Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1974, Qupperneq 69

Frjáls verslun - 01.03.1974, Qupperneq 69
RADÍÓHÚSIÐ SF. Radíóviðgerðarstofa Ólafs Jónssonar h.f., Ránargötu 10 hefur umboð fyrir KÖRTING og ELAC hljóflutningstæki. Útsölustaður: Radíóhúsið, Hverfisgötu 40. Körting hljómburðartækin eru v.-þýzk, en einnig selur Radíóbúðin sjónvörp frá sama fyrirtæki, frá 12-24 tommu í hvítu og valhnotu. Sjónvörpin eru fyrir 12 w. straum, raf- hlöðu og venjulegan straum. Radíóhúsið hefur á boðstól- um fjölmargar gerðir hljóm- flutnínffstækja frá Körting m. a. Körting útvarpsmagnara, 1603 Multisound. Þessi gerð af hljómflutningstækjum er mjög fullkomin og vönduð vara, ný- komin á markaðinn. Magnar- inn er 2x65 musicwött, 4 rása, með öll tengi fyrir heyrnar- tæki, segulband og plötuspil- ara. Útvarpið er með öllum bylgjum. Verðið á slíkum út- varpsmagnara er um 60 þús- und krónur. Hátalarnir, sem notaðir eru m. a. við þessa gerð magnara 'eru Körting LSB 62 og eru 2x45 musicwött. 4 hátalarar eru í hverjum kassa. Sem bak- hátalara, ef allar fjórar rás- irnar eru notaðar má nota Körting KUB 10, eða Körting REB 12. Verðið á bakhátölur- unum er um 5500 krónur, en 16 þúsund á framlhátölurunum. Við þetta er notaður spilari frá Elac PC 660. Þessi spilari er sjálfvirkur að öllu leyti, mjög vandaður með föstu loki og er verðið um 25 þúsund krónur. Radíóhúsið hefur á boðstól- um fjölmargar gerðir af Elac spilurum allt frá mono spilur- um og upp í fullkomnustu gerðir spilara. Einnig eru til aðrar gerðir hljómflutnings- tækja frá Elac í Radíóhúsinu. Hægt er að fá bæði spilara, hátalara og magnara í hvítum lit, eða í valhnotu. Þá eru einnig til nokkrar gerðir kas- ettusegulbanda í verzluninni. J.P. GUÐJÓIMSSOIXI HF. J. P. Guðjónsson hef’ur m. a. umboð fyrir SONY Co. í Jap- an en það fyrirtæki framleiðir m. a. fjölmargar gerðir hljóm- flutningstækja, sambyggðra og sérbyggðra, útvarpa, kassettu- segulbanda, og þykja þessar vörur mjög góðar. Sony HMK 20 er ein vin- sælasta gerð Sony hljómflutn- ingstækjanna, sem J. P. Guð- jósson selur. Sony HMK 20 er sambyggt tæki, plötuspilari, útvarp og kassettusegulband í einum kassa með tveimur há- tölurum. Kostar þessi sam- stæða um 50 þúsund krónur. Magnarinn er 20 musicwött, með öllum tengingum fyrir heyrnartæki m. a. Gerðin Sonv HMK 20 er tveggja rása, en unnt er að fá svipaða sam- stæðu, en fjögurra rása á 55 þúsund krónur. Útvarpið er mjög vandað með FM og miðbylgjum. Plötuspilarinn er einnig mjög góður og reimdrifinn. Það sama má segja um kassettuseg- ulbandið, sem samstæðunni fylgir. Viðgerðar- og vara- hlutaþjónusta er á eigin verk- stæði. Seldar eru einnig fjölmargar gerðjr af mjög fullkomnum stereo hljómflutningstækjum í verzluninni bæði frá Sony og A. R. (Acoustic Research,) sem verzlunin kaupir aðallega vandaða hátalara í ýmsum gerðum frá. Þá eru nýkomin á mafkaðinn hér Aiwa hljóm- flutningstæki, og hefur J. P. Guðjónsson umboð fyrir það fyrirtæki sem er japanskt. í verzluninni er ennfremur úrval af hljómplötum og kass- ettum, áteknum og óáteknum. 5 ára ábyrgð er á A. R. vör- unum. Árs ábyrgð á öðrum. Þá má einnig geta þess, að seldar eru ljósmyndavörur i verzluninni að Skúlagötu 26, en það eru Minolta og Sankyo Ijósmynda- og kvikmyndavélar frá Japan og kosta þær frá 17.000 krónum. Ennfremur ítalska stækkara, Durst, svo og ýmsar aðrar ljósmynda- vélar. FV 3 1974 69
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.