Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1974, Blaðsíða 18

Frjáls verslun - 01.03.1974, Blaðsíða 18
Fljótandi asfalt flutt til landsins Loftleiðir 30 ára Fyrir skömmu voru hér á landi tvö skip, sem fluttu hingað samanlagt yfir fjögur þúsund tonn af fljótandi as- falti. Voru það skipin Engels- berg, sem flutti 3.500 tonn, og Nynas, sem flutti 1.350 tonn. Þar sem Engelsberg gat ekki lagzt að bryggju við Malbik- unarstöð Reykjavíkurborgar, ferjaði Nynas asfaltið úr því í land. Skip þessi eru sérstaklega smíðuð til þessara flutninga, þar sem flytja verður asfaltið 160 stiga heitt á Cejsius, til að það stirðni ekki. í skipun- um eru einangraðir tankar, sem haldið er heitum með því að leiða heita olíu um rör í þeim. Ekki er hægt að nota vatn, þar sem það verður að gufu við hundrað stiga hita. Asfaltið er flutt hingað á vegum Malbikunarstöðvar Reykjavíkurborgar, sem hefur sérstaka tanka til að geyma asfaltið. Kemur það hingað frá Svíþjóð, þar sem það er unnið úr hráolíu frá Venezu- ela. Hefur verð á asfalti haekk- að um helming á síðasta ári, sem stafar af verðhækkunum á olíu, bæði til vinnslunnar og til flutninga. Tvö ár eru síðan möguleik- ar sköpuðust hér á landi til að kaupa asfalt í fljótandi formi. Áður var það keypt í tunnum og varð síðan að bræða það úr tunnunum. Þessi nýja tækni gefur möguleika á mun hagstæðari innkaupum og eru þau boðin út árlega. Asfaltið er frá fyrirtsekinu As. Nynás Petroleum í Gauta- borg, sem er hluti af Johnson samsteypunni í Svíþjóð. Pól- stjarnan s.f. hefur umboð fyr- ir Nynás Petroleum á íslandi og er Davíð Scheving Thor- steinsson framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Þrjátíu ára saga Loftleiða er flestum landsmönnum svo gjörkunn, að óþarfi er að fjölyrða um bana í Frjálsri verzlun. Segja má, að íslendingar hafi upp til hópa fund- ið til stolts yfir glæsilegum ferli fyrirtækisins, sem fyrir þrautseigju og áræði ungra dugnaðarmanna varð þess megnugt að bera merki íslands víða um heiin. íslenzku þjóðinni var slíkt mjög kærkomið og reyndar na'uðsynlcgt á fyrstu áratugunum eftir að hún endurheimti sjálfstæði sitt. Á sinn hátt hefur því starf Loftleiða verið táknrænt fyrir vilja þjóðarinnar allrar til að sýna sig sem virkan þátttakanda á alþjóðlegum vettvangi. í því tilliti hafa l'Iugmálin reynzt okkur geysiþýðingarmikil eins og svo mörgum öðrum þjóðum, sem eins hefur verið ástatt um. Loftleiða-ævintýrið birtist fyrst á flotholtum inni í Vatnagörðum í marz 1944, þegar félagið eignaðist nokk- urra vikna gamalt, fyrstu sjóflugvélina af gerðinni Stinson Reliant. Alfreð Elíasson og Kristinn Olsen voru aðaleig- endur fyrirtækisins og fyrstu flugmenn. Víða var flogið og flugmaðurinn flutti fréttir á milli dreifðra byggða landsins eins og Iandpóstarnir forðum. Myndin af Alfreð með blaðabunkann Iýsir bezt þessu hlutverki hinnar nýju stéttar en á forsíðu Vísis er sagt frá því að Himmler hafi fyrir hönd Þjóðverja boðizt til að gefast upp. Árið 1947 urðu mikil þáttaskil í Sögu Loftleiða, er félagið eignaðist fyrstu millilandaflugvél sína, Heklu. Hún kom til landsins í júní það ár og fór fyrsta millilanda- flugið frá íslandi á þjóðhátíðardaginn. Leiðin lá til Kaup- mannahafnar. Hekla, sem var fyrsta millilandaflugvél í eigu íslendinga, var af gerðinni í)C-4, Skymaster, keypt i Bandaríkjunum og hafði viðkomu í Winnipeg á leiðinni til íslands, þar sem glaðvær hópur 27 farþega sté um borð. Árið 1947 flutti félagið 13.607 farþega, bæði í innanlands- og millilandafl'ugi og notaðar voru auk Heklu nokkrar langtum minni vélar eins og flugbáturinn Grumman Goose. Síðar stækkaði flugflotinn og í hann bættust Catalina- flugvélar og vél af gerðinni DC-3, sem hlaut nafnið Helga- fell. Með þessum vélakosti kepptu Loftleiðir um flutning- ana innanlands við Flugfélag íslands og þótti mörgurn nóg um á stundum. í orrahríð um hylli farþeganna var bros flugfreyjunnar í nýtízk'u einkennisbúningi þeirra tíma gulls ígildi. 18 FV 3 1974
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.