Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1974, Síða 11

Frjáls verslun - 01.03.1974, Síða 11
Albert Guðmundsson, borgarfulltrúi, var sean kunnugt er búinn að Iýsa yfir því fyrir all- löngu, aö hann hygðist gefa kost á sér í fram- boð til Alþingis. Þegar ljóst var, að kosningar yrðu boðaðar 30. júní þótti sumum samstarfs- mönnum Alberts sem nálægð þingkosninga við borgarstjómarkosn- ingar myndi gera honum erfitt fyrir í baráttunni. Þegar Albert ræddi þessi mál í kunningjahópi var liann afslappaður að vanda, púaði vindilinn, brosti kankvíslega og sagði: — Það er lélegt fyrir- tæki, strákar mínir, sem ekki getur afgreitt tvær pantanir í einu. Framámaður í Fram- sóknarflokknum í Reykjavík var fyrir nokkru spurður um stöðu Ólafs Ragnars Grímssonar innan flokks- ins ’um þessar mundir, og hvort hann hefði möguleika á að komast í framboð fyrir næstu þingkosningar. Þessi Reykjavíkurfors- prakki taldi það af og frá miðað við núverandi aðstæður, en bætti svo við: „Nýtt kjördæmi á há- lendi íslands er eini sjensinn fyrir Ólaf nQ.“ Meðan prentara.verk- fallið stóð sem hæst kom hingað í heimsókn fyrr- verandi yfirmaður banda- ríska flotans, Zumwalt, aðmíráll. Hann átti fund með blaðamönnum skömmu áður en hann hélt af landi brott að loknum einkaviðræðum við fulltrúa í utanríkis- málancfnd Alþingis og fleiri framámenn í stjórn- mál'um. Þegar Hannibal Valdimarsson fór í Am- eríkuheimsókn sína á ár- unum var hann vestan hafs í persónulegu boði Zumwalts. Eftir að Hannibal kom heim úr reisunni lét hann mörg fögur orð falla um gest- gjafa sinn. Blaðamaður Þjóðviljans notaði tæki- færið nú og spurði Zum- walt, hvað honum fynd- ist um Hannibal. Vitnis- burðurinn var ekki af lakara taginu: “That gentleman is one of the finest examples of western civilization”, svaraði Zumwalt eftir nokkra umhugs'un. Breytingar eru fram- ‘undan í rekstri margra ferðaskrifstofanna. Hjá Ferðaskrifstofu ríkisins hefur Sigurður Magnús- son, sagt starfi sínu lausu. Ferðaskrifstofan Úrval og Ferðaskrifstofa Zoega verða sameinaðar, að því talið er, og jafn- framt mun Úrval ætla a.ð kaupa Ferðaskrifstofu Akureyrar. Þá verða eig- endaskipti hjá Landsýn og er það A.S.Í., sem ætlar að ka'upa þá skrif- stofu. Innan skamms verður tilkynnt opinberlega um ráðningu fimm yfir- manna hjá Flugleiðum h.f., en sem kunnugt er verða aðalforstjórarnir þeir Alfreð Elíasson, Sig- urður Helgason og Örn Johnson. Næstir þeim mun'u síðan koma Einar Helgason, (innanlands- flug), Hörður Sigur- gestsson, (fjármál), Jóhannes Einarsson, (tæknimál), Jón Júlíus- son, (starfsmannahald og kynningardeild) og Mart- in Petcrsen, (markaðs- mál). Þeim, sem þekkja Gylfa Þ. Gíslason, finnst það svolítið skrítið, hvernig hann hefur stundað erindrekstur fyr- ir rússneska sendiherr- ann upp á síðkastið. Mál- ið er það, að Gylfi hefur gengið á milli formanna Rotary-klúbbanna í Reykjavík og lagt ríka áherzlu á, að sendiherra Sovétríkjanna yrði boð- inn þátttaka í starfi Ro- tary-félaga. Hefur for- maður Alþýðuflokksins í engu sparað lofsamleg ummæli um þennan vin sinn að austan. En með- a.I annarra orða: Tilmæl- um Gylfa hefur verið hafnað af réttum aðilum. Framsóknarmcnn eru sagðir óánægðir með að Einar Ágústsson skuli ekki hafa ráðið einn ein- asta flokksbróður sinn í utanríkisráðuneytið í valdatíð sinni þar. Það hefur því komið þeiin í opna skjöldu, að Einar hefur fengið þá hug- mynd að gera flokks- bróður sinn Hannes Jónsson, blaðaf'ulltrúa, að sendiherra í Moskvu innan skamms. Enginn veit, hvort Einar ætlar að sýna Hannesi heiður með þessu eða ergja Rússa. FV 3 1974 11

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.