Frjáls verslun - 01.03.1974, Blaðsíða 20
Tímamót urðu aftur hjá
Loftleiðum í maí 1948, þegar
flugmálastjórn Bandaríkjanna
veitti félaginu heimild til að
halda uppi reglubundnu áætl-
unarflugi milli íslands og New
York eða Chicago. Truman
Bandaríkjaforseti staðfesti
þessa heimild í júní sama ár
og samkvæmt henni fór Loft-
leiðaflugvélin Geysir, af Sky-
master-gerð, fyrsta áætlunar-
flugið til New York 25. ágúst
1948 með 45 farþega innan-
borðs. Flugstjóri var Alfreð
Elíasson og Kristinn Olsen, að-
stoðarflugmaður. Flugtíminn
var 14 klukkustundir en þotu-
ferð á sömu leið tekur nú um
5 klukkust'undir.
Geysir fórst á Vatnajökli í
september 1950, sem kunnugt
er. Allir landsmenn fylgdust
eftirvæntingarfullir með leit-
inni að flugvélinni og það var
sem þjóðhátíð, þegar Ijóst var
að áhöfn vélarinnar var heil
á húfi. f tilraunum til að
bjarga henni og varningi frá
slysstaðnum var skíðaflugvél
frá varnarliðinu send á jökul-
inn. Hún lenti þar en komst
ekki á loft aftur.
Mörgum mánuðum seinna,
þegar vélin var komin á kaf
í snjóalögum jökulsins, fóru
Loftleiðamenn á Vatnajökul
og unnu við það í nokkrar
vikur að grafa vélina ’upp úr
fönninni. Hún var síðan dreg-
in niður af jöklinum og var
flogið til Reykjavíkur en vélin
var seld úr landi nokkrum
mánuðum síðar.
Þetta jökulævintýri þótti
einstætt og frásagnir af því
voru birtar í Jblöðum um all-
an heim. Loftleiðamenn létu
gera kvikmynd um björgun
flugvélarinnar, sem sýnd hef-
ur verið víða og þótt alveg
einstæð. Eins og jafnan áður
voru þeir Alfreð og Kristinn
forystumenn og sjást þeir hér
órakaðir og brunnir í snjóbirt-
unni ásamt félaga sínum
Hrafni Jónssyni, sem er lengst
til vinstri á myndinni.