Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1974, Blaðsíða 17

Frjáls verslun - 01.03.1974, Blaðsíða 17
með í hagkvæmnisskýrslu sinni inn lán til Sigölduvirkj- tmar. Því til viðbótar er reiknað með, að 80% af áætluðum 'húshitunarmarkaði utan hita- veitusvæða á orkuveitusvæði Landsvirkjunar verði fullnægt árið 1981. Að loknum rækileg- um athugunum er þetta talið hraðasta þróun þessa markað- ar, sem raunhæft er að reikna með. Veldur því ekki sízt hin mikla fjárfestingarþörf hjá rafveitum og notendum, sem leggja þarf í áður en veruleg aukning húShitunarmarkaðar- ins geti átt sér stað. í>á ber einnig að geta þess, að Rafmagnsveitur ríkisins hafa þegar fest kaup á efni í há- spennulínu frá Borgarfirði til Snæfellsness. Því hefur þótt rétt að taka tillit til þessa nýja markaðar. Með almennri orkuþörf, og orku til ísals og Áburðarverksmiðju þá er orkuþörf á svæði Landsvirkj- unar nú um 2072 gígavött. Ár- ið 1981 er spáð 2569 gígavatta orkuþörf og er Snæfellsnes þá meðtalið. MISMUNANDI SPÁR Vegna breyttra viðhorfa eft- ir hækkun olíuverðs er nú tal- ið rétit að reikna með því að orkumarkaðir Landsvirkjunar geti vaxið allmiklu örar en ráð er fyrir gert í framan- greindri orkuspá. Koma þar annars vegar til áætlanir um nýjan orkufrekan iðnað og hinsvegar líkindi fyrir hraðari eftirspurn eftir raforku. Hafa því verið gerðar eftirfarandL tvær orkuspár til viðbótar. Orkuspá 2 er sú sama og orkuspá 1, að viðbættum 282 GWh á ári af forgangs- orku til ferrosilikonbræðslu, sem áætlað mun vera að staðsetja norðan Hvalfjarð- ar. Orkuspá 3 er sú sama og orkuspá 2 að öðru leyti en því, að reiknað er með 8% árlegum vexti hins almenna markaðar í stað rúmlega 6% og kemur það nær því sem teljast má líklegt. Samkvæmt þessum spám þarf ný virkjun að taka til starfa árið 1980 eða 1981. Verkfræðideildin bendir á, að miðað við það ástand, sem skapazt hefur í orkumálum al- mennt gæti orkuþörfin orðið meiri en að framan er spáð. Þó er mjög ólíklegt, að nýir möguleikar, sem máli skipti, til sölu á orku til iðnaðar komi til sögunnar, fyrr en eft- ir 1978, m. a. vegna þess tæknilega imdirbúnings og fjárfestingar, sem þyrfti að eiga sér stað. Svigrúm er því nauðsynlegt og a. m. k. verð- ur Landsvikjun að vera við því búin, að sinna vaxandi markaði í framtíðinni og haga undirbúningi virkjunarfram- kvæmda eftir því. Það þýðir, að nauðsynlegt er að hafa á takteinum virkjun, sem til starfa gæti tekið t. d. árið 1978, ef endurskoðaðar orku- spár eftir eitt ár eða svo kalla á. VIRKJUNARVAL Ef miðað er við 1978 er •ekki um aðra vatnsvirkjun að ræða en virkjun Tungnaáar við Hrauneyjafoss, en hún af- kastar 850 GWh á ári. Hag- kvæmnisskýrsla liggur fyrir og einnig lagaheimild. Skilyrði fyrir því að þessi virkjun komist í gagnið árið 1978 er þó það, að ráðizt verði strax í gerð útboðsgagna. Að þetta sé gert verður að teljast nauð- synlegt. Hrauneyjafossvirkjun er tvímælalaust sú af stærri vatnsvirkjunum hér á landi, sem fyrst má koma í gagnið. Hún er einnig sú ódýrasta á orkueiningu, sem völ er á nú. JARÐGUFUVIRKJUN 1 HENGLI Fari nú hinsvegar svo, að innan tíðar þyki sýnt að orku- þörfin vaxi hægar en hér er haft í huga, þá er nauðsynlegt að eiga einnig aðrar og jafn- framt minni virkjanir undir- búnar sem til starfa gætu tek- ið um eða upp úr 1980. Þsir kostir, sem þá koma til greina eru 400 GWh jarðgufuvirkjun í Hengli og 450 GWh virkjun við Sultartanga og er í báðum tilfellum átt við ársorku. Verð- ur að teljast nauðsynlegt, að ráðast þegar í gerð hagkvæmn- isskýrsla um þessar virkjanir og ætti þeim að geta verið lokið innan eins árs. Gefst þá svigrúm til að velja á milli þeirra og Hrauneyjafossvirkj- unar snemma á árinu 1975 og fella hagkvæmustu virkjunina að þeim markaði, sem þá þyk- ir líklegastur. Framangreindur undirbún- ingshraði er nauðsynlegur að dómi verkfræðideildar með til- liti til þess, hve langan tíma það tekur í raun að koma virkjunum upp þótt hag- kvæmnisskýrsla liggi fyrir. EFRI- OG NEÐRI-ÞJÓRSÁ EÐA HVÍTA NÆST? Eins og áður segir, hefur hagkvæmnisskýrsla þegar ver- ið gerð um Hrauneyjafoss- virkjun. Ýmsar frumathuganir hafa verið gerðar við Sultar- tanga og allgóðar upplýsingar liggja fyrir um eiginleika guf- unnar bæði í Hveragerði og á Nesjavöllum. Tímasetningar áðurnefndrar undirbúnings- vinnu ættu því að vera raun- hæfar. Sultartangavirkjun er geysilega þýðingarmikil fyrir ísvandamálin við Búrfell. Hún mundi útiloka þau og þar með treysta rekstraröryggi Búr- fellsvirkjunar á hinn ákjósan- legasta hátt. Hvað jarðgufu- virkjun í Hengli viðvíkur, er gufa fyrir hendi að vissu marki í Hveragerði. Gufan þar er hinsvegar síður fallin til raforkuvinnslu en gufan í austanverðum Hengli og auk þess er skortur á kælivatni og umhverfisvandamálin í Hvera- gerði mikil. Það er því líklegt, að jarðgufuvirkjun í austan- verðum Hengli þyki álitlegri. í lok álitsgerðarinnar segir: „Að framan hafa aðeins brýn- ustu verkefnin verið rædd. Nauðsynlegt er að sjálfsögðu að hyggja að lengri framtíð, þótt ekki sé hún rædd í þess- ari umsögn.“ Er þá átt við virkjanir í Efri- og Neðri- Þjórsá og í Hvítá. Gufa úr borholu á Nesjavöllum. FV 3 1974 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.