær frá
17.000 krónum. Ennfremur
ítalska stækkara, Durst, svo
og ýmsar aðrar ljósmynda-
vélar.
FV 3 1974
69