Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1974, Blaðsíða 43

Frjáls verslun - 01.03.1974, Blaðsíða 43
Vesturland: Áætlanir um varanlega gatnagerð á öllum þéttbýlissvæðunum Guðjón Ingvi Stefánsson, framkvæsndastjóri Samtaka sveitarfélaga í Vesturlandskjördæmi greinir frá lielztu framkvæmdum og atvinnulífi í kjördæminu Samkvæmt síðustu endanlegu íbúatölum, sem gefnar hafa verið út af Hagstofu Islands, voru íbúar í umdæmi Vestur- landskiördæmis samtals 13402 1. des. 1972. Sá mannf jöldi skiptist þannig á þéttbýlisstaði, að á Akra- nesi, sem er eini kaupstaðurinn í umdæminu, bjuggu 4356 íbúar, í Borgarnesi 1243, Hellissandi og Rifi 594, Ólafsvík 1057, Grundarfirði 602, Stykkishólmi 1045 og Búðardal 222 íbúar. 1 dreifbýlinu skiptust íbúar þannig, að í Borgarfjarðar- sýslu voru þeir 1414, Mýrasýslu 950, Snæfellsnessýslu 993 og í Dalasýslu 927. íbúar Vesturlands voru 6,36% af heildarmannfjölda landsins 1. des. 1972, og hef- ur þetta hlutfall farið nokkuð lækkandi síðustu áratugi, en þó mun hægar, en víðast hvar annars staðar úti um land. Samkvæmt bráðabirgðatöl- um um mannfjölda, 1. des. 1973 hefur svipuð þróun hald- ið áfram, þ. e. að íbúum í þéttbýli hefur fjölgað ört, en í dreifbýli hefur mannfjöldi að mestu staðið í stað. 15% HEILDARFRAMLEIÐSLU LANDBÚNAÐARAFURÐA Atvinnulíf á Vesturlandi hefur mótazt af því, að í hér- aðinu er mikið undirlendi og því góð skilyrði fyrir landbún- að og svo af því, að skammt undan ströndinni eru ein feng- sælustu fiskimiðin við landið. í sveitunum er atvinnan bund- in framleiðslu á landbúnaðar- vörum, en þéttbýlið hefur myndazt vegna útgerðar og fiskvinnslu eða vegna þjón- ustu við landbúnaðinn og úr- vinnslu landbúnaðarafurða. Ýmsar aðrar greinar iðnaðar og þjónustu hafa þó vaxið verulega seinni árin. Auk þessa eru 18 garðyrkju- býli. Nærri lætur, að fram- leiðslan á Vesturlandi sé um 15% af heildarframleiðslu landbúnaðarafurða á landinu. Stærð skipastólsins á Vest- urlandi var í árslok 1972 10906 brúttólestir, þar af 8452 brúttólestir í fiskiskipum, sem er rúmlega 10% af heildar- fiskiskipastól landsmanna. í eftirfarandi töflu eru nokkrar upplýsingar um stöðu land búnaðarins á Vesturlandi skipt eftir sýslum. Byggðar jarðir 1.1. 71 Tún, rækt’un (ha) 1.1. 71 Nautgripir 1972 Sauðfé 1972 Borgarfj. sýsla 215 5148 3642 31627 Mýrasýsla 178 3603 2385 36126 Snæfellsnessýsla 190 3615 1830 33348 Dalasýsla 164 3073 1329 35499 FV 3 1974 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.