Frjáls verslun - 01.03.1974, Blaðsíða 71
Ilm hcima 03 seima
Ungu stúlkurnar á landbún-
aðarskólanum komu móðar og
másandi heim á hlað eftir að
hafa verið að leiða belju. Bús-
stjórinn skilur ekki, af hverju
þær voru í svitabaði og fór að
spyrja þær nánar út í það.
— Jú, sagði önnur. Tuddinn
var alveg tilbúinn en okkur
gekk djöfull erfiðlega að fá
kúna til að leggjast á bakið.
Það var föstudag’ur og Jens
bóndi sat í eldhúsinu með
konu sinni og drakk kaffitár.
—• Já, og á morgun er svo
kominn laugardagur, Jens
minn, sagði konan.
— Ef ég nenni, ef ég nenni,
muldraði Jens.
Óli Jó var á leiðinni úr
Stjórnarráðinu niður í Alþing-
ÍShús, þegar hann varð vitni
að því að eldri kona rann tiJ
á gangstéttinni og datt.
Ólafur hljóp til og hjálpaði
henni á fætur, burstaði af káp-
unni og rétti henni töskuna.
— Þakka yður fyrir, kærar
þakkir, sagði konan. Er það
nokkuð, sem ég get gert fyrir
yður í staðinn?
—■ Já, sagði Ólafur. Þér get-
ið kosið okkur við næstu kosn-
ingar.
— Afsakið, vinur minn,
svaraði 'hún. Það var hnéð,
sem ég kom niður á, en ekki
höfuðið.
Gunni litli var á leið í sveit-
ina í fyrsta skipti með pabba
sínum.
— Pabbi, sagði hann. Ég sá
mann núna rétt áðan, sem var
að búa til hesta. Hann var rétt
að ljúka við einn.
— Hvernig veiztu það, sagði
pabbi hans.
— Jú, hann var að negla
afturlöppina á hann.
Sölumaður vátryggingafélags
nokkurs fór í ýmis fyrirtæki
og seldi þjófnaðartryggingar.
Hann hitti forstjóra eins fyrir-
tækis að máli:
— Viljið þér þjóftryggja allt
innbú skrifstofunnar?
Forstjórinn: — Allt nema
klukkuna. Það fylgjast allir
með henni.
— • —
Kráin í þorpin'u var troðfull.
Allt í einu gall við hvell
karlmannsrödd. Hefur cinhver
týnt 20 þúsund krónum með
gúmmíteygju utan um.
— Já, svaraði ungur maður
úr hópn'um.
— Ég ætlaði bara að segja
þér að ég hef fundið teyjuna,
svaraði karlmannsröddin.
— • —
— Afsakið frú, sagði velvilj-
aður maður, sem var á gangi
úti á götu: — Þú heldur alls
ekki rétt á regnhlífinni þinni,
þú blotnar í fæturna.
— Það kann að vera, svar-
aði konan, en lappirnar á mér
eru orðnar yfir 50 ára, en
hatturinn, sem ég er með á
höfðinu er splunkunýr.
— • —
FV 3 1974
71